Innlent

Gunnar Atli aðstoðar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra

Samúel Karl Ólason skrifar
Gunnar Atli Gunnarsson.
Gunnar Atli Gunnarsson. Vísir/Stefán
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur ráðið Gunnar Atla Gunnarsson sem aðstoðarmann sinn. Hann hefur störf í ráðuneytinu í dag. Kristján Þór mun þar með hafa tvo aðstoðarmenn en fyrir er Inga Hrefna Sveinbjarnardóttir sem er sem stendur í fæðingarorlofi.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu.

Gunnar Atli er stúdent frá Menntaskólanum á Ísafirði, með Mag. Jur. í lögfræði frá Háskóla Íslands 2015 og öðlaðist málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi 2017. Hann hefur meðal annars starfað sem lögfræðingur hjá Fjármálaeftirlitinu og sem fréttamaður á Stöð 2. Undanfarið hefur hann starfað sem lögmaður hjá Landslögum lögfræðistofu en lætur nú af störfum þar til að gegna starfi aðstoðarmanns.

Gunnar Atli er fæddur árið 1988. Sambýliskona hans er Brynja Gunnarsdóttir, tannlæknir, og eiga þau tvö börn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×