Segir fólk á einhverfurófi alls ekki gagnlaust á vinnumarkaði Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 21. janúar 2018 20:30 Í gær sögðum við frá einhverfum bruggurum frá Danmörku en þar í landi er aðeins um 30% atvinnuþátttaka einhverfra og má gera ráð fyrir að staðan sé svipuð á Íslandi. Á síðustu sjö árum hafa 120 einstaklingar komið í þjálfun Specialisterne á Íslandi sem stuðla að atvinnuþátttöku einhverfra og hafa 50 þeirra komist út á vinnumarkaðinn. Bjarni Torfi Álfþórsson, framkvæmdastjóri Specialisterna, segir hræðslu við hið óþekkta fækka atvinnutækifærunum. „Ég hef átt í tölvupóstsamskiptum við marga framkvæmdastjóra og þeir taka ljúflega í þetta. En þegar kemur að þeim sem eiga að stafa nær þeim, þá kemur upp ótti um að þetta sé íþyngjandi og erfitt," segir Bjarni en bætir við að árangurinn hafi verið góður. „Allir sem hafa farið frá okkur í vinnu hafa staðið undir væntingum þannig að ég skora á atvinnurekendur að gefa okkur tækifæri.“ Leturprent gaf starfsmanni með asperger tækifæri og byrjaði Daði Gunnlaugsson að vinna hjá þeim fyrir rúmum þremur árum. Burkni Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri, segir hann standa sig vel. „Við finnum að hann er farinn að taka fleiri ákvarðanir sjálfur og tekur þátt í flóknari verkefnum. Þetta er bara mjög gott.“ Daði segir Asperger-heilkenni fyrst og fremst félagslega hamlandi. „Jafnvel við að tala við þig núna þá er ég með smá stress inni í mér en ég reyni bara að þrýsta þessu niður. Ég reyni bara að haga mér þannig að ég sé að tala við mig sjálfan.“ Daði er alsæll með starfið, segir verkefnin fjölbreytt og skemmtileg. Áður var hann atvinnulaus í þrjú ár og fyrir það vann hann hjá póstinum „Eina sem ég gerði var að flokka póst og mér leiddist svo mikið að ég fór að raða stöflunum þannig að þeir voru alveg þráðbeinir. Þá hugsaði ég að það væri tímabært fyrir mig að skipta um vinnu.“ Daði vonar að fleiri á einhverfurófinu fái tækifæri á vinnumarkaði. „Sumir staðir geta ekki tekið við liði eins og mér af því að þau treysta okkur ekki og halda að við séum gagnlaust fólk. Að lið eins og ég sé gagnlaust. En þegar kemur að fólki með Asperger þá er það bara með takmarkanir, fólk er gott í sumu og kannski vonlaust í öðru," segir Daði. Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Fleiri fréttir Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Sjá meira
Í gær sögðum við frá einhverfum bruggurum frá Danmörku en þar í landi er aðeins um 30% atvinnuþátttaka einhverfra og má gera ráð fyrir að staðan sé svipuð á Íslandi. Á síðustu sjö árum hafa 120 einstaklingar komið í þjálfun Specialisterne á Íslandi sem stuðla að atvinnuþátttöku einhverfra og hafa 50 þeirra komist út á vinnumarkaðinn. Bjarni Torfi Álfþórsson, framkvæmdastjóri Specialisterna, segir hræðslu við hið óþekkta fækka atvinnutækifærunum. „Ég hef átt í tölvupóstsamskiptum við marga framkvæmdastjóra og þeir taka ljúflega í þetta. En þegar kemur að þeim sem eiga að stafa nær þeim, þá kemur upp ótti um að þetta sé íþyngjandi og erfitt," segir Bjarni en bætir við að árangurinn hafi verið góður. „Allir sem hafa farið frá okkur í vinnu hafa staðið undir væntingum þannig að ég skora á atvinnurekendur að gefa okkur tækifæri.“ Leturprent gaf starfsmanni með asperger tækifæri og byrjaði Daði Gunnlaugsson að vinna hjá þeim fyrir rúmum þremur árum. Burkni Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri, segir hann standa sig vel. „Við finnum að hann er farinn að taka fleiri ákvarðanir sjálfur og tekur þátt í flóknari verkefnum. Þetta er bara mjög gott.“ Daði segir Asperger-heilkenni fyrst og fremst félagslega hamlandi. „Jafnvel við að tala við þig núna þá er ég með smá stress inni í mér en ég reyni bara að þrýsta þessu niður. Ég reyni bara að haga mér þannig að ég sé að tala við mig sjálfan.“ Daði er alsæll með starfið, segir verkefnin fjölbreytt og skemmtileg. Áður var hann atvinnulaus í þrjú ár og fyrir það vann hann hjá póstinum „Eina sem ég gerði var að flokka póst og mér leiddist svo mikið að ég fór að raða stöflunum þannig að þeir voru alveg þráðbeinir. Þá hugsaði ég að það væri tímabært fyrir mig að skipta um vinnu.“ Daði vonar að fleiri á einhverfurófinu fái tækifæri á vinnumarkaði. „Sumir staðir geta ekki tekið við liði eins og mér af því að þau treysta okkur ekki og halda að við séum gagnlaust fólk. Að lið eins og ég sé gagnlaust. En þegar kemur að fólki með Asperger þá er það bara með takmarkanir, fólk er gott í sumu og kannski vonlaust í öðru," segir Daði.
Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Fleiri fréttir Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Sjá meira