Körfubolti

Keflavík fær fjórða Kanann

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Dominque Elliott lék með Maryland Eastern Shore háskólanum.
Dominque Elliott lék með Maryland Eastern Shore háskólanum. vísir/getty
Keflavík hefur samið við Bandaríkjamanninn Dominique Elliott um spila með liðinu í Domino's deild karla út tímabilið. Karfan.is greinir frá.

Elliott er fjórði Bandaríkjamaðurinn sem Keflavík fær á tímabilinu.

Kevin Young kom í september en var sendur heim áður en hann náði að spila leik fyrir Keflavík.

Cameron Forte tók næstur við keflinu en honum var skipt út fyrir Stanley Robinson um miðjan nóvember.

Fáir bandarískir leikmenn sem hafa komið hingað til lands eru með flottari ferilskrá en Robinson. Hann sýndi hins vegar lítið í búningi Keflavíkur og var í lélegu formi. Hann var því látinn taka pokann sinn.

Elliott, sem er 26 ára, er framherji eða miðherji, 2,03 metrar á hæð og vegur 118 kg.

Hann útskrifaðist úr Maryland Eastern Shore háskólanum 2016. Tímabilið 2016-17 lék Elliott með Krka í Slóvakíu. Fyrri hluta þessa tímabils var hann svo á mála hjá Lions de Geneve í Sviss.


Tengdar fréttir

Friðrik Ingi: Robinson er í engu formi

Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Keflavíkur, var ekki sáttur með frammistöðu sinna manna í tapinu fyrir Stjörnunni í kvöld. Stjörnumenn voru með undirtökin allan tímann og unnu 11 stiga sigur, 81-92.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×