Leggja til að fólk geti skipt oft um nafn og tekið upp ættarnöfn Heimir Már Pétursson skrifar 23. janúar 2018 13:57 Þorsteinn Víglundsson er þingmaður Viðreisnar. Vísir/Vilhelm Mannanafnanefnd yrði lögð niður og fólki yrði frjálst að skýra börn sín að vild og taka upp ættarnöfn nái frumvarp þingmanna þriggja flokka fram að ganga á Alþingi. Þá yrði fólki gert mun auðveldara að skipta um skráningu kyns í þjóðskrá. Frumvarpið er lagt fram af öllum fjórum þingmönnum Viðreisnar ásamt Guðjóni S. Brjánssyni Samfylkingu og Helga Hrafni Gunnarssyni Pírötum en fyrsti flutningsmaður er Þorsteinn Víglundsson þingmaður Viðreisnar. „Megintilgangurinn er tvíþættur. Annars vegar auðvitað að foreldrar geti ráðið nafngift barna sinna. Þá líka einstaklingar seinna á lífsleiðinni ef þeir vilja breyta nafni sínu. Það sé ekki á höndum einhverrar opinberrar nafnanefndar,“ segir Þorsteinn. Þá geti einstaklingar breytt nafni sínu seinna á lífsleiðinni eins oft og þeir kjósi, en í dag gera lög ráð fyrir að hver einstaklingur geti einungis einu sinni breytt nafni sínu. Þá taki frumvarpið einnig á möguleikum fólks á að breyta skráningu á kyni sínu í þjóðskrá. „Sérstaklega með það í huga þegar fólk er í kynleiðréttingarferli sem í dag þarf að sæta mjög tímafreku leyfisferli til þess eins að fá að breyta um nafn og kynskráningu sinni í þjóðskrá. Að fólk geti gert þetta strax þegar það hefur sjálft ákveðið að hefja kynleiðréttingarferli,“ segir Þorsteinn. Samkvæmt frumvarpinu getur fólk líka ákveðið sjálft hvort það taki upp ættarnöfn en það hefur verið bannað um áratuga skeið að taka upp ný ættarnöfn. Samkvæmt frumvarpinu gæti fólk tekið upp ný ættarnöfn eða ættarnöfn sem þegar eru til í landinu.Þessi hefð â Íslandi að kenna barn annað hvort við móður eða föður; er það ekki hefð sem er þess virði að halda í? „Jú, ég held að við höldum sjálf í þá hefð hvort sem við erum skylduð til þess með lögum eða ekki. Það er alveg rétt að þetta er rík mannanafna hefð á Íslandi sem fólk almennt nýtir sér. En það á líka að hafa fresli til að gera það ekki, kjósi það svo. Það á ekki að þurfa hið opinbera til að segja til um það hvort fólk noti ættarnöfn eða kenni sig við föður eða móður,“ segir Þorsteinn. Þá leggja þingmennirnir til að mannanafnanefnd verði lögð niður.Finnst þér hún hafa verið til ógagns? „Ég hef bara verið á þeirri meginskoðun að hún sé óþörf. Maður heyrir gjarnan þau rök að það þurfi að hafa vit fyrir foreldrum. Þeir gætu tekið upp á að skíra börn sín einhverjum nöfnum sem gætu orðið börnunum til ógagns. Jafnvel leitt til eineltis síðar á lífsleiðinni. Ég held að okkur foreldrum sé almennt treyst fyrirviðameira hlutverki sem foreldrar heldur en það eitt að velja nafnið. Þannig að ég sé ekki ástæðu til að ríkið sé með inngrip hvað þennan þáttinn varðar,“ segir Þorsteinn Víglundsson. Alþingi Mannanöfn Tengdar fréttir Leggja til að mannanafnanefnd verði lögð niður Sex þingmenn stjórnarandstöðunnar, það er allir fjórir þingmenn Viðreisnar auk eins þingmanns Samfylkingarinnar og eins þingmanns Pírata, hafa lagt fram frumvarp á Alþingi um mannanöfn. 22. janúar 2018 19:28 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Sjá meira
Mannanafnanefnd yrði lögð niður og fólki yrði frjálst að skýra börn sín að vild og taka upp ættarnöfn nái frumvarp þingmanna þriggja flokka fram að ganga á Alþingi. Þá yrði fólki gert mun auðveldara að skipta um skráningu kyns í þjóðskrá. Frumvarpið er lagt fram af öllum fjórum þingmönnum Viðreisnar ásamt Guðjóni S. Brjánssyni Samfylkingu og Helga Hrafni Gunnarssyni Pírötum en fyrsti flutningsmaður er Þorsteinn Víglundsson þingmaður Viðreisnar. „Megintilgangurinn er tvíþættur. Annars vegar auðvitað að foreldrar geti ráðið nafngift barna sinna. Þá líka einstaklingar seinna á lífsleiðinni ef þeir vilja breyta nafni sínu. Það sé ekki á höndum einhverrar opinberrar nafnanefndar,“ segir Þorsteinn. Þá geti einstaklingar breytt nafni sínu seinna á lífsleiðinni eins oft og þeir kjósi, en í dag gera lög ráð fyrir að hver einstaklingur geti einungis einu sinni breytt nafni sínu. Þá taki frumvarpið einnig á möguleikum fólks á að breyta skráningu á kyni sínu í þjóðskrá. „Sérstaklega með það í huga þegar fólk er í kynleiðréttingarferli sem í dag þarf að sæta mjög tímafreku leyfisferli til þess eins að fá að breyta um nafn og kynskráningu sinni í þjóðskrá. Að fólk geti gert þetta strax þegar það hefur sjálft ákveðið að hefja kynleiðréttingarferli,“ segir Þorsteinn. Samkvæmt frumvarpinu getur fólk líka ákveðið sjálft hvort það taki upp ættarnöfn en það hefur verið bannað um áratuga skeið að taka upp ný ættarnöfn. Samkvæmt frumvarpinu gæti fólk tekið upp ný ættarnöfn eða ættarnöfn sem þegar eru til í landinu.Þessi hefð â Íslandi að kenna barn annað hvort við móður eða föður; er það ekki hefð sem er þess virði að halda í? „Jú, ég held að við höldum sjálf í þá hefð hvort sem við erum skylduð til þess með lögum eða ekki. Það er alveg rétt að þetta er rík mannanafna hefð á Íslandi sem fólk almennt nýtir sér. En það á líka að hafa fresli til að gera það ekki, kjósi það svo. Það á ekki að þurfa hið opinbera til að segja til um það hvort fólk noti ættarnöfn eða kenni sig við föður eða móður,“ segir Þorsteinn. Þá leggja þingmennirnir til að mannanafnanefnd verði lögð niður.Finnst þér hún hafa verið til ógagns? „Ég hef bara verið á þeirri meginskoðun að hún sé óþörf. Maður heyrir gjarnan þau rök að það þurfi að hafa vit fyrir foreldrum. Þeir gætu tekið upp á að skíra börn sín einhverjum nöfnum sem gætu orðið börnunum til ógagns. Jafnvel leitt til eineltis síðar á lífsleiðinni. Ég held að okkur foreldrum sé almennt treyst fyrirviðameira hlutverki sem foreldrar heldur en það eitt að velja nafnið. Þannig að ég sé ekki ástæðu til að ríkið sé með inngrip hvað þennan þáttinn varðar,“ segir Þorsteinn Víglundsson.
Alþingi Mannanöfn Tengdar fréttir Leggja til að mannanafnanefnd verði lögð niður Sex þingmenn stjórnarandstöðunnar, það er allir fjórir þingmenn Viðreisnar auk eins þingmanns Samfylkingarinnar og eins þingmanns Pírata, hafa lagt fram frumvarp á Alþingi um mannanöfn. 22. janúar 2018 19:28 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Sjá meira
Leggja til að mannanafnanefnd verði lögð niður Sex þingmenn stjórnarandstöðunnar, það er allir fjórir þingmenn Viðreisnar auk eins þingmanns Samfylkingarinnar og eins þingmanns Pírata, hafa lagt fram frumvarp á Alþingi um mannanöfn. 22. janúar 2018 19:28