Nánast með svuntuna í útkalli á Ármannsfelli Benedikt Bóas skrifar 2. janúar 2018 07:00 Um 20 björgunarsveitarmenn fóru af stað í verkefnið og fyrstu hópar voru komnir á svæðið um klukkan sjö þegar flestir voru að borða áramótasteikina. „Það voru nokkrir sem fóru í þetta útkall sem voru varla sestir við matarborðið eða voru að elda og þeir þurftu bara að biðjast afsökunar og hlaupa út,“ segir Ármann Ingi Sigurðsson, formaður Björgunarfélags Árborgar, en björgunarsveitir í Árnessýslu voru kallaðar út á sjöunda tímanum á gamlárskvöld vegna fjögurra kvenna sem lentu í vandræðum efst í hlíðum Ármannsfells, norðan Þingvallavatns.Konurnar treystu sér ekki til að halda áfram þar sem mikil ísing var í hlíðum fjallsins. Ármann Ingi segir að þær hafi gert allt rétt með því að hringja áður en þær komust í meiri vandræði.Mynd/LandsbjörgKonurnar treystu sér ekki til að halda áfram niður fjallið þar sem mikil ísing var í hlíðum þess. Rúmlega 20 björgunarsveitarmenn stukku af stað í verkefnið og fyrstu hópar voru komnir á svæðið klukkutíma síðar. „Það þarf að eiga góða og skilningsríka fjölskyldu til að geta staðið upp á gamlársdag klukkan sex til að bjarga öðrum. En þetta er ákveðin lífsstíll,“ bætir hann við. Einn hópur var meira að segja enn í bækistöð Björgunarfélags Árborgar á Selfossi eftir að hafa lokið við flugeldasölu, þegar útkallið barst. „Ég kallaði út alla sýsluna því ég vissi að það yrði erfitt að manna þetta útkall,“ segir Ármann en hver sveit hefur sitt svæði og ef útkall er á því svæði er sú björgunarsveit boðuð. Vegna tímasetningarinnar var ákveðið að senda boð á allar sveitir og gátu 20 manns lagt allt sitt til hliðar til að aðstoða konurnar fjórar – sem höfðu verið í gamlársgöngu. Konurnar voru íslenskar og segir Ármann að þær hafi gert allt rétt. Þær hafi lent í vandræðum og hringt á aðstoð áður en þær færu sér að voða. „Það var engin stórhætta. En niðurgangan hefur trúlega verið neyðarleg. Þegar lögreglan hringdi, þá spurði ég hvort þetta væri ekki örugglega grín. Útkall klukkan 18 á gamlársdag. En maður býst alltaf við að kallið komi.“ Ármann segir að nóg sé búið að vera að gera hjá björgunarsveitum sýslunnar um jólahátíðina. Rútuslysið hörmulega, leit að manni á Hofsjökli og svo þetta, svo fátt eitt sé nefnt. Því sé ágætt til þess að vita að flugeldasalan hafi gengið vel. „Það sem þarf að skoða er að þetta er ekki fjáröflun sem verður til að eilífu. Það þarf að skoða hvernig þarf að fjármagna reksturinn í framtíðinni. Það eru um 50-70 útköll á ári á björgunarsveitirnar hér í Árnessýslu sem er heilmikið álag á oft litlar sveitir.“ Konurnar komust heilu og höldnu niður fjallið og sömuleiðis björgunarsveitarfólkið og beið ilmandi áramótasteikin eftir flestum, köld en bragðgóð. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira
„Það voru nokkrir sem fóru í þetta útkall sem voru varla sestir við matarborðið eða voru að elda og þeir þurftu bara að biðjast afsökunar og hlaupa út,“ segir Ármann Ingi Sigurðsson, formaður Björgunarfélags Árborgar, en björgunarsveitir í Árnessýslu voru kallaðar út á sjöunda tímanum á gamlárskvöld vegna fjögurra kvenna sem lentu í vandræðum efst í hlíðum Ármannsfells, norðan Þingvallavatns.Konurnar treystu sér ekki til að halda áfram þar sem mikil ísing var í hlíðum fjallsins. Ármann Ingi segir að þær hafi gert allt rétt með því að hringja áður en þær komust í meiri vandræði.Mynd/LandsbjörgKonurnar treystu sér ekki til að halda áfram niður fjallið þar sem mikil ísing var í hlíðum þess. Rúmlega 20 björgunarsveitarmenn stukku af stað í verkefnið og fyrstu hópar voru komnir á svæðið klukkutíma síðar. „Það þarf að eiga góða og skilningsríka fjölskyldu til að geta staðið upp á gamlársdag klukkan sex til að bjarga öðrum. En þetta er ákveðin lífsstíll,“ bætir hann við. Einn hópur var meira að segja enn í bækistöð Björgunarfélags Árborgar á Selfossi eftir að hafa lokið við flugeldasölu, þegar útkallið barst. „Ég kallaði út alla sýsluna því ég vissi að það yrði erfitt að manna þetta útkall,“ segir Ármann en hver sveit hefur sitt svæði og ef útkall er á því svæði er sú björgunarsveit boðuð. Vegna tímasetningarinnar var ákveðið að senda boð á allar sveitir og gátu 20 manns lagt allt sitt til hliðar til að aðstoða konurnar fjórar – sem höfðu verið í gamlársgöngu. Konurnar voru íslenskar og segir Ármann að þær hafi gert allt rétt. Þær hafi lent í vandræðum og hringt á aðstoð áður en þær færu sér að voða. „Það var engin stórhætta. En niðurgangan hefur trúlega verið neyðarleg. Þegar lögreglan hringdi, þá spurði ég hvort þetta væri ekki örugglega grín. Útkall klukkan 18 á gamlársdag. En maður býst alltaf við að kallið komi.“ Ármann segir að nóg sé búið að vera að gera hjá björgunarsveitum sýslunnar um jólahátíðina. Rútuslysið hörmulega, leit að manni á Hofsjökli og svo þetta, svo fátt eitt sé nefnt. Því sé ágætt til þess að vita að flugeldasalan hafi gengið vel. „Það sem þarf að skoða er að þetta er ekki fjáröflun sem verður til að eilífu. Það þarf að skoða hvernig þarf að fjármagna reksturinn í framtíðinni. Það eru um 50-70 útköll á ári á björgunarsveitirnar hér í Árnessýslu sem er heilmikið álag á oft litlar sveitir.“ Konurnar komust heilu og höldnu niður fjallið og sömuleiðis björgunarsveitarfólkið og beið ilmandi áramótasteikin eftir flestum, köld en bragðgóð.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira