Þeir pirruðu geta bara farið til Bolungarvíkur Aron Ingi Guðmundsson skrifar 29. janúar 2018 06:00 Það er gaman að spássera um Ísafjörð í góðu veðri. Fréttablaðið/Pjetur Mikil fjölgun hefur verið á komum skemmtiferðaskipa til Ísafjarðar síðastliðin sumur. Gert er ráð fyrir að 110 skemmtiferðaskip komi til bæjarins í sumar, en 100 komu þangað síðastliðið sumar. Árið 2014 komu 50 skemmtiferðaskip til Ísafjarðar og 45.000 farþegar með þeim en farþegarnir voru 100.000 síðasta sumar. Í niðurstöðum viðhorfskönnunar meðal íbúa bæjarins í september síðastliðnum segja 40 prósent svarenda að farþegar skemmtiferðaskipa hafi góð áhrif á bæjarlífið en 35 prósent telja svo ekki vera. „Fólk sem kemur í land frá skipunum virðist halda að það sé komið í eitthvert Disneyland. Það þarf kannski bara að fræða þetta ferðafólk um að við séum venjulegt fólk sem er í vinnu. Við erum gestrisin, en það er óþægilegt að horfast í augu við einhvern í gegnum risa Canon-linsu þegar þú ert að fá þér morgunkaffið á brókinni,“ segir Matthildur Helgadóttir Jónudóttir, íbúi á Ísafirði. Karítas Pálsdóttir, sem býr einnig á Ísafirði, tekur undir þessi orð Matthildar. Hún bætir við að umgengni ferðafólks í bænum sé mjög góð. „Hann verður líflegri bæjarbragurinn á þeim dögum sem farþegarnir eru hér í bænum. Ég verð ekki vör við þennan mannaskít sem sumir segja að þeir skilji eftir sig hingað og þangað. Ég á heima efst í bænum og það er kjörinn staður til að gera þarfir sínar en ég hef ekki orðið vör við það,“ segir Karítas. Þá segir Gunnar Þórðarson, sem einnig býr í bænum, að það muni um tekjurnar sem skipin skili inn. „Ég hef sagt við þá sem eru að pirra sig yfir þessu að þeir geti farið yfir til Bolungarvíkur, það er enginn á götunum þar. Þetta skapar miklar tekjur, þetta er helmingurinn af öllum hafnargjöldum sem Ísafjarðarbær fær. Ég veit um verslanir og þjónustuaðila sem myndu ekki þrífast nema hafa tekjur af þessu,“ segir Gunnar Þórðarson. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira
Mikil fjölgun hefur verið á komum skemmtiferðaskipa til Ísafjarðar síðastliðin sumur. Gert er ráð fyrir að 110 skemmtiferðaskip komi til bæjarins í sumar, en 100 komu þangað síðastliðið sumar. Árið 2014 komu 50 skemmtiferðaskip til Ísafjarðar og 45.000 farþegar með þeim en farþegarnir voru 100.000 síðasta sumar. Í niðurstöðum viðhorfskönnunar meðal íbúa bæjarins í september síðastliðnum segja 40 prósent svarenda að farþegar skemmtiferðaskipa hafi góð áhrif á bæjarlífið en 35 prósent telja svo ekki vera. „Fólk sem kemur í land frá skipunum virðist halda að það sé komið í eitthvert Disneyland. Það þarf kannski bara að fræða þetta ferðafólk um að við séum venjulegt fólk sem er í vinnu. Við erum gestrisin, en það er óþægilegt að horfast í augu við einhvern í gegnum risa Canon-linsu þegar þú ert að fá þér morgunkaffið á brókinni,“ segir Matthildur Helgadóttir Jónudóttir, íbúi á Ísafirði. Karítas Pálsdóttir, sem býr einnig á Ísafirði, tekur undir þessi orð Matthildar. Hún bætir við að umgengni ferðafólks í bænum sé mjög góð. „Hann verður líflegri bæjarbragurinn á þeim dögum sem farþegarnir eru hér í bænum. Ég verð ekki vör við þennan mannaskít sem sumir segja að þeir skilji eftir sig hingað og þangað. Ég á heima efst í bænum og það er kjörinn staður til að gera þarfir sínar en ég hef ekki orðið vör við það,“ segir Karítas. Þá segir Gunnar Þórðarson, sem einnig býr í bænum, að það muni um tekjurnar sem skipin skili inn. „Ég hef sagt við þá sem eru að pirra sig yfir þessu að þeir geti farið yfir til Bolungarvíkur, það er enginn á götunum þar. Þetta skapar miklar tekjur, þetta er helmingurinn af öllum hafnargjöldum sem Ísafjarðarbær fær. Ég veit um verslanir og þjónustuaðila sem myndu ekki þrífast nema hafa tekjur af þessu,“ segir Gunnar Þórðarson.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira