Grunaður um áralöng brot gegn pilti Sigurður Mikael Jónsson skrifar 23. janúar 2018 06:00 Karlmaður var á föstudag úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald, grunaður um kynferðisbrot gegn pilti. vísir/gva Karlmaður á fimmtugsaldri var á föstudag úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald í tengslum við rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á meintum kynferðisbrotum hans gegn ungum pilti. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eiga brot mannsins að hafa staðið yfir um nokkurra ára skeið, fyrir nokkrum árum, þegar pilturinn var á barnsaldri og unglingur. Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir að maður hafi verið úrskurðaður í gæsluvarðhald í tengslum við rannsókn máls en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið sem væri á viðkvæmu stigi.Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Fréttablaðið/Anton Brink Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins barst lögreglu kæra á hendur manninum í síðustu viku en ungi maðurinn sem kærði er nú um tvítugt. Heimildir herma að hin meintu brot hafi átt sér stað um nokkurra ára skeið. Samkvæmt heimildum var maðurinn handtekinn í síðustu viku og gerð húsleit á heimili hans í tengslum við rannsókn málsins. Á föstudag var hann síðan úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald. Á föstudag var gæsluvarðhald yfir manni á sextugsaldri í öðru máli framlengt um fjórar vikur. Sá er grunaður um að hafa brotið gegn sautján ára pilti um nokkurt skeið og hugsanlega fleiri börnum, líkt og greint var frá í fréttum Stöðvar 2 á föstudag. Fréttablaðið greindi frá því í gær að óvenju mikill fjöldi kynferðisbrota gegn börnum væri nú til rannsóknar hjá lögreglu, eða tuttugu og níu mál. Frá miðju síðasta ári og fyrstu vikum þessa árs hefur málum fjölgað frá 11 á viku upp í 29 á viku. Grímur vildi í Fréttablaðinu í gær fara varlega í að túlka tölfræðina um of en að ekki væri hægt að útiloka að umræðan í kringum #metoo-byltinguna hefði eitthvað með fjölgunina að gera. Öll umræða auki vitund fólks og gæti þannig tengst þessari fjölgun mála á borði lögreglu. Líkt og fram kom í Fréttablaðinu í gær er lögreglan að taka kynferðisbrot gegn börnum föstum tökum. Starfsmenn embættisins hlutu nýverið sérstaka þjálfun til að takast á við og greina stafrænt ofbeldi gegn börnum sem færst hefur í vöxt. Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira
Karlmaður á fimmtugsaldri var á föstudag úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald í tengslum við rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á meintum kynferðisbrotum hans gegn ungum pilti. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eiga brot mannsins að hafa staðið yfir um nokkurra ára skeið, fyrir nokkrum árum, þegar pilturinn var á barnsaldri og unglingur. Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir að maður hafi verið úrskurðaður í gæsluvarðhald í tengslum við rannsókn máls en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið sem væri á viðkvæmu stigi.Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Fréttablaðið/Anton Brink Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins barst lögreglu kæra á hendur manninum í síðustu viku en ungi maðurinn sem kærði er nú um tvítugt. Heimildir herma að hin meintu brot hafi átt sér stað um nokkurra ára skeið. Samkvæmt heimildum var maðurinn handtekinn í síðustu viku og gerð húsleit á heimili hans í tengslum við rannsókn málsins. Á föstudag var hann síðan úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald. Á föstudag var gæsluvarðhald yfir manni á sextugsaldri í öðru máli framlengt um fjórar vikur. Sá er grunaður um að hafa brotið gegn sautján ára pilti um nokkurt skeið og hugsanlega fleiri börnum, líkt og greint var frá í fréttum Stöðvar 2 á föstudag. Fréttablaðið greindi frá því í gær að óvenju mikill fjöldi kynferðisbrota gegn börnum væri nú til rannsóknar hjá lögreglu, eða tuttugu og níu mál. Frá miðju síðasta ári og fyrstu vikum þessa árs hefur málum fjölgað frá 11 á viku upp í 29 á viku. Grímur vildi í Fréttablaðinu í gær fara varlega í að túlka tölfræðina um of en að ekki væri hægt að útiloka að umræðan í kringum #metoo-byltinguna hefði eitthvað með fjölgunina að gera. Öll umræða auki vitund fólks og gæti þannig tengst þessari fjölgun mála á borði lögreglu. Líkt og fram kom í Fréttablaðinu í gær er lögreglan að taka kynferðisbrot gegn börnum föstum tökum. Starfsmenn embættisins hlutu nýverið sérstaka þjálfun til að takast á við og greina stafrænt ofbeldi gegn börnum sem færst hefur í vöxt.
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira