Vegum lokað víða um land vegna veðurs Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. janúar 2018 22:09 Gul viðvörun er nú í gildi á nánast landinu öllu meðan vetrarveður gengur yfir með tilheyrandi ofankomu og skafrenningi. Myndin er úr safni. vísir/vilhelm Þrjár björgunarsveitir á Norðurlandi, þær Týr, Súlur og Ægir, aðstoða nú ökumenn sem sitja fastir í bílum sínum í Víkurskarði en tugir bílar festust þar í kvöld vegna veðurs og ófærðar. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akureyri verður skarðið ekki opnað aftur í kvöld en því var lokað upp úr klukkan sex vegna umferðaróhapps þegar flutningabíll þveraði veginn. Magnús Björnsson í aðgerðastjórn hjá björgunarsveitinni Súlum á Akureyri segir að um fimmtán til tuttugu björgunarsveitarmenn komi að verkefninu. Aðallega sé um að ræða fasta bíla en einhver ofankoma og skafrenningur er í skarðinu svo það skefur fljótt að bílunum. Farið er að síga á seinni hlutann í aðgerðum björgunarsveita og lögreglu í Víkurskarði en þeim er ekki alveg lokið samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni. Ökumenn víðar á Norðurlandi hafa lent í vandræðum í kvöld vegna veðurs. Þannig segir á vef Morgunblaðsins að björgunarsveitin á Þórshöfn hafi verið kölluð út vegna ökumanna sem lentu í vandræðum.Samkvæmt vef Vegagerðarinnar eru eftirfarandi vegir lokaðir vegna veðurs: Fróðárheiði, Fjarðarheiði, Ólafsfjarðarmúli, Vatnsskarð eystra, Hófaskarð, Kleifaheiði, Víkurskarð, Víðidalur og Miðfjörður.Nánar um færð og aðstæður á vegum:Á Suður- og Vesturlandi er hálka eða hálkublettir flestum leiðum. Skafrenningur er á fjallvegum og óveður undir Eyjafjöllum. Þæfingur er á Mosfellsheiði og óveður undir Hafnarfjalli og á Kjalarnesi. Éljagangur og snjókoma er á Snæfellsnesi. Lokað er um Fróðárheiði.Hálka eða snjóþekja er á flestum vegum á Vestfjörðum. Þæfingur er á Gemlufallsheiði, Steingrimsfjarðarheiði, Þröskuldum og á Svínadal en þungfært er á Klettshálsi, Mikladal og á Hálfdán.Á Norðurlandi er hálka eða snjóþekja á vegum og skafrenningur á fjallvegum. Óveður er í Skagafirði, þungfært á Öxnadalsheiði og þæfingur frá Siglufirði og yfir í Fljót. Lokað er um Víkurskarð, Dettifossveg og í Víðidal í Húnavatnssýslu.Á Austurlandi er hálka eða snjóþekja á vegum og skafrenningur á fjallvegum. Þæfingur er á Öxi en lokað er um Hófaskarð og Vatnsskarð eystra.Hálka eða hálkublettir eru með suðausturströndinni. Óveður er í Öræfasveit og undir Eyjafjöllum. Veður Tengdar fréttir Veginum um Víkurskarð lokað vegna umferðaróhapps Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Norðurlandi eystra er er slæmt skyggni í skarðinu og færð tekin að spillast verulega. 22. janúar 2018 19:49 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
Þrjár björgunarsveitir á Norðurlandi, þær Týr, Súlur og Ægir, aðstoða nú ökumenn sem sitja fastir í bílum sínum í Víkurskarði en tugir bílar festust þar í kvöld vegna veðurs og ófærðar. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akureyri verður skarðið ekki opnað aftur í kvöld en því var lokað upp úr klukkan sex vegna umferðaróhapps þegar flutningabíll þveraði veginn. Magnús Björnsson í aðgerðastjórn hjá björgunarsveitinni Súlum á Akureyri segir að um fimmtán til tuttugu björgunarsveitarmenn komi að verkefninu. Aðallega sé um að ræða fasta bíla en einhver ofankoma og skafrenningur er í skarðinu svo það skefur fljótt að bílunum. Farið er að síga á seinni hlutann í aðgerðum björgunarsveita og lögreglu í Víkurskarði en þeim er ekki alveg lokið samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni. Ökumenn víðar á Norðurlandi hafa lent í vandræðum í kvöld vegna veðurs. Þannig segir á vef Morgunblaðsins að björgunarsveitin á Þórshöfn hafi verið kölluð út vegna ökumanna sem lentu í vandræðum.Samkvæmt vef Vegagerðarinnar eru eftirfarandi vegir lokaðir vegna veðurs: Fróðárheiði, Fjarðarheiði, Ólafsfjarðarmúli, Vatnsskarð eystra, Hófaskarð, Kleifaheiði, Víkurskarð, Víðidalur og Miðfjörður.Nánar um færð og aðstæður á vegum:Á Suður- og Vesturlandi er hálka eða hálkublettir flestum leiðum. Skafrenningur er á fjallvegum og óveður undir Eyjafjöllum. Þæfingur er á Mosfellsheiði og óveður undir Hafnarfjalli og á Kjalarnesi. Éljagangur og snjókoma er á Snæfellsnesi. Lokað er um Fróðárheiði.Hálka eða snjóþekja er á flestum vegum á Vestfjörðum. Þæfingur er á Gemlufallsheiði, Steingrimsfjarðarheiði, Þröskuldum og á Svínadal en þungfært er á Klettshálsi, Mikladal og á Hálfdán.Á Norðurlandi er hálka eða snjóþekja á vegum og skafrenningur á fjallvegum. Óveður er í Skagafirði, þungfært á Öxnadalsheiði og þæfingur frá Siglufirði og yfir í Fljót. Lokað er um Víkurskarð, Dettifossveg og í Víðidal í Húnavatnssýslu.Á Austurlandi er hálka eða snjóþekja á vegum og skafrenningur á fjallvegum. Þæfingur er á Öxi en lokað er um Hófaskarð og Vatnsskarð eystra.Hálka eða hálkublettir eru með suðausturströndinni. Óveður er í Öræfasveit og undir Eyjafjöllum.
Veður Tengdar fréttir Veginum um Víkurskarð lokað vegna umferðaróhapps Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Norðurlandi eystra er er slæmt skyggni í skarðinu og færð tekin að spillast verulega. 22. janúar 2018 19:49 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
Veginum um Víkurskarð lokað vegna umferðaróhapps Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Norðurlandi eystra er er slæmt skyggni í skarðinu og færð tekin að spillast verulega. 22. janúar 2018 19:49