Viðskipti innlent

Endurnýja samning um leigjendaaðstoð

Daníel Freyr Birkisson skrifar
Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra og Hrannar Már Gunnarsson, stjórnandi leigjendaaðstoðarinnar.
Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra og Hrannar Már Gunnarsson, stjórnandi leigjendaaðstoðarinnar.
Neytendasamtökin munu áfram sinna leigjendaaðstoð fyrir leigjendur íbúðarhúsnæðis samkvæmt samningi við velferðarráðuneytið sem undirritaður var í dag. Neytendasamtökin hafa sinnt þessari þjónustu frá árinu 2011.

Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, undirritaði samninginn ásamt Hrannari Má Gunnarssyni, stjórnanda leigjendaaðstoðarinnar, fyrir hönd Neytendasamtakanna. Samningurinn gildir til næstu áramóta.

Þjónustan samkvæmt samningnum felur í sér að sjá leigjendum íbúðarhúsnæðis fyrir nauðsynlegum upplýsingum um réttarstöðu sína og að veita ráðgjöf þegar upp kemur ágreiningur vegna leigusamninga um íbúðarhúsnæði.

Í tilkynningunni segir að Ásmundur Einar telji það margsannað hve mikilvægt sé að leigjendur geti leitað sér ráðgjafar og átt greiðan aðgang að upplýsingum um stöðu sína og réttindi hvað það varðar. Það sé á ýmsan hátt flókið að vera á leigumarkaði og fólk þurfi að vera meðvitað um að nýja þann rétt sem það hefur, til að mynda réttinn til húsnæðisbóta sem margir á leigumarkaði virðist ekki þekkja.

Leigjendaaðstoðin  er með reglulega símatíma fyrir ráðgjöf við leigjendur og á vef hennar eru aðgengilegar margvíslegar upplýsingar um réttindi og skyldur leigjenda og leigusala.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×