Bandaríkjaforseti ruglar um loftslagsvísindi í viðtali Kjartan Kjartansson skrifar 28. janúar 2018 07:24 Piers Morgan (t.v.) hefur verið hrifinn af Trump forseta. Viðtal þeirra verður birt í bresku sjónvarpi í kvöld. Vísir/AFP Svo virðist sem að Donald Trump Bandaríkjaforseti skorti grunnskilning á loftslagsbreytingum á jörðinni og vísindunum að baki þeim. Í sjónvarpsviðtali fyrir helgi fór forsetinn með ítrekaðar fleipur, meðal annars um að kólna sé á jörðinni, þvert á allar mælingar. Piers Morgan, breski sjónvarpsmaðurinn umdeildi, spurði Trump hvort hann „tryði“ á tilvist loftslagsbreytinga á jörðinni í viðtali sem var tekið fyrir ráðstefnu Alþjóðaefnahagsráðsins í Davos. Virtist Trump annað hvort ekki skilja umræðuefnið eða vísvitandi rangtúlka það. „Það er kólnun og það er hlýnun. Ég meina, sjáðu til, það var einu sinni ekki loftslagsbreytingar, það var einu sinni hnattræn hlýnun. Það virkaði ekki of vel vegna þess að það var að verða of kalt út um allt,“ svaraði Trump í viðtalinu sem á að birtast á ITV-sjónvarpsstöðinni í kvöld, að sögn The Independent. Hnattræn hlýnun og og loftslagsbreytingar eru hugtök sem eru notuð á víxl en lýsa bæði afleiðingum stórfelldrar losunar manna á gróðurhúsalofttegundum. Hnattræn hlýnun lýsir þeirri hlýnun yfirborðs jarðar og sjávar sem hefur átt sér stað. Vísindamenn áætla að hlýnun yfirborðs jarðar nemi nú um 1°C frá tímabilinu fyrir iðnbyltingu. Hugtakið loftslagsbreytingar nær yfir fleiri afleiðingar eins og breytingar á veðurfari og súrnun sjávar.Sjá einnig:Kemur á óvart hversu lítið hlýnun jarðar dróst saman eftir metár Samkvæmt nýjustu mælingum bandarísku vísindastofnananna NASA og NOAA var árið í fyrra það annað eða þriðja hlýjasta frá því að mælingar hófust. Árin þrjú á undan höfðu öll verið þau hlýjustu frá því að mælingar hófust. Sautján af átján hlýjustu árunum frá upphafi hafa verið á þessari öld.Hélt því ranglega fram að ísþekjan væri að slá öll metÞá fabúleraði Bandaríkjaforseti í viðtalinu um að þvert á spár um að íshellur jarðar myndu bráðna þá slái þær nú met og hafi aldrei verið stærri. Það gengur þvert gegn tölum sem NOAA birti fyrr í mánuðinum. Þar kom fram að útbreiðsla hafíssins við Suðurskautslandið hafi aldrei verið minni en í fyrra. Á norðurskautinu var ísþekjan sú önnur minnsta frá upphafi mælinga. Hafísinn á norðurskautinu hefur dregist verulega saman frá því á seinni hluta 20. aldar þegar gervihnattamælingar hófust. Endurtók Trump einnig vanskilning á eðli Parísarsamkomulagsins í loftslagsmálum, sem hann ætlar að draga Bandaríkin út úr. Bandaríkin eru annar stærsti losandi gróðurhúsalofttegunda í heiminum á eftir Kína. Fór forsetinn enn með möntru sína um að hann væri opinn fyrir að taka aftur þátt í samkomulaginu ef Bandaríkin fengju „betri samning“. Aðildarríki Parísarsamkomulagsins ákveða aftur á móti sjálf hvert framlag þeirra á að vera og markmið um samdrátt í losun. Það var breyting sem gerð var frá fyrri tilraunum til að ná bindandi alþjóðlegu samkomulagi um aðgerðir í loftslagsmálum. Ástæðan var meðal annars sú að ómögulegt hefði reynst að koma bindandi samkomulagi í gegnum Bandaríkjaþing vegna andstöðu Repúblikanaflokks Trump. Flokkurinn hefur um árabil þrætt fyrir vísindalega þekkingu á orsökum og afleiðingum loftslagsbreytinga. Donald Trump Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Kemur á óvart hversu lítið hlýnun jarðar dróst saman eftir metár Búist var við að árið 2017 yrði svalara en árin tvö á undan eftir að áhrifa El niño hætti að gæta. Sérfræðingur Veðurstofunnar átti von á tvöfalt meiri kólnun. 19. janúar 2018 17:00 Trump bendir á að það sé kalt og kallar eftir hnattrænni hlýnun Í gegnum tíðina hefur Trump, forseti Bandaríkjanna, ítrekað kallað loftlagsbreytingar af mannavöldum „þvætting“, og „svindl“ sem Kínverjar hafi búið til með þeim tilgangi að draga úr samkeppnishæfni Bandaríkjanna. 29. desember 2017 10:46 Hlýnun fer fram úr viðmiði Parísarsamkomulagsins um miðja öldina Drög að nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna eru ekki bjartsýn á að mönnum takist að ná metnaðarfyllsta markmiði Parísarsamkomulagsins. 12. janúar 2018 10:07 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Fleiri fréttir Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Sjá meira
Svo virðist sem að Donald Trump Bandaríkjaforseti skorti grunnskilning á loftslagsbreytingum á jörðinni og vísindunum að baki þeim. Í sjónvarpsviðtali fyrir helgi fór forsetinn með ítrekaðar fleipur, meðal annars um að kólna sé á jörðinni, þvert á allar mælingar. Piers Morgan, breski sjónvarpsmaðurinn umdeildi, spurði Trump hvort hann „tryði“ á tilvist loftslagsbreytinga á jörðinni í viðtali sem var tekið fyrir ráðstefnu Alþjóðaefnahagsráðsins í Davos. Virtist Trump annað hvort ekki skilja umræðuefnið eða vísvitandi rangtúlka það. „Það er kólnun og það er hlýnun. Ég meina, sjáðu til, það var einu sinni ekki loftslagsbreytingar, það var einu sinni hnattræn hlýnun. Það virkaði ekki of vel vegna þess að það var að verða of kalt út um allt,“ svaraði Trump í viðtalinu sem á að birtast á ITV-sjónvarpsstöðinni í kvöld, að sögn The Independent. Hnattræn hlýnun og og loftslagsbreytingar eru hugtök sem eru notuð á víxl en lýsa bæði afleiðingum stórfelldrar losunar manna á gróðurhúsalofttegundum. Hnattræn hlýnun lýsir þeirri hlýnun yfirborðs jarðar og sjávar sem hefur átt sér stað. Vísindamenn áætla að hlýnun yfirborðs jarðar nemi nú um 1°C frá tímabilinu fyrir iðnbyltingu. Hugtakið loftslagsbreytingar nær yfir fleiri afleiðingar eins og breytingar á veðurfari og súrnun sjávar.Sjá einnig:Kemur á óvart hversu lítið hlýnun jarðar dróst saman eftir metár Samkvæmt nýjustu mælingum bandarísku vísindastofnananna NASA og NOAA var árið í fyrra það annað eða þriðja hlýjasta frá því að mælingar hófust. Árin þrjú á undan höfðu öll verið þau hlýjustu frá því að mælingar hófust. Sautján af átján hlýjustu árunum frá upphafi hafa verið á þessari öld.Hélt því ranglega fram að ísþekjan væri að slá öll metÞá fabúleraði Bandaríkjaforseti í viðtalinu um að þvert á spár um að íshellur jarðar myndu bráðna þá slái þær nú met og hafi aldrei verið stærri. Það gengur þvert gegn tölum sem NOAA birti fyrr í mánuðinum. Þar kom fram að útbreiðsla hafíssins við Suðurskautslandið hafi aldrei verið minni en í fyrra. Á norðurskautinu var ísþekjan sú önnur minnsta frá upphafi mælinga. Hafísinn á norðurskautinu hefur dregist verulega saman frá því á seinni hluta 20. aldar þegar gervihnattamælingar hófust. Endurtók Trump einnig vanskilning á eðli Parísarsamkomulagsins í loftslagsmálum, sem hann ætlar að draga Bandaríkin út úr. Bandaríkin eru annar stærsti losandi gróðurhúsalofttegunda í heiminum á eftir Kína. Fór forsetinn enn með möntru sína um að hann væri opinn fyrir að taka aftur þátt í samkomulaginu ef Bandaríkin fengju „betri samning“. Aðildarríki Parísarsamkomulagsins ákveða aftur á móti sjálf hvert framlag þeirra á að vera og markmið um samdrátt í losun. Það var breyting sem gerð var frá fyrri tilraunum til að ná bindandi alþjóðlegu samkomulagi um aðgerðir í loftslagsmálum. Ástæðan var meðal annars sú að ómögulegt hefði reynst að koma bindandi samkomulagi í gegnum Bandaríkjaþing vegna andstöðu Repúblikanaflokks Trump. Flokkurinn hefur um árabil þrætt fyrir vísindalega þekkingu á orsökum og afleiðingum loftslagsbreytinga.
Donald Trump Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Kemur á óvart hversu lítið hlýnun jarðar dróst saman eftir metár Búist var við að árið 2017 yrði svalara en árin tvö á undan eftir að áhrifa El niño hætti að gæta. Sérfræðingur Veðurstofunnar átti von á tvöfalt meiri kólnun. 19. janúar 2018 17:00 Trump bendir á að það sé kalt og kallar eftir hnattrænni hlýnun Í gegnum tíðina hefur Trump, forseti Bandaríkjanna, ítrekað kallað loftlagsbreytingar af mannavöldum „þvætting“, og „svindl“ sem Kínverjar hafi búið til með þeim tilgangi að draga úr samkeppnishæfni Bandaríkjanna. 29. desember 2017 10:46 Hlýnun fer fram úr viðmiði Parísarsamkomulagsins um miðja öldina Drög að nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna eru ekki bjartsýn á að mönnum takist að ná metnaðarfyllsta markmiði Parísarsamkomulagsins. 12. janúar 2018 10:07 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Fleiri fréttir Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Sjá meira
Kemur á óvart hversu lítið hlýnun jarðar dróst saman eftir metár Búist var við að árið 2017 yrði svalara en árin tvö á undan eftir að áhrifa El niño hætti að gæta. Sérfræðingur Veðurstofunnar átti von á tvöfalt meiri kólnun. 19. janúar 2018 17:00
Trump bendir á að það sé kalt og kallar eftir hnattrænni hlýnun Í gegnum tíðina hefur Trump, forseti Bandaríkjanna, ítrekað kallað loftlagsbreytingar af mannavöldum „þvætting“, og „svindl“ sem Kínverjar hafi búið til með þeim tilgangi að draga úr samkeppnishæfni Bandaríkjanna. 29. desember 2017 10:46
Hlýnun fer fram úr viðmiði Parísarsamkomulagsins um miðja öldina Drög að nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna eru ekki bjartsýn á að mönnum takist að ná metnaðarfyllsta markmiði Parísarsamkomulagsins. 12. janúar 2018 10:07
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent