Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Japan 42-25 | Strákarnir okkar tóku strákana hans Dags í kennslustund Benedikt Grétarsson skrifar 3. janúar 2018 21:15 Aron Pálmarsson gefur eina af fjölmörgum stoðsendingum sínum í leiknum. Vísir/Eyþór Íslenska karlalandsliðið í handbolta kvaddi þjóðina með stórsigri gegn frekar slöku landsliði Japans í Laugardalshöllinni í kvöld. Ísland vann 42-25 efir að hafa náð 13 marka forystu að loknum fyrri hálfleik, 20-7. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 8 mörk fyrir Ísland og Ólafur Guðmundsson skoraði 7 mörk. Björgvin Páll Gústavsson varði 15 skot í markinu en Björgvin lék aðeins í fyrri hálfleik. Ágúst Elí Björgvinsson varði 9 skot í seinni hálfleik. Landsliðið heldur nú til Þýskalands þar sem Ísland leikur tvo vináttuleiki gegn Þjóðverjum. EM í Króatíu hefst svo 12.janúar. Eins og lokatölurnar bera með sér, er í raun ekki mikið um gang leiksins að skrifa. Ísland náði fljótt góðri forystu og ráðalitlir gestirnir komust lítt áleiðis. Vörnin og markvarslan var til fyrirmyndar í fyrri hálfleik og þrettán marka forysta staðreynd eftir 30 mínútna leik. Það var viðbúið að leikurinn myndi kannski örlítið opnast meira í seinni hálfleik og sú varð raunin. Japönum gekk betur að skora gegn heldur gloppóttri vörn Íslands og alls skoruðu gestirnir 18 mörk í seinni hálfleik. Það verður að teljast í meira lagi, sé styrkleiki Japans hafður í huga. Strákarnir héldu þó alltaf góðri forystu og 17 marka sigur staðreynd í frekar bragðdaufum leik. Geir Sveinsson getur eflaust tekið eitthvað með sér úr þessum leik en hafa ber í huga að andstæðingurinn var ekki mjög sterkur.Af hverju vann Ísland leikinn? Íslenska landsliðið er nokkrum þrepum ofar en það japanska og líklega hefði tap á heimavelli verið flokkað sem óásættanleg úrslit. Strákarnir stóðu vörnina í fyrri hálfleik með fullri einbeitingu og markverðirnir áttu góðan en mjög átakalítinn leik þar á bak við.Hverjir stóðu upp úr? Eftir svona stórsigur er örítið erfitt að taka einhverja ákveðna leikmenn út fyrir sviga og hrósa sérstaklega. Guðjón Valur skoraði átta mörk í fyrri hálfleik og Björgvin Páll var mjög sterkur í markinu fyrstu 30 mínúturnar. Óðinn Þór Ríkharðsson kom sterkur inn í seinni hálfleik. Liðið í heild fær hrós fyrir að leyfa ekki leiknum að fara út í eintóma vitleysu, eins og vill gerast þegar slíkir yfirburðir eru til staðar.Hvað gekk illa? Stemmingin í höllinni var ekkert sérstök, enda yfirburðirnir miklir. Varnarleikur Íslands var líka langt frá því að vera góður í seinni hálfleik. Þá náðu Japanir ítrekað að opna vörnina illa og keyra sömuleiðis í bakið á sofandi varnarmönnum Íslands.Hvað gerist næst? Strákarnir halda til Þýskalands og mæta þar Evrópumeisturunum tvívegis. Eftir þá leiki, er förinni heitið til Króatíu þar sem fysti leikur á Evrópumótinu verður leikinn 12.janúar. Andstæðingar Íslands í þeim leik eru okkar fornu fjendur frá Svíþjóð en Króatía og Serbía eru einnig í þeim afar eriða riðli sem bíður strákana. Leikirnir á EM verða heldur erfiðari en leikurinn gegn Japan í Laugardalshöll.Óðinn Þór Ríkharðsson,Vísir/EyþórÓðinn: Erum mun betri en þeir Hornamaðurinn Óðinn Þór Ríkharðsson kom heldur óvænt inn í landsliðið fyrir leikinn gegn Japan þar sem Ómar Ingi Magnússon var fjarri góðu gamin vegna veikinda. Rúnar Kárason datt sömuleiðis úr leik rétt fyrir landsleikinn og því fékk Óðinn að spila allan síðari hálfleikinn í hægra horninu. FH-ingurinn eldfljóti nýtti heldur betur tækifærið og skoraði sex glæsileg mörk. „Það var bara ótrúlega gaman að fá að spila landsleik hérna í höllinni,“ sagði yfirvegaður Óðinn í leikslok. Eins dauði er annars brauð í íþróttum eins og Óðinn fékk að kynnast í kvöld. „Já, Ómar Ingi og Rúnar fengu báðir í magann og þá erum við bara þrír örvhentir eftir í hópnum. Ég bjóst því við að fá einhverjar mínútur í þessum leik. Ég átti reyndar ekki von á því að spila í hálftíma en það var bara geggjað að fá þessar mínútur.“ Japan bauð ekki upp á margt í þessum leik, þrátt fyrir ágæta spretti inn á milli. Metur Óðinn það þannig að einhvern lærdóm sé hægt að draga af þessum leik? „Ég bara veit það ekki. Við erum náttúrulega miklu betri en þeir. Jú jú, það má alveg taka helling úr þessum leik og þetta var heilt yfir bara fínt. Þetta er bara eitt skref fyrir mig persónulega, í átt að markmiðinu að verða fastamaður í landsliðinu,“ sagði Óðinn að lokum.Dagur Sigurðsson,Vísir/EyþórDagur: Ég hefði sennilega fengið brottvísun „Ég átti von á því að við gætum byrjað þennan leik aðeins betur. Við réðum bara ekki við verkefnið og kraftinn í íslenska liðinu. Menn fóru í örvæntingu að taka erfið skot sem Bjöggi bara les í markinu og kemur svo boltanum fram í hraðupphlaup. Þetta var í raun það versta sem gat gerst í byrjun leiks,“ sagði Dagur Sigurðsson þjálfari Japans eftir stórt tap gegn Íslandi . Seinni hálfleikurinn var svo bara á pari við það sem ég hélt að þetta yrði en þá var þetta auðvitað bara tapaður leikur. Kannski fór Ísland aðeins af bensíngjöfinni í seinni hálfleik en kannski náðum við bara aðeins að bæta í okkar leik.“ „Sóknarleikurinn var miklu betri í seinni hálfleik og við náðum að hlaupa nokkur hraðupphlaup. Fyrri hálfleikurinn var bara högg fyrir mina menn sem voru staddir í aðstæðum sem þeir bara réðu ekki við,“ bætti Dagur við. Japan mætir úrvalsliði Íslands annað kvöld, þar sem Ísland teflir fram leikmönnum úr Olísdeildinni. „Við þurfum bara að bæta okkar leik og verða þéttari. Við höfum verið of rokkandi og við þurfum að finna einhverskonar stöðugleika.“ En er þjálfarinn ánægður með hugarfarið hjá sínum mönnum? „Já já, ég er svo sem ánægður með hugarfarið. Það eru allir að vilja gerðir en það er samt svolítið skrýtið í svona leik að fá varla gult spjald þegar verið er að valta yfir þig. Ég er hræddur um að ég sjálfur hefði jafnvel fengið 2 mínútur í þessum aðstæðum sem leikmaður,“ sagði Dagur brosandi að lokum. EM 2018 í handbolta
Íslenska karlalandsliðið í handbolta kvaddi þjóðina með stórsigri gegn frekar slöku landsliði Japans í Laugardalshöllinni í kvöld. Ísland vann 42-25 efir að hafa náð 13 marka forystu að loknum fyrri hálfleik, 20-7. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 8 mörk fyrir Ísland og Ólafur Guðmundsson skoraði 7 mörk. Björgvin Páll Gústavsson varði 15 skot í markinu en Björgvin lék aðeins í fyrri hálfleik. Ágúst Elí Björgvinsson varði 9 skot í seinni hálfleik. Landsliðið heldur nú til Þýskalands þar sem Ísland leikur tvo vináttuleiki gegn Þjóðverjum. EM í Króatíu hefst svo 12.janúar. Eins og lokatölurnar bera með sér, er í raun ekki mikið um gang leiksins að skrifa. Ísland náði fljótt góðri forystu og ráðalitlir gestirnir komust lítt áleiðis. Vörnin og markvarslan var til fyrirmyndar í fyrri hálfleik og þrettán marka forysta staðreynd eftir 30 mínútna leik. Það var viðbúið að leikurinn myndi kannski örlítið opnast meira í seinni hálfleik og sú varð raunin. Japönum gekk betur að skora gegn heldur gloppóttri vörn Íslands og alls skoruðu gestirnir 18 mörk í seinni hálfleik. Það verður að teljast í meira lagi, sé styrkleiki Japans hafður í huga. Strákarnir héldu þó alltaf góðri forystu og 17 marka sigur staðreynd í frekar bragðdaufum leik. Geir Sveinsson getur eflaust tekið eitthvað með sér úr þessum leik en hafa ber í huga að andstæðingurinn var ekki mjög sterkur.Af hverju vann Ísland leikinn? Íslenska landsliðið er nokkrum þrepum ofar en það japanska og líklega hefði tap á heimavelli verið flokkað sem óásættanleg úrslit. Strákarnir stóðu vörnina í fyrri hálfleik með fullri einbeitingu og markverðirnir áttu góðan en mjög átakalítinn leik þar á bak við.Hverjir stóðu upp úr? Eftir svona stórsigur er örítið erfitt að taka einhverja ákveðna leikmenn út fyrir sviga og hrósa sérstaklega. Guðjón Valur skoraði átta mörk í fyrri hálfleik og Björgvin Páll var mjög sterkur í markinu fyrstu 30 mínúturnar. Óðinn Þór Ríkharðsson kom sterkur inn í seinni hálfleik. Liðið í heild fær hrós fyrir að leyfa ekki leiknum að fara út í eintóma vitleysu, eins og vill gerast þegar slíkir yfirburðir eru til staðar.Hvað gekk illa? Stemmingin í höllinni var ekkert sérstök, enda yfirburðirnir miklir. Varnarleikur Íslands var líka langt frá því að vera góður í seinni hálfleik. Þá náðu Japanir ítrekað að opna vörnina illa og keyra sömuleiðis í bakið á sofandi varnarmönnum Íslands.Hvað gerist næst? Strákarnir halda til Þýskalands og mæta þar Evrópumeisturunum tvívegis. Eftir þá leiki, er förinni heitið til Króatíu þar sem fysti leikur á Evrópumótinu verður leikinn 12.janúar. Andstæðingar Íslands í þeim leik eru okkar fornu fjendur frá Svíþjóð en Króatía og Serbía eru einnig í þeim afar eriða riðli sem bíður strákana. Leikirnir á EM verða heldur erfiðari en leikurinn gegn Japan í Laugardalshöll.Óðinn Þór Ríkharðsson,Vísir/EyþórÓðinn: Erum mun betri en þeir Hornamaðurinn Óðinn Þór Ríkharðsson kom heldur óvænt inn í landsliðið fyrir leikinn gegn Japan þar sem Ómar Ingi Magnússon var fjarri góðu gamin vegna veikinda. Rúnar Kárason datt sömuleiðis úr leik rétt fyrir landsleikinn og því fékk Óðinn að spila allan síðari hálfleikinn í hægra horninu. FH-ingurinn eldfljóti nýtti heldur betur tækifærið og skoraði sex glæsileg mörk. „Það var bara ótrúlega gaman að fá að spila landsleik hérna í höllinni,“ sagði yfirvegaður Óðinn í leikslok. Eins dauði er annars brauð í íþróttum eins og Óðinn fékk að kynnast í kvöld. „Já, Ómar Ingi og Rúnar fengu báðir í magann og þá erum við bara þrír örvhentir eftir í hópnum. Ég bjóst því við að fá einhverjar mínútur í þessum leik. Ég átti reyndar ekki von á því að spila í hálftíma en það var bara geggjað að fá þessar mínútur.“ Japan bauð ekki upp á margt í þessum leik, þrátt fyrir ágæta spretti inn á milli. Metur Óðinn það þannig að einhvern lærdóm sé hægt að draga af þessum leik? „Ég bara veit það ekki. Við erum náttúrulega miklu betri en þeir. Jú jú, það má alveg taka helling úr þessum leik og þetta var heilt yfir bara fínt. Þetta er bara eitt skref fyrir mig persónulega, í átt að markmiðinu að verða fastamaður í landsliðinu,“ sagði Óðinn að lokum.Dagur Sigurðsson,Vísir/EyþórDagur: Ég hefði sennilega fengið brottvísun „Ég átti von á því að við gætum byrjað þennan leik aðeins betur. Við réðum bara ekki við verkefnið og kraftinn í íslenska liðinu. Menn fóru í örvæntingu að taka erfið skot sem Bjöggi bara les í markinu og kemur svo boltanum fram í hraðupphlaup. Þetta var í raun það versta sem gat gerst í byrjun leiks,“ sagði Dagur Sigurðsson þjálfari Japans eftir stórt tap gegn Íslandi . Seinni hálfleikurinn var svo bara á pari við það sem ég hélt að þetta yrði en þá var þetta auðvitað bara tapaður leikur. Kannski fór Ísland aðeins af bensíngjöfinni í seinni hálfleik en kannski náðum við bara aðeins að bæta í okkar leik.“ „Sóknarleikurinn var miklu betri í seinni hálfleik og við náðum að hlaupa nokkur hraðupphlaup. Fyrri hálfleikurinn var bara högg fyrir mina menn sem voru staddir í aðstæðum sem þeir bara réðu ekki við,“ bætti Dagur við. Japan mætir úrvalsliði Íslands annað kvöld, þar sem Ísland teflir fram leikmönnum úr Olísdeildinni. „Við þurfum bara að bæta okkar leik og verða þéttari. Við höfum verið of rokkandi og við þurfum að finna einhverskonar stöðugleika.“ En er þjálfarinn ánægður með hugarfarið hjá sínum mönnum? „Já já, ég er svo sem ánægður með hugarfarið. Það eru allir að vilja gerðir en það er samt svolítið skrýtið í svona leik að fá varla gult spjald þegar verið er að valta yfir þig. Ég er hræddur um að ég sjálfur hefði jafnvel fengið 2 mínútur í þessum aðstæðum sem leikmaður,“ sagði Dagur brosandi að lokum.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti