Niinistö með sögulegan sigur Atli Ísleifsson skrifar 29. janúar 2018 08:37 Sauli Niinistö hlaut um 62 prósent atkvæða. Vísir/AFP Sauli Niinistö vann sögulegan sigur í finnsku forsetakosningunum sem fram fóru í gær. Forsetinn hlaut um 62 prósent atkvæða og er þetta í fyrsta sinn sem ekki þarf að grípa til annarrar umferðar í finnsku forsetakosningunum frá því að núgildandi kosningakerfi var tekið upp árið 1994. Niinistö tók við embættinu árið 2012 og er nú ljóst að hann mun gegna embættinu í sex ár til viðbótar. „Ég er bæði hissa og þakklátur fyrir þennan mikla stuðning,“ sagði Niinistö þegar ljóst var hvert stefndi.Minni þátttaka Helsti keppinautur forsetans, Pekka Haavisto, frambjóðandi Græningja, hlaut 12,8 prósent atkvæða. Kosningaþátttakan var 69,9 prósent, nokkru minni en í síðustu forsetakosningum þar sem þátttakan var 72,8 prósent. Athygli vakti að 36,1 prósent kosningabærra Finna greiddu atkvæði utan kjörfundar.Eiga von á sínu fyrsta barni saman Í forsetatíð sinni hefur Niinistö unnið að því að koma á jafnvægi í samskiptum Finna við útlönd. Þannig hefur Niinistö bætt samskiptin við nágrannann í austri og vakti það athygli þegar hann og Vladimír Pútín Rússlandsforseti spiluðu saman íshokkíleik árið 2012. Á sama tíma hefur Niinistö unnið að nánari samskiptum Finna við Bandaríkin og NATO. Annars er það helst að frétta af hinum 69 ára forseta að hann og eiginkonan Jenni Haukio eiga von á sínu fyrsta barni saman í febrúar. Finnland Norðurlönd Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Sjá meira
Sauli Niinistö vann sögulegan sigur í finnsku forsetakosningunum sem fram fóru í gær. Forsetinn hlaut um 62 prósent atkvæða og er þetta í fyrsta sinn sem ekki þarf að grípa til annarrar umferðar í finnsku forsetakosningunum frá því að núgildandi kosningakerfi var tekið upp árið 1994. Niinistö tók við embættinu árið 2012 og er nú ljóst að hann mun gegna embættinu í sex ár til viðbótar. „Ég er bæði hissa og þakklátur fyrir þennan mikla stuðning,“ sagði Niinistö þegar ljóst var hvert stefndi.Minni þátttaka Helsti keppinautur forsetans, Pekka Haavisto, frambjóðandi Græningja, hlaut 12,8 prósent atkvæða. Kosningaþátttakan var 69,9 prósent, nokkru minni en í síðustu forsetakosningum þar sem þátttakan var 72,8 prósent. Athygli vakti að 36,1 prósent kosningabærra Finna greiddu atkvæði utan kjörfundar.Eiga von á sínu fyrsta barni saman Í forsetatíð sinni hefur Niinistö unnið að því að koma á jafnvægi í samskiptum Finna við útlönd. Þannig hefur Niinistö bætt samskiptin við nágrannann í austri og vakti það athygli þegar hann og Vladimír Pútín Rússlandsforseti spiluðu saman íshokkíleik árið 2012. Á sama tíma hefur Niinistö unnið að nánari samskiptum Finna við Bandaríkin og NATO. Annars er það helst að frétta af hinum 69 ára forseta að hann og eiginkonan Jenni Haukio eiga von á sínu fyrsta barni saman í febrúar.
Finnland Norðurlönd Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Sjá meira