Gray Line kærir Isavia fyrir „ofurgjaldtöku“ Þórdís Valsdóttir skrifar 13. janúar 2018 11:45 Þórir Garðarsson stjórnarformaður Gray Line segir að fyrirhuguð gjaldtaka Isavia muni koma niður á neytendum. Vísir/pjetur Ferðaþjónustufyrirtækið Gray Line hefur sent Samkeppniseftirlitinu kæru vegna misnotkunar Isavia á einokunarstöðu á Keflavíkurflugvelli. Fyrirtækið telur að fyrirhuguð gjaldtaka Isavia af rútum við flugstöðina sé „ofurgjaldtaka“. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Gray Line. Isavia mun hefja gjaldtöku á stæðum fyrir hópferðabifreiðar við Flugstöð Leifs Eiríkssonar þann 1. mars næstkomandi og verður gjaldið á bilinu 7.900 krónur til 19.900 krónur, eftir stærð bifreiðanna. Gjaldið verður innheimt af hópferðabílum sem nýta svokölluð fjarstæði, fjarri flugstöðinni. Gray Line telur að gjaldið sé margfalt hærra en eðlilegt getur talist og stríði alvarlega gegn hagsmunum neytenda. Í kæru sinni bendir Gray Line á að samskonar gjald á Heathrow flugvelli í London er 3.900 krónur fyrir stóra hópferðabíla og að gjald Isavia sé því fimmfalt hærra. „Ofurgjaldtaka í skjóli einokunar lendir að sjálfsögðu á engum öðrum en flugfarþegum. Gera má ráð fyrir að fargjald þurfi að hækka um þrjátíu til fimmtíu prósent hjá öllum hópferðafyrirtækjum til að Isavia fái sitt. Farþegar fá ekkert meiri eða betri þjónustu. Isavia tekur þá einfaldlega í gíslingu og heimtar lausnargjald svo þeir komist frá flugstöðinni,“ segir Þórir Garðarsson stjórnarformaður Gray Line í tilkynningunni.Vilja að Samkeppniseftirlitið taki ákvörðun til bráðabirgða Gray Line fer þess á leit við Samkeppniseftirlitið að það taki ákvörðun til bráðabirgða til þess að stöðva fyrirhugaða gjaldtöku Isavia. Gray Line hefur einnig áhyggjur af því að hækkun á verðskrá fyrirtækisins muni hafa slæm áhrif á viðskiptasambönd við erlenda aðila í ferðaþjónustu. Gray Line vísar í tilkynningu Isavia um gjaldtökuna og segir að ástæður gjaldtökunnar stríði gegn banni samkeppnislaga við misnotkun markaðsráðandi stöðu og að þau muni koma niður á samkeppni í farðþegaflutningum til og frá Keflavíkurflugvelli. „Í tilkynningu Isavia um gjaldtökuna var sérstaklega tekið fram að innheimta þyrfti þessi gjöld af óflugtengdri starfsemi þar sem ekki væri hægt að hækka gjöld af flugtengdri starfsemi af samkeppnisástæðum. Isavia virðist því ætla að misnota einokunarstöðu sína til að innheimta himinhá stæðisgjöld af hópferðafyrirtækjum til að niðurgreiða flugtengd gjöld,“ segir í kærunni. Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Ferðaþjónustufyrirtækið Gray Line hefur sent Samkeppniseftirlitinu kæru vegna misnotkunar Isavia á einokunarstöðu á Keflavíkurflugvelli. Fyrirtækið telur að fyrirhuguð gjaldtaka Isavia af rútum við flugstöðina sé „ofurgjaldtaka“. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Gray Line. Isavia mun hefja gjaldtöku á stæðum fyrir hópferðabifreiðar við Flugstöð Leifs Eiríkssonar þann 1. mars næstkomandi og verður gjaldið á bilinu 7.900 krónur til 19.900 krónur, eftir stærð bifreiðanna. Gjaldið verður innheimt af hópferðabílum sem nýta svokölluð fjarstæði, fjarri flugstöðinni. Gray Line telur að gjaldið sé margfalt hærra en eðlilegt getur talist og stríði alvarlega gegn hagsmunum neytenda. Í kæru sinni bendir Gray Line á að samskonar gjald á Heathrow flugvelli í London er 3.900 krónur fyrir stóra hópferðabíla og að gjald Isavia sé því fimmfalt hærra. „Ofurgjaldtaka í skjóli einokunar lendir að sjálfsögðu á engum öðrum en flugfarþegum. Gera má ráð fyrir að fargjald þurfi að hækka um þrjátíu til fimmtíu prósent hjá öllum hópferðafyrirtækjum til að Isavia fái sitt. Farþegar fá ekkert meiri eða betri þjónustu. Isavia tekur þá einfaldlega í gíslingu og heimtar lausnargjald svo þeir komist frá flugstöðinni,“ segir Þórir Garðarsson stjórnarformaður Gray Line í tilkynningunni.Vilja að Samkeppniseftirlitið taki ákvörðun til bráðabirgða Gray Line fer þess á leit við Samkeppniseftirlitið að það taki ákvörðun til bráðabirgða til þess að stöðva fyrirhugaða gjaldtöku Isavia. Gray Line hefur einnig áhyggjur af því að hækkun á verðskrá fyrirtækisins muni hafa slæm áhrif á viðskiptasambönd við erlenda aðila í ferðaþjónustu. Gray Line vísar í tilkynningu Isavia um gjaldtökuna og segir að ástæður gjaldtökunnar stríði gegn banni samkeppnislaga við misnotkun markaðsráðandi stöðu og að þau muni koma niður á samkeppni í farðþegaflutningum til og frá Keflavíkurflugvelli. „Í tilkynningu Isavia um gjaldtökuna var sérstaklega tekið fram að innheimta þyrfti þessi gjöld af óflugtengdri starfsemi þar sem ekki væri hægt að hækka gjöld af flugtengdri starfsemi af samkeppnisástæðum. Isavia virðist því ætla að misnota einokunarstöðu sína til að innheimta himinhá stæðisgjöld af hópferðafyrirtækjum til að niðurgreiða flugtengd gjöld,“ segir í kærunni.
Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira