Þeir pirruðu geta bara farið til Bolungarvíkur Aron Ingi Guðmundsson skrifar 29. janúar 2018 06:00 Það er gaman að spássera um Ísafjörð í góðu veðri. Fréttablaðið/Pjetur Mikil fjölgun hefur verið á komum skemmtiferðaskipa til Ísafjarðar síðastliðin sumur. Gert er ráð fyrir að 110 skemmtiferðaskip komi til bæjarins í sumar, en 100 komu þangað síðastliðið sumar. Árið 2014 komu 50 skemmtiferðaskip til Ísafjarðar og 45.000 farþegar með þeim en farþegarnir voru 100.000 síðasta sumar. Í niðurstöðum viðhorfskönnunar meðal íbúa bæjarins í september síðastliðnum segja 40 prósent svarenda að farþegar skemmtiferðaskipa hafi góð áhrif á bæjarlífið en 35 prósent telja svo ekki vera. „Fólk sem kemur í land frá skipunum virðist halda að það sé komið í eitthvert Disneyland. Það þarf kannski bara að fræða þetta ferðafólk um að við séum venjulegt fólk sem er í vinnu. Við erum gestrisin, en það er óþægilegt að horfast í augu við einhvern í gegnum risa Canon-linsu þegar þú ert að fá þér morgunkaffið á brókinni,“ segir Matthildur Helgadóttir Jónudóttir, íbúi á Ísafirði. Karítas Pálsdóttir, sem býr einnig á Ísafirði, tekur undir þessi orð Matthildar. Hún bætir við að umgengni ferðafólks í bænum sé mjög góð. „Hann verður líflegri bæjarbragurinn á þeim dögum sem farþegarnir eru hér í bænum. Ég verð ekki vör við þennan mannaskít sem sumir segja að þeir skilji eftir sig hingað og þangað. Ég á heima efst í bænum og það er kjörinn staður til að gera þarfir sínar en ég hef ekki orðið vör við það,“ segir Karítas. Þá segir Gunnar Þórðarson, sem einnig býr í bænum, að það muni um tekjurnar sem skipin skili inn. „Ég hef sagt við þá sem eru að pirra sig yfir þessu að þeir geti farið yfir til Bolungarvíkur, það er enginn á götunum þar. Þetta skapar miklar tekjur, þetta er helmingurinn af öllum hafnargjöldum sem Ísafjarðarbær fær. Ég veit um verslanir og þjónustuaðila sem myndu ekki þrífast nema hafa tekjur af þessu,“ segir Gunnar Þórðarson. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira
Mikil fjölgun hefur verið á komum skemmtiferðaskipa til Ísafjarðar síðastliðin sumur. Gert er ráð fyrir að 110 skemmtiferðaskip komi til bæjarins í sumar, en 100 komu þangað síðastliðið sumar. Árið 2014 komu 50 skemmtiferðaskip til Ísafjarðar og 45.000 farþegar með þeim en farþegarnir voru 100.000 síðasta sumar. Í niðurstöðum viðhorfskönnunar meðal íbúa bæjarins í september síðastliðnum segja 40 prósent svarenda að farþegar skemmtiferðaskipa hafi góð áhrif á bæjarlífið en 35 prósent telja svo ekki vera. „Fólk sem kemur í land frá skipunum virðist halda að það sé komið í eitthvert Disneyland. Það þarf kannski bara að fræða þetta ferðafólk um að við séum venjulegt fólk sem er í vinnu. Við erum gestrisin, en það er óþægilegt að horfast í augu við einhvern í gegnum risa Canon-linsu þegar þú ert að fá þér morgunkaffið á brókinni,“ segir Matthildur Helgadóttir Jónudóttir, íbúi á Ísafirði. Karítas Pálsdóttir, sem býr einnig á Ísafirði, tekur undir þessi orð Matthildar. Hún bætir við að umgengni ferðafólks í bænum sé mjög góð. „Hann verður líflegri bæjarbragurinn á þeim dögum sem farþegarnir eru hér í bænum. Ég verð ekki vör við þennan mannaskít sem sumir segja að þeir skilji eftir sig hingað og þangað. Ég á heima efst í bænum og það er kjörinn staður til að gera þarfir sínar en ég hef ekki orðið vör við það,“ segir Karítas. Þá segir Gunnar Þórðarson, sem einnig býr í bænum, að það muni um tekjurnar sem skipin skili inn. „Ég hef sagt við þá sem eru að pirra sig yfir þessu að þeir geti farið yfir til Bolungarvíkur, það er enginn á götunum þar. Þetta skapar miklar tekjur, þetta er helmingurinn af öllum hafnargjöldum sem Ísafjarðarbær fær. Ég veit um verslanir og þjónustuaðila sem myndu ekki þrífast nema hafa tekjur af þessu,“ segir Gunnar Þórðarson.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira