Eiður Smári: Þegar við komum heim frá Frakklandi var næstum því eins og við hefðum unnið EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. janúar 2018 11:30 Eiður Smári Guðjohnsen á EM 2016. Vísir/Getty Eiður Smári Guðjohnsen er kominn til Indónesíu frá Kína og hann hélt í dag blaðamannafund á vegum Knattspyrnsambands Indónesíu í tilefni af tveimur vináttulandsleikjum Íslands og Indónesíu. Indónesíska knattspyrnusambandið bauð Eiði Smára til landsins í tilefni af leikjunum en hann er líklega þekktasti fótboltamaður Íslands frá upphafi enda varð hann á sínum tíma enskur meistari með Chelsea og vann þrefalt með Barcelona. Eiður Smári var spurður út í ýmislegt á blaðamannfundinum en að sjálfsögðu mest út í íslenska landsliðið og frábæran árangur þess á síðustu árum. Eiður Smári var með liðinu þegar liðið komst í átta liða úrslitin á EM 2016 en fylgdist með úr fjarlægð þegar liðið tryggði sér þátttökurétt á HM í fyrsta sinn. Hér fyrir neðan má sjá tengil á blaðamannafund Eiðs Smára Guðjohnsen í dag.Press Conference: PSSI, Mediapro Asia & Eidur Gudjohnsen https://t.co/dhemfQVxWk — PSSI - FAI (@pssi__fai) January 10, 2018Vísir/GettyEiður Smári var meðal annars spurður út í möguleika Íslands á HM í Rússlands næsta sumar: „Þetta snýst svolítið um hvaða möguleika við erum að tala því við þurfum að horfa raunhæft á stöðuna. Það eru ekki miklar líkur á því að við verðum heimsmeistarar en ég vil svara þessari spurningu á sama hátt og ég gerði þegar við fórum á EM,“ sagði Eiður Smári. „Okkar markmið á að vera það að þegar leikmennirnir koma heim þá á þeim að líða eins og þeir hafi gefið allt sitt í þetta, skilið allt eftir á vellinum. Þeirra markmið er að geta gengið af velli eftir síðasta flautið með höfuðið hátt. Það gerðum við á Evrópumeistaramótinu í Frakklandi,“ sagði Eiður Smári.Vísir/AFP„Þegar við komum heim til Íslands eftir EM í Fraklandi þá var næstum því eins og við hefðum unnið mótið. Við gáfum fólkinu okkar svo mikla gleði ekki bara þeim sem komu til Frakklands heldur einnig fólkinu heima,“ sagði Eiður Smári. „Okkur finnst við hafa gefið heiminum mjög jákvæða mynd af Íslandi og það ætti líka að vera markmiðið okkar núna,“ sagði Eiður Smári. EM 2016 í Frakklandi HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Fleiri fréttir Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Raphinha áfram í stuði þegar Barcelona fór örugglega áfram Skilur ekkert í gagnrýninni sem Mbappé fær Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen er kominn til Indónesíu frá Kína og hann hélt í dag blaðamannafund á vegum Knattspyrnsambands Indónesíu í tilefni af tveimur vináttulandsleikjum Íslands og Indónesíu. Indónesíska knattspyrnusambandið bauð Eiði Smára til landsins í tilefni af leikjunum en hann er líklega þekktasti fótboltamaður Íslands frá upphafi enda varð hann á sínum tíma enskur meistari með Chelsea og vann þrefalt með Barcelona. Eiður Smári var spurður út í ýmislegt á blaðamannfundinum en að sjálfsögðu mest út í íslenska landsliðið og frábæran árangur þess á síðustu árum. Eiður Smári var með liðinu þegar liðið komst í átta liða úrslitin á EM 2016 en fylgdist með úr fjarlægð þegar liðið tryggði sér þátttökurétt á HM í fyrsta sinn. Hér fyrir neðan má sjá tengil á blaðamannafund Eiðs Smára Guðjohnsen í dag.Press Conference: PSSI, Mediapro Asia & Eidur Gudjohnsen https://t.co/dhemfQVxWk — PSSI - FAI (@pssi__fai) January 10, 2018Vísir/GettyEiður Smári var meðal annars spurður út í möguleika Íslands á HM í Rússlands næsta sumar: „Þetta snýst svolítið um hvaða möguleika við erum að tala því við þurfum að horfa raunhæft á stöðuna. Það eru ekki miklar líkur á því að við verðum heimsmeistarar en ég vil svara þessari spurningu á sama hátt og ég gerði þegar við fórum á EM,“ sagði Eiður Smári. „Okkar markmið á að vera það að þegar leikmennirnir koma heim þá á þeim að líða eins og þeir hafi gefið allt sitt í þetta, skilið allt eftir á vellinum. Þeirra markmið er að geta gengið af velli eftir síðasta flautið með höfuðið hátt. Það gerðum við á Evrópumeistaramótinu í Frakklandi,“ sagði Eiður Smári.Vísir/AFP„Þegar við komum heim til Íslands eftir EM í Fraklandi þá var næstum því eins og við hefðum unnið mótið. Við gáfum fólkinu okkar svo mikla gleði ekki bara þeim sem komu til Frakklands heldur einnig fólkinu heima,“ sagði Eiður Smári. „Okkur finnst við hafa gefið heiminum mjög jákvæða mynd af Íslandi og það ætti líka að vera markmiðið okkar núna,“ sagði Eiður Smári.
EM 2016 í Frakklandi HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Fleiri fréttir Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Raphinha áfram í stuði þegar Barcelona fór örugglega áfram Skilur ekkert í gagnrýninni sem Mbappé fær Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Sjá meira
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti