Aziz Ansari svarar ásökun um kynferðisofbeldi Kjartan Kjartansson skrifar 15. janúar 2018 08:05 Ansari er þekktastur fyrir hlutverk sín í þáttunum Parks and Recreation og Master of None. Vísir/AFP Bandaríski gamanleikarinn Aziz Ansari segir í yfirlýsingu að hann hafi talið að kynferðisleg samskipti sem hann átti við 23 ára gamla konu í fyrra hafi verið með vilja beggja. Konan sakar Ansari um að hafa brotið á sér á stefnumóti. Saga hennar var birt á vefmiðlinum Babe um helgina. Ekki hefur verið greint frá nafni konunnar opinberlega en þau Ansari fóru á stefnumót í fyrra. Hún segir að Ansari hafi ítrekað haft frumkvæði að kynferðislegum athöfnum þrátt fyrir að hún hefði gefið til kynna að hún hefði ekki áhuga á þeim heima hjá leikaranum eftir kvöldverð sem þau snæddu saman. Að sögn konunnar hunsaði Ansari merkin sem hún sendi honum um að hún vildi ekki kynlíf. Henni hafi liðið afar óþægilega og hún hafi á endanum farið grátandi heim í leigubíl. Það hafi tekið hana nokkurn tíma að gera sér grein fyrir því að það sem átti sér stað hafi verið kynferðisárás. Segist hafa tekið orð konunnar til sín Í yfirlýsingu sem fulltrúi Ansari gaf út fyrir hans hönd segir að leikarinn hafi talið að það sem átti sér stað hafi algerlega verið með vilja þeirra beggja. Ansari viðurkennir að þau hafi farið á stefnumót og stundað kynferðislegar athafnir. Konan hafi síðar sagt honum í skilaboðum að henni hefði liðið óþægilega eftir á að hyggja, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Það var satt að allt virtist í lagi frá mínum bæjardyrum séð þannig að þegar ég heyrði af því að hún væri ekki sama sinnis þá var ég hissa og ringlaður,“ segir leikarinn. Hann hafi tekið orð konunnar til sín og svarað henni eftir að hafa melt þau. Leikarinn hefur stutt #MeToo-hreyfinguna opinberlega og segist halda því áfram nú. Hún sé bæði nauðsynleg og tímabær. Ansari er þekktastur fyrir hlutverk sín í þáttunum „Parks and Recreation“ og „Master of None“. Hann hefur meðal annars hlotið Golden Globe- og Emmy-verðlaun fyrir síðarnefndu þáttaröðina. MeToo Hollywood Bandaríkin Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira
Bandaríski gamanleikarinn Aziz Ansari segir í yfirlýsingu að hann hafi talið að kynferðisleg samskipti sem hann átti við 23 ára gamla konu í fyrra hafi verið með vilja beggja. Konan sakar Ansari um að hafa brotið á sér á stefnumóti. Saga hennar var birt á vefmiðlinum Babe um helgina. Ekki hefur verið greint frá nafni konunnar opinberlega en þau Ansari fóru á stefnumót í fyrra. Hún segir að Ansari hafi ítrekað haft frumkvæði að kynferðislegum athöfnum þrátt fyrir að hún hefði gefið til kynna að hún hefði ekki áhuga á þeim heima hjá leikaranum eftir kvöldverð sem þau snæddu saman. Að sögn konunnar hunsaði Ansari merkin sem hún sendi honum um að hún vildi ekki kynlíf. Henni hafi liðið afar óþægilega og hún hafi á endanum farið grátandi heim í leigubíl. Það hafi tekið hana nokkurn tíma að gera sér grein fyrir því að það sem átti sér stað hafi verið kynferðisárás. Segist hafa tekið orð konunnar til sín Í yfirlýsingu sem fulltrúi Ansari gaf út fyrir hans hönd segir að leikarinn hafi talið að það sem átti sér stað hafi algerlega verið með vilja þeirra beggja. Ansari viðurkennir að þau hafi farið á stefnumót og stundað kynferðislegar athafnir. Konan hafi síðar sagt honum í skilaboðum að henni hefði liðið óþægilega eftir á að hyggja, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Það var satt að allt virtist í lagi frá mínum bæjardyrum séð þannig að þegar ég heyrði af því að hún væri ekki sama sinnis þá var ég hissa og ringlaður,“ segir leikarinn. Hann hafi tekið orð konunnar til sín og svarað henni eftir að hafa melt þau. Leikarinn hefur stutt #MeToo-hreyfinguna opinberlega og segist halda því áfram nú. Hún sé bæði nauðsynleg og tímabær. Ansari er þekktastur fyrir hlutverk sín í þáttunum „Parks and Recreation“ og „Master of None“. Hann hefur meðal annars hlotið Golden Globe- og Emmy-verðlaun fyrir síðarnefndu þáttaröðina.
MeToo Hollywood Bandaríkin Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira