Skólastjóri segir þetta hafa verið fjölskyldu „í krísu“ Atli Ísleifsson skrifar 11. janúar 2018 12:32 Lögregla á Skáni hefur lítið viljað segja um framgang rannsóknarinnar á harmleiknum í Bjärred. Vísir/Getty Talsmaður lögreglu á Skáni í Svíþjóð segir að vísbendingar hafi fundist um hvað hafi leitt til dauða fjölskyldunnar í Bjärred á þriðjudagskvöld. Lögregla vill að öðru leyti lítið tjá sig um málið að svo stöddu. Tvær stúlkur og foreldrar þeirra fundust látin á heimili fjölskyldunnar í Bjärred, vestur af Lundi. Yfirmaður fjölskylduföðurins hafði gert lögreglu viðvart eftir að faðirinn hafði ekki skilað sér til vinnu þann daginn, sama dag og ráðstefna sem hann var að skipuleggja fór fram. Lögregla kom svo að fjölskyldunni látinni og gaf það fljótt út að enginn utanaðkomandi væri grunaður um verknaðinn. Ekki hefur verið gefið upp hvað hafi dregið fólkið til dauða. Ekkert bendi þó til að um óhapp hafi verið að ræða.Fengu heimakennslu Á fréttamannafundi fulltrúa sveitarfélagsins í gær kom fram að stúlkurnar tvær, sem voru fjórtán og ellefu ára, hafi fengið heimakennslu um margra ára skeið „ af læknisfræðilegum ástæðum“. Þetta kemur fram í frétt Aftonbladet. Margareta Strand Karlsson, skólastjóri í skóla yngri stúlkunnar, lýsti því hvernig starfsmenn skólans hafi lengi reynt að aðstoða fjölskylduna. „Þetta var fjölskylda í djúpri krísu sem þjáðist vegna þeirra aðstæðna sem hún var í,“ segir skólastjórinn án þess að útskýra nánar hverjar þær aðstæður voru. Lögregla rannsakar málið sem morð og reynir nú að draga upp mynd af því hvað hafi gerst og af hverju. Nánir fjölskyldumeðlimir hafa verið teknir í yfirheyrslu til að fá skýrari mynd af högum fjölskyldunnar og þá hefur lögregla verið að fínkemba húsið í leit að vísbendingum. Norðurlönd Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira
Talsmaður lögreglu á Skáni í Svíþjóð segir að vísbendingar hafi fundist um hvað hafi leitt til dauða fjölskyldunnar í Bjärred á þriðjudagskvöld. Lögregla vill að öðru leyti lítið tjá sig um málið að svo stöddu. Tvær stúlkur og foreldrar þeirra fundust látin á heimili fjölskyldunnar í Bjärred, vestur af Lundi. Yfirmaður fjölskylduföðurins hafði gert lögreglu viðvart eftir að faðirinn hafði ekki skilað sér til vinnu þann daginn, sama dag og ráðstefna sem hann var að skipuleggja fór fram. Lögregla kom svo að fjölskyldunni látinni og gaf það fljótt út að enginn utanaðkomandi væri grunaður um verknaðinn. Ekki hefur verið gefið upp hvað hafi dregið fólkið til dauða. Ekkert bendi þó til að um óhapp hafi verið að ræða.Fengu heimakennslu Á fréttamannafundi fulltrúa sveitarfélagsins í gær kom fram að stúlkurnar tvær, sem voru fjórtán og ellefu ára, hafi fengið heimakennslu um margra ára skeið „ af læknisfræðilegum ástæðum“. Þetta kemur fram í frétt Aftonbladet. Margareta Strand Karlsson, skólastjóri í skóla yngri stúlkunnar, lýsti því hvernig starfsmenn skólans hafi lengi reynt að aðstoða fjölskylduna. „Þetta var fjölskylda í djúpri krísu sem þjáðist vegna þeirra aðstæðna sem hún var í,“ segir skólastjórinn án þess að útskýra nánar hverjar þær aðstæður voru. Lögregla rannsakar málið sem morð og reynir nú að draga upp mynd af því hvað hafi gerst og af hverju. Nánir fjölskyldumeðlimir hafa verið teknir í yfirheyrslu til að fá skýrari mynd af högum fjölskyldunnar og þá hefur lögregla verið að fínkemba húsið í leit að vísbendingum.
Norðurlönd Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira