Lífið

Guðmundur og Margrét selja raðhús sitt í Vesturbænum á 72 milljónir

Stefán Árni Pálsson skrifar
Einstaklega falleg eign.
Einstaklega falleg eign. visir/stefán
Útvarpsmaðurinn og Baggalúturinn Guðmundur Pálsson og eiginkona hans Margrét María Leifsdóttir hafa sett raðhús sitt við Kaplaskjólsveg í Vesturbænum á sölu en ásett verð er 71,9 milljónir.

Eignin er 140 fermetrar og var húsið byggt árið 1957. Fasteignamatið er um 60 milljónir.

Suðurgarður er við húsið með timburverönd ásamt rúmgóðum suðursvölum. Hjónin fóru ásamt fjórum börnum sínum í mikla Evrópureisu árið 2014 og ferðuðust þau um álfuna í tíu mánuði. Nú er komið að flutningum hér innanlands.

Hér að neðan má sjá skemmtilegar myndir úr Vesturbænum.

Raðhús í frábæru hverfi.
Húsið er á nokkrum pöllum.
Borðstofan virkilega björt og skemmtileg.
Skemmtilegt eldhús.
Rúmgott hjónaherbergi.
Suðurgarður.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.