Innlent

Sigríður gefur kost á sér í 3. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi

Samúel Karl Ólason skrifar
Sigríður Sigmarsdóttir, varaformaður Íþrótta- og tómstundanefndar Seltjarnarness.
Sigríður Sigmarsdóttir, varaformaður Íþrótta- og tómstundanefndar Seltjarnarness.
Sigríður Sigmarsdóttir, varaformaður Íþrótta- og tómstundanefndar Seltjarnarness, gefur kost á sér í 3. sæti lista Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi í prófkjöri þann 20. janúar næstkomandi.

Síðustu 17 ár hefur Sigríður tekið virkan þátt í félags- og íþróttastarfi á Seltjarnarnesi, þar af í Íþrótta- og tómstundanefnd undanfarin 4 ár.

Sigríður leggur áherslu á lausnamiðaða framtíðarsýn fyrir bæjarfélagið, til að takast á við aukna umferð, fjölgun skólabarna, fjölgun aldraðra og vaxandi þörf fyrir fjölskylduþjónustu.

„Ég tel það jafnréttismál að leysa dagvistun barna að loknu lögbundnu fæðingarorlofi og vil sjá nýjan leikskóla byggðan sem sameinar allar þrjár starfsstöðvarnar í eina byggingu með nútíma vinnuaðstöðu fyrir starfsmenn og börnin okkar,“ segir Sigríður.

„Ég vil bæta húsnæðismál fyrir dagvistun og tómstundastarf aldraðra og taka upp sérstaka lýðheilsuheilsustefnu fyrir eldri borgara með það að markmiði að fólk geti búið lengur heima og sem styrkir félagslega virkni. Ég vil að málefnum fatlaðra sé komið á hendur eins aðila, sérstaks tengiliðar, svo að fjölskyldur fatlaðra einstaklinga geti leitað á einn stað eftir aðstoð. Síðast en ekki síst vil ég auka endurvinnslu bæjarbúa og einfalda íbúum að flokka enn frekar heimilissorpið. Þetta ásamt sterkri fjármálastjórn og lækkun fasteignaskatta eru mín áherslumál.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×