Skarð Dagnýjar vandfyllt Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. janúar 2018 06:00 Dagný Brynjarsdóttir. Vísir/Getty Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, valdi 23 leikmenn sem fara til La Manga á Spáni síðar í mánuðinum. Íslenska liðið æfir í fimm daga á La Manga og mætir Noregi í vináttulandsleik 23. janúar. Stærstu tíðindin eru að Dagný Brynjarsdóttir er ekki í hópnum þar sem hún er barnshafandi. Þrír leikmenn í hópnum sem Freyr valdi hafa ekki spilað A-landsleik: Anna Rakel Pétursdóttir, Guðný Árnadóttir og Selma Sól Magnúsdóttir. „Ég skoðaði töluvert af ungum leikmönnum. Ég var með æfingahelgi í nóvember þar sem ég skoðaði um 20 unga leikmenn. Það komu fleiri yngri til greina en þetta var lokaniðurstaðan,“ sagði Freyr í samtali við Fréttablaðið í gær. En hvað vill landsliðsþjálfarinn fá út úr verkefninu á La Manga? „Ég vil sjá samkeppni á æfingum, sjá leikmenn sýna sitt rétta andlit. Ég ætla að reyna að vinna með minni hópa inni á æfingunum. Ég vil sjá þær nýta tækifærið sem þær fá á æfingum og í leiknum.“ Eins og áður sagði verður Dagný Brynjarsdóttir ekki með landsliðinu næstu mánuðina. Hún skilur eftir sig stórt skarð sem erfitt verður að fylla. „Þetta hefur gríðarlega mikil áhrif á okkur. Hún er lykilmaður í landsliðinu og það er enginn leikmaður eins og hún. Við leysum þetta ekki með einum leikmanni. Við þurfum mögulega að horfa aftur á taktískar breytingar,“ sagði Freyr. Eftir EM í Hollandi síðasta sumar kallaði Freyr eftir því að fleiri íslenskir leikmenn freistuðu gæfunnar í atvinnumennsku erlendis. Þær virðast hafa tekið landsliðsþjálfarann á orðinu en hver íslenska landsliðskonan á fætur annarri hefur samið við erlent lið að undanförnu. „Ég er ánægður ef leikmennirnir telja að þeir séu að taka rétta ákvörðun. Þetta snýst fyrst og fremst um það og að þeir taki ábyrgð á ákvörðuninni,“ sagði Freyr. „Þær þurfa að komast yfir erfiðu hjallana og gefa þessu tíma. Ég veit að mörg þessara félagaskipta gefa þeim helling hvað fótboltann varðar og er betra en þar sem þær voru. Ég er misjafnlega ánægður með félögin sem voru valin en ég gagnrýni engin af þessum félagaskiptum. Þetta er engin töfralausn en þetta ýtir vonandi aðeins við þeim.“ Íslenska liðið situr í 2. sæti síns riðils í undankeppni HM 2019 með sjö stig, tveimur stigum á undan toppliði Þýskalands sem Ísland vann í frægum leik í Wiesbaden í október. Draumurinn um sæti í lokakeppni HM lífir því góðu lífi. „Markmiðið var að ná í sjö stig. Eftir á að hyggja vildi ég níu stig en sjö stig er flott, við höfum þau og höldum áfram að safna. Við þurfum að sjá til þess að við verðum með örlögin í okkar höndum næsta haust,“ sagði Freyr að endingu. HM 2019 í Frakklandi Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Sjá meira
Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, valdi 23 leikmenn sem fara til La Manga á Spáni síðar í mánuðinum. Íslenska liðið æfir í fimm daga á La Manga og mætir Noregi í vináttulandsleik 23. janúar. Stærstu tíðindin eru að Dagný Brynjarsdóttir er ekki í hópnum þar sem hún er barnshafandi. Þrír leikmenn í hópnum sem Freyr valdi hafa ekki spilað A-landsleik: Anna Rakel Pétursdóttir, Guðný Árnadóttir og Selma Sól Magnúsdóttir. „Ég skoðaði töluvert af ungum leikmönnum. Ég var með æfingahelgi í nóvember þar sem ég skoðaði um 20 unga leikmenn. Það komu fleiri yngri til greina en þetta var lokaniðurstaðan,“ sagði Freyr í samtali við Fréttablaðið í gær. En hvað vill landsliðsþjálfarinn fá út úr verkefninu á La Manga? „Ég vil sjá samkeppni á æfingum, sjá leikmenn sýna sitt rétta andlit. Ég ætla að reyna að vinna með minni hópa inni á æfingunum. Ég vil sjá þær nýta tækifærið sem þær fá á æfingum og í leiknum.“ Eins og áður sagði verður Dagný Brynjarsdóttir ekki með landsliðinu næstu mánuðina. Hún skilur eftir sig stórt skarð sem erfitt verður að fylla. „Þetta hefur gríðarlega mikil áhrif á okkur. Hún er lykilmaður í landsliðinu og það er enginn leikmaður eins og hún. Við leysum þetta ekki með einum leikmanni. Við þurfum mögulega að horfa aftur á taktískar breytingar,“ sagði Freyr. Eftir EM í Hollandi síðasta sumar kallaði Freyr eftir því að fleiri íslenskir leikmenn freistuðu gæfunnar í atvinnumennsku erlendis. Þær virðast hafa tekið landsliðsþjálfarann á orðinu en hver íslenska landsliðskonan á fætur annarri hefur samið við erlent lið að undanförnu. „Ég er ánægður ef leikmennirnir telja að þeir séu að taka rétta ákvörðun. Þetta snýst fyrst og fremst um það og að þeir taki ábyrgð á ákvörðuninni,“ sagði Freyr. „Þær þurfa að komast yfir erfiðu hjallana og gefa þessu tíma. Ég veit að mörg þessara félagaskipta gefa þeim helling hvað fótboltann varðar og er betra en þar sem þær voru. Ég er misjafnlega ánægður með félögin sem voru valin en ég gagnrýni engin af þessum félagaskiptum. Þetta er engin töfralausn en þetta ýtir vonandi aðeins við þeim.“ Íslenska liðið situr í 2. sæti síns riðils í undankeppni HM 2019 með sjö stig, tveimur stigum á undan toppliði Þýskalands sem Ísland vann í frægum leik í Wiesbaden í október. Draumurinn um sæti í lokakeppni HM lífir því góðu lífi. „Markmiðið var að ná í sjö stig. Eftir á að hyggja vildi ég níu stig en sjö stig er flott, við höfum þau og höldum áfram að safna. Við þurfum að sjá til þess að við verðum með örlögin í okkar höndum næsta haust,“ sagði Freyr að endingu.
HM 2019 í Frakklandi Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Sjá meira