Þolinmæði íbúa vegna Vesturlandsvegar á þrotum Kjartan Kjartansson skrifar 24. janúar 2018 22:30 Íbúar á Vesturlandi kröfðust þess að ráðist verði strax í bráðabirgðaviðgerðir á Vesturlandsvegi um Kjalarnes og að vegurinn verði tvöfaldaður sem fyrst á íbúafundi á Akranesi í kvöld. Einn frummælenda á fundinum segir veginn hættulegan og að þolinmæði íbúanna sé á þrotum. Akraneskaupstaður stóð fyrir íbúafundi um samgöngumála á Vesturlandi í kvöld. Auk Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgönguráðherra, sátu þingmenn og ráðherrar úr Norðvesturkjördæmi fundinn, þar á meðal Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, og Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra. Bjarnheiður Hallsdóttir, íbúi á Akranesi, var ein þeirra sem hélt erindi á fundinum. Hún hefur barist fyrir úrbætum á veginum og stofnaði meðal annars Facebook-hópinn „Til öryggis á Kjalarnesi“ fyrr í þessum mánuði. Að hennar sögn fór stór hluti fundarins í að ræða um nauðsyn þess að lagfæra hann. Hún fullyrðir að vegurinn um Kjalarnes sé hættulegur. Ein akrein sé í hvora átt, hann sé óupplýstur og djúp hjólför séu komin í hann. Þegar við bætist veðuraðstæður, en einar sterkustu vindhviður á landinu mælast gjarnan á Kjalarnesi, upplifi fólk sem ekur um veginn sig hreinlega í lífshættu. „Þolinmæðin er á þrotum hér á Skaganum, í Hvalfjarðarsveit og á Kjalarnesi. Það verður eitthvað að gera í þessum málum strax,“ segir Bjarnheiður.Vilja tvöföldun sem fyrstUndirskriftarlisti með nöfnum 5.500 manns til stuðnings umbótum á veginum var lagður fram á fundinum. Einnig komu fram áskoranir frá sveitarfélögum og fyrirtækjum á Vesturlandi. Bjarnheiður gagnrýnir að Vesturlandsvegur um Kjalarnes sé eina stofnæðin frá höfuðborgarsvæðinu sem ekkert hafi verið gert fyrir. Ofan á ástand vegarins bætist að um fimmtíu afleggjarar séu af veginum sem skapi hættu fyrir ökumenn. Krafa íbúanna er að byrjað verði á bráðabirgðaaðgerðum til að laga hjólförin í veginum. „Svo er náttúrulega bara krafa um að vegurinn verði settur framar í forgangsröðina og verði tvöfaldaður sem allra fyrst,“ segir Bjarnheiður. Sigurður Ingi samgönguráðherra sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að hann hefði mikinn skilning á kröfu íbúa á Vesturlandi um úrbætur. Hugsanlega verði hægt að ráðast í framkvæmdir á veginum seint í haust. Lítilsháttar fé sé eyrnamerkt veginum á fjárlögum þessa árs. Stjórnvöld vinni nú að samgönguáætlun þar sem hægt verði að setja bætur á Vesturlandsvegi inn. Hvalfjarðarsveit Samgöngur Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Íbúar á Vesturlandi kröfðust þess að ráðist verði strax í bráðabirgðaviðgerðir á Vesturlandsvegi um Kjalarnes og að vegurinn verði tvöfaldaður sem fyrst á íbúafundi á Akranesi í kvöld. Einn frummælenda á fundinum segir veginn hættulegan og að þolinmæði íbúanna sé á þrotum. Akraneskaupstaður stóð fyrir íbúafundi um samgöngumála á Vesturlandi í kvöld. Auk Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgönguráðherra, sátu þingmenn og ráðherrar úr Norðvesturkjördæmi fundinn, þar á meðal Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, og Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra. Bjarnheiður Hallsdóttir, íbúi á Akranesi, var ein þeirra sem hélt erindi á fundinum. Hún hefur barist fyrir úrbætum á veginum og stofnaði meðal annars Facebook-hópinn „Til öryggis á Kjalarnesi“ fyrr í þessum mánuði. Að hennar sögn fór stór hluti fundarins í að ræða um nauðsyn þess að lagfæra hann. Hún fullyrðir að vegurinn um Kjalarnes sé hættulegur. Ein akrein sé í hvora átt, hann sé óupplýstur og djúp hjólför séu komin í hann. Þegar við bætist veðuraðstæður, en einar sterkustu vindhviður á landinu mælast gjarnan á Kjalarnesi, upplifi fólk sem ekur um veginn sig hreinlega í lífshættu. „Þolinmæðin er á þrotum hér á Skaganum, í Hvalfjarðarsveit og á Kjalarnesi. Það verður eitthvað að gera í þessum málum strax,“ segir Bjarnheiður.Vilja tvöföldun sem fyrstUndirskriftarlisti með nöfnum 5.500 manns til stuðnings umbótum á veginum var lagður fram á fundinum. Einnig komu fram áskoranir frá sveitarfélögum og fyrirtækjum á Vesturlandi. Bjarnheiður gagnrýnir að Vesturlandsvegur um Kjalarnes sé eina stofnæðin frá höfuðborgarsvæðinu sem ekkert hafi verið gert fyrir. Ofan á ástand vegarins bætist að um fimmtíu afleggjarar séu af veginum sem skapi hættu fyrir ökumenn. Krafa íbúanna er að byrjað verði á bráðabirgðaaðgerðum til að laga hjólförin í veginum. „Svo er náttúrulega bara krafa um að vegurinn verði settur framar í forgangsröðina og verði tvöfaldaður sem allra fyrst,“ segir Bjarnheiður. Sigurður Ingi samgönguráðherra sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að hann hefði mikinn skilning á kröfu íbúa á Vesturlandi um úrbætur. Hugsanlega verði hægt að ráðast í framkvæmdir á veginum seint í haust. Lítilsháttar fé sé eyrnamerkt veginum á fjárlögum þessa árs. Stjórnvöld vinni nú að samgönguáætlun þar sem hægt verði að setja bætur á Vesturlandsvegi inn.
Hvalfjarðarsveit Samgöngur Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira