Kínverskum konum gengur illa að koma #metoo í gegnum ritskoðendur internetsins Samúel Karl Ólason skrifar 24. janúar 2018 14:27 Konum hefur gegnið illa að koma sögum sínum út og er færslum eytt ótt og títt. Vísir/Getty Ritskoðendur internetsins í Kína vinna nú hörðum höndum að því að stöðva #metoo umræðu á samfélagsmiðlum þar í landi. Konum hefur gegnið illa að koma sögum sínum út og er færslum eytt ótt og títt. Búið er að koma í veg fyrir notkun orðasambanda sem snúa að því að berjast gegn kynferðislegri áreitni og eyða undirskriftalistum þar sem kallað eftir því að konur séu varðar betur. Þar að auki hafa embættismenn varað aðgerðarsinna við því að vera of háværir og gefið hefur verið í skyn að þeir gætu verið taldir svikarar á vegum erlendra andstæðinga Kína. Þetta kemur fram í frétt New York Times.Baráttan gegn #metoo hreyfingunni kemur eftir að fjöldi kvenna hafa kallað eftir því að ásakanir gegn yfirmönnum, samstarfsfélögum og kennurum verði rannsakaðar.Þótti komið á flug Nokkrir embættismenn sem koma að menntakerfi Kína hafa verið reknir úr störfum sínum og þar á meðal einn prófessor sem mun hafa brotið gegn minnst sex nemendum sínum á fimmtán árum. Meðal annars hefur hann verið sakaður um nauðgun. Fjallað var um mál hans í opinberum fjölmiðlum Kína og þótti það til marks um að hreyfingin væri komin á flug. Þá hafði mikil ritskoðun þegar farið farið fram á samfélagmiðlum í Kína en hún virðist vera orðin mun meiri nú.Í umfjöllun New York Times segir að stjórnvöld Kína noti oft jafnrétti kynjanna í áróðri ríkisins en hins vegar hafi lítið verið gert við aukið kynjamisrétti og mismunun. Þá séu nánast bara karlar í æðstu stöðum Kommúnistaflokks Kína og háttsettir menn úr stjórnmála- og viðskiptalífi Kína séu varðir gegn ásökunum um kynferðisbrot. Þar að auki eru lög ríkisins um nauðgun og áreitni óljós og sjaldan falla dómar konum í vil. Fyrirtæki rannsaki sjaldan ásakanir á hendur körlum og grípi sjaldan til aðgerða.Rappið litið hornauga Yfirvöld Kína hafa einnig gripið til aðgerða gegn Rappi. Mjög vinsæll sjónvarpsþáttur um rappheim landsins vakti gífurlega athygli í sumar og naut mikilla vinsælda. Nokkrir af keppendum þáttarins urðu stjörnur og rappið varð fljótt að umfangsmiklum og hagvænum iðnaði. Nú virðist þó sem að það sé búið. PG One, einn af efstu keppendum The Rap of China, var nýverið sakaður um að eiga í ástarsambandi við gifta konu. Þær fregnir voru aldrei staðfestar, samkvæmt frétt BBC, en ríkisfjölmiðlar Kína fóru fljótt mjög harkalega gegn PG One og rappinu í Kína eins og það leggur sig.PG One hefur verið sakaður um að vanvirða konur, hvetja til fíkniefnaneyslu og ýmislegt fleira. Kínverska ríkið hefur nú ákveðið að sjónvarpsstöðvar þar í landi megi ekki lengur sýna efni sem snýr á nokkurn hátt að rappi, né rappara. Í minnisblaði frá stofnun sem heldur utan um fjölmiðla og sjónvarpsútsendingar í Kína stóð að allir þættir yrðu að fylgja fjórum „tónum“ um hvernig fólki sjónvarpsfólk megi bjóða í þætti sína. Þau verði að vera heilsteypt og án hneykslismála. MeToo Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira
Ritskoðendur internetsins í Kína vinna nú hörðum höndum að því að stöðva #metoo umræðu á samfélagsmiðlum þar í landi. Konum hefur gegnið illa að koma sögum sínum út og er færslum eytt ótt og títt. Búið er að koma í veg fyrir notkun orðasambanda sem snúa að því að berjast gegn kynferðislegri áreitni og eyða undirskriftalistum þar sem kallað eftir því að konur séu varðar betur. Þar að auki hafa embættismenn varað aðgerðarsinna við því að vera of háværir og gefið hefur verið í skyn að þeir gætu verið taldir svikarar á vegum erlendra andstæðinga Kína. Þetta kemur fram í frétt New York Times.Baráttan gegn #metoo hreyfingunni kemur eftir að fjöldi kvenna hafa kallað eftir því að ásakanir gegn yfirmönnum, samstarfsfélögum og kennurum verði rannsakaðar.Þótti komið á flug Nokkrir embættismenn sem koma að menntakerfi Kína hafa verið reknir úr störfum sínum og þar á meðal einn prófessor sem mun hafa brotið gegn minnst sex nemendum sínum á fimmtán árum. Meðal annars hefur hann verið sakaður um nauðgun. Fjallað var um mál hans í opinberum fjölmiðlum Kína og þótti það til marks um að hreyfingin væri komin á flug. Þá hafði mikil ritskoðun þegar farið farið fram á samfélagmiðlum í Kína en hún virðist vera orðin mun meiri nú.Í umfjöllun New York Times segir að stjórnvöld Kína noti oft jafnrétti kynjanna í áróðri ríkisins en hins vegar hafi lítið verið gert við aukið kynjamisrétti og mismunun. Þá séu nánast bara karlar í æðstu stöðum Kommúnistaflokks Kína og háttsettir menn úr stjórnmála- og viðskiptalífi Kína séu varðir gegn ásökunum um kynferðisbrot. Þar að auki eru lög ríkisins um nauðgun og áreitni óljós og sjaldan falla dómar konum í vil. Fyrirtæki rannsaki sjaldan ásakanir á hendur körlum og grípi sjaldan til aðgerða.Rappið litið hornauga Yfirvöld Kína hafa einnig gripið til aðgerða gegn Rappi. Mjög vinsæll sjónvarpsþáttur um rappheim landsins vakti gífurlega athygli í sumar og naut mikilla vinsælda. Nokkrir af keppendum þáttarins urðu stjörnur og rappið varð fljótt að umfangsmiklum og hagvænum iðnaði. Nú virðist þó sem að það sé búið. PG One, einn af efstu keppendum The Rap of China, var nýverið sakaður um að eiga í ástarsambandi við gifta konu. Þær fregnir voru aldrei staðfestar, samkvæmt frétt BBC, en ríkisfjölmiðlar Kína fóru fljótt mjög harkalega gegn PG One og rappinu í Kína eins og það leggur sig.PG One hefur verið sakaður um að vanvirða konur, hvetja til fíkniefnaneyslu og ýmislegt fleira. Kínverska ríkið hefur nú ákveðið að sjónvarpsstöðvar þar í landi megi ekki lengur sýna efni sem snýr á nokkurn hátt að rappi, né rappara. Í minnisblaði frá stofnun sem heldur utan um fjölmiðla og sjónvarpsútsendingar í Kína stóð að allir þættir yrðu að fylgja fjórum „tónum“ um hvernig fólki sjónvarpsfólk megi bjóða í þætti sína. Þau verði að vera heilsteypt og án hneykslismála.
MeToo Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira