Dóttir Woody Allen hjólar í Timberlake fyrir að vinna með föður hennar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. janúar 2018 19:45 Justin Timberlake er hér lengst til vinstri ásamt þeim Kate Winslet, Woody Allen, Juno Temple og Jim Belushi á frumsýningu myndar Allen Wonder Wheel þar sem Timberlake fer með eitt aðalhlutverkið. vísir/getty Dylan Farrow, dóttir leikstjórans Woody Allen, lætur söngvarann Justin Timberlake heyra það fyrir að fyrir að hafa unnið með föður hennar en eins og kunnugt er hefur Farrow sakað Allen um að misnota hana kynferðislega þegar hún var barn. Farrow, sem er ættleidd dóttir Allen og leikkonunnar Miu Farrow, svaraði Timberlake á Twitter í gær þar sem hann spurði hver væri eiginlega merking orðatiltækisins að vilja eiga kökuna og borða hana líka. Sagði Farrow að orðatiltækið þýddi til dæmis að ekki væri hægt að styðja við átakið Time‘s Up og dásama kynferðisbrotamenn á sama tíma. „Þú getur ekki varðveitt trúverðugleika þinn sem aktívisti (það er átt kökuna) og á sama tíma dásamað kynferðisbrotamann (það er borðað kökuna),“ sagði Farrow í svari sínu til Timberlake. Farrow svaraði Timberlake fullum hálsi á Twitter. Segist heillaður af baráttu kvenna en draumur rættist þegar hann vann með Woody Allen Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Dylan Farrow gagnrýnir stjörnur skemmtanabransans, og þar á meðal Justin Timberlake, fyrir að vinna með föður hennar. Fyrr í mánuðinum var greint frá því að hún væri komin með nóg af hræsnurunum sem segjast styðja vitundarvakninguna í Hollywood um kynferðislega áreitni og valdníðslu í garð kvenna en kjósa samt að starfa með föður hennar. Þá sagði hún þetta um Timberlake: „Ég á erfitt með það að jafn valdamikill maður og Justin Timberlake geti sagst vera heillaður af baráttu kvenna og styðja þær en í sömu andrá segir hann draum sinn hafa ræst þegar hann vann með Woody Allen.“ Rúmlega 300 konur rituðu nafn sitt við yfirlýsinguna Time´s up í desember síðastliðnum þar sem þær lýstu yfir stuðningi við baráttu sem miðast að því að uppræta kerfisbundið kynferðislegt ofbeldi í Hollywood, sem og öðrum starfsstéttum. Þar á meðal voru nokkrar leikkonur sem hafa unnið með Woody Allen en þær Mira Sorvino og Greta Gerwig hafa báðar sagt að þær muni aldrei vinna aftur með Allen. Allen hefur alltaf neitað ásökunum Dylan Farrow um kynferðislega misnotkun en á það hefur verið bent að dómari í forræðisdeilu hans og Miu Farrow á 10. áratug síðustu aldar komst að þeirri niðurstöðu að hegðun Allen í garð dótturinnar hefði verið algerlega óviðeigandi. MeToo Mál Woody Allen Tengdar fréttir Mira Sorvino biðst fyrirgefningar á samstarfi við Woody Allen Leikkonan Mira Sorvino hefur skrifað opið bréf til Dylan Farrow, dóttur Woody Allen, þar sem hún segist sjá eftir því að hafa unnið með leikstjóranum. 11. janúar 2018 20:34 Greta Gerwig tjáir sig um Woody Allen: „Ég mun aldrei vinna fyrir hann aftur“ Leikstjórinn og leikkonan Greta Gerwig hefur tjáð sig um þá staðreynd að hún lék í mynd Woody Allen To Rome with Love árið 2012. 10. janúar 2018 14:30 Lýsti því hvernig Woody Allen misnotaði hana Dylan Farrow, dóttir Woody Allen, segir að hann hafi leitt sig upp á háaloft þegar hún var barn þar sem hann misnotaði hana á meðan hún lék sér með leikfangalest bróður hennar. 18. janúar 2018 15:42 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Dylan Farrow, dóttir leikstjórans Woody Allen, lætur söngvarann Justin Timberlake heyra það fyrir að fyrir að hafa unnið með föður hennar en eins og kunnugt er hefur Farrow sakað Allen um að misnota hana kynferðislega þegar hún var barn. Farrow, sem er ættleidd dóttir Allen og leikkonunnar Miu Farrow, svaraði Timberlake á Twitter í gær þar sem hann spurði hver væri eiginlega merking orðatiltækisins að vilja eiga kökuna og borða hana líka. Sagði Farrow að orðatiltækið þýddi til dæmis að ekki væri hægt að styðja við átakið Time‘s Up og dásama kynferðisbrotamenn á sama tíma. „Þú getur ekki varðveitt trúverðugleika þinn sem aktívisti (það er átt kökuna) og á sama tíma dásamað kynferðisbrotamann (það er borðað kökuna),“ sagði Farrow í svari sínu til Timberlake. Farrow svaraði Timberlake fullum hálsi á Twitter. Segist heillaður af baráttu kvenna en draumur rættist þegar hann vann með Woody Allen Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Dylan Farrow gagnrýnir stjörnur skemmtanabransans, og þar á meðal Justin Timberlake, fyrir að vinna með föður hennar. Fyrr í mánuðinum var greint frá því að hún væri komin með nóg af hræsnurunum sem segjast styðja vitundarvakninguna í Hollywood um kynferðislega áreitni og valdníðslu í garð kvenna en kjósa samt að starfa með föður hennar. Þá sagði hún þetta um Timberlake: „Ég á erfitt með það að jafn valdamikill maður og Justin Timberlake geti sagst vera heillaður af baráttu kvenna og styðja þær en í sömu andrá segir hann draum sinn hafa ræst þegar hann vann með Woody Allen.“ Rúmlega 300 konur rituðu nafn sitt við yfirlýsinguna Time´s up í desember síðastliðnum þar sem þær lýstu yfir stuðningi við baráttu sem miðast að því að uppræta kerfisbundið kynferðislegt ofbeldi í Hollywood, sem og öðrum starfsstéttum. Þar á meðal voru nokkrar leikkonur sem hafa unnið með Woody Allen en þær Mira Sorvino og Greta Gerwig hafa báðar sagt að þær muni aldrei vinna aftur með Allen. Allen hefur alltaf neitað ásökunum Dylan Farrow um kynferðislega misnotkun en á það hefur verið bent að dómari í forræðisdeilu hans og Miu Farrow á 10. áratug síðustu aldar komst að þeirri niðurstöðu að hegðun Allen í garð dótturinnar hefði verið algerlega óviðeigandi.
MeToo Mál Woody Allen Tengdar fréttir Mira Sorvino biðst fyrirgefningar á samstarfi við Woody Allen Leikkonan Mira Sorvino hefur skrifað opið bréf til Dylan Farrow, dóttur Woody Allen, þar sem hún segist sjá eftir því að hafa unnið með leikstjóranum. 11. janúar 2018 20:34 Greta Gerwig tjáir sig um Woody Allen: „Ég mun aldrei vinna fyrir hann aftur“ Leikstjórinn og leikkonan Greta Gerwig hefur tjáð sig um þá staðreynd að hún lék í mynd Woody Allen To Rome with Love árið 2012. 10. janúar 2018 14:30 Lýsti því hvernig Woody Allen misnotaði hana Dylan Farrow, dóttir Woody Allen, segir að hann hafi leitt sig upp á háaloft þegar hún var barn þar sem hann misnotaði hana á meðan hún lék sér með leikfangalest bróður hennar. 18. janúar 2018 15:42 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Mira Sorvino biðst fyrirgefningar á samstarfi við Woody Allen Leikkonan Mira Sorvino hefur skrifað opið bréf til Dylan Farrow, dóttur Woody Allen, þar sem hún segist sjá eftir því að hafa unnið með leikstjóranum. 11. janúar 2018 20:34
Greta Gerwig tjáir sig um Woody Allen: „Ég mun aldrei vinna fyrir hann aftur“ Leikstjórinn og leikkonan Greta Gerwig hefur tjáð sig um þá staðreynd að hún lék í mynd Woody Allen To Rome with Love árið 2012. 10. janúar 2018 14:30
Lýsti því hvernig Woody Allen misnotaði hana Dylan Farrow, dóttir Woody Allen, segir að hann hafi leitt sig upp á háaloft þegar hún var barn þar sem hann misnotaði hana á meðan hún lék sér með leikfangalest bróður hennar. 18. janúar 2018 15:42