Dóttir Woody Allen hefur fengið nóg af hræsni þeirra sem kjósa að starfa með föður hennar Birgir Olgeirsson skrifar 9. janúar 2018 14:25 Kristen Stewart og Blake Lively með Woody Allen á Cannes kvikmyndahátíðinni árið 2016. Vísir/Getty Mikil vitundarvakning hefur átt sér stað varðandi kynferðislega áreitni og valdníðslu í garð kvenna í Hollywood undanfarna mánuði. Dóttir leikstjórans Woody Allen, Dylan Farrow, hefur þó sakað nokkra innan Hollywood um hræsni þegar kemur að þessari baráttu. Hefur Farrow til dæmis gagnrýnt leikkonuna Blake Lively og leikarann Justin Timberlake fyrir að starfa með föður hennar þrátt fyrir að styðja baráttu gegn kynferðislegri áreitni. Mia Farrow ásamt Dylan Farrow.Vísir/Getty Farrow, sem var ættleidd af Woddy Allen og leikkonunni Miu Farrow, segir Allen hafa brotið gegn henni kynferðislega þegar hún var sjö ára gömul. Hún greindi fyrst frá málinu í opnu bréfi sem tímaritið New York Times birti árið 2014. Woody Allen hefur neitað þessum ásökunum en á vef Mashable er á það bent að dómari í forræðismáli milli hans og Miu Farrow á tíunda áratug síðustu aldar hefði komist að þeirri niðurstöðu að hegðun Woody Allen í garð dótturinnar hefði verið algerlega óviðunandi. Farrow segist styðja baráttuna sem á sér í stað í dag en skilur ekki hvers vegna stjörnur sem segjast styðja baráttuna starfi þó áfram með föður hennar. „Ég á erfitt með að skilja hvernig kona, sem trúir því að Woody Allen sé valdeflandi fyrir konur, geti tekið sér hlutverk baráttukonu fyrir konur sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi,“ segir Farrow um Lively í yfirlýsingu sem birt var á Buzzfeed. Kate Winslet og Justin Timberlake með Woody Allen við tökur á myndinni Wonder Wheel.Vísir/Getty Um Justin Timberlake hafði hún þetta að segja: „Ég á erfitt með það að jafn valdamikill maður og Justin Timberlake geti sagst vera heillaður af baráttu kvenna og styðja þær en í sömu andrá segir hann draum sinn hafa ræst þegar hann vann með Woody Allen.“ Rúmlega 300 konur rituðu nafn sitt við yfirlýsinguna Time´s up í desember síðastliðnum þar sem þær lýstu yfir stuðningi við baráttu sem miðast að því að uppræta kerfisbundið kynferðislegt ofbeldi í Hollywood, sem og öðrum starfsstéttum. Þar á meðal voru nokkrar leikkonur sem hafa unnið með Wood Allen. Leikkonurnar eru Blake Lively sem lék í Café Society, Emma Stone sem lék í Magic in the Moonlight og Irrational Man, Greta Gerwig sem lék í To Rome with Love, Cate Blanchet sem lék í Blue Jasmine og Scarlett Johansson sem lék í Scoop. Mál Woody Allen Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Sáu svart á Golden Globes í ár Leikkonur í Hollywood sýndu samstöðu á Golden Globes hátíðinni í gær með því að mæta allar í svörtum kjólum, hver annarri glæsilegri. 8. janúar 2018 09:45 Seth Meyers skaut fast á Harvey Weinstein og Kevin Spacey Opnunarræðu Seth Meyers, gestgjafa Golden Globe-hátíðarinnar, var beðið með nokkurri eftirvæntingu í nótt. 8. janúar 2018 08:31 Oprah Winfrey stal senunni á Golden Globe með tilfinningaþrunginni ræðu Bandaríski þáttastjórnandinn og leikkonan Oprah Winfrey varð í nótt fyrsta svarta konan til að hljóta Cecil B. DeMille-verðlaunin á Golden Globe-hátíðinni en um er að ræða heiðursverðlaun hátíðarinnar. 8. janúar 2018 07:55 Táknrænn skartgripur á rauða dreglinum Golden Globes verðlaunahátíðin var haldin í gærkvöldi, og margar skörtuðu svipuðum skartgrip. 8. janúar 2018 19:30 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Sjá meira
Mikil vitundarvakning hefur átt sér stað varðandi kynferðislega áreitni og valdníðslu í garð kvenna í Hollywood undanfarna mánuði. Dóttir leikstjórans Woody Allen, Dylan Farrow, hefur þó sakað nokkra innan Hollywood um hræsni þegar kemur að þessari baráttu. Hefur Farrow til dæmis gagnrýnt leikkonuna Blake Lively og leikarann Justin Timberlake fyrir að starfa með föður hennar þrátt fyrir að styðja baráttu gegn kynferðislegri áreitni. Mia Farrow ásamt Dylan Farrow.Vísir/Getty Farrow, sem var ættleidd af Woddy Allen og leikkonunni Miu Farrow, segir Allen hafa brotið gegn henni kynferðislega þegar hún var sjö ára gömul. Hún greindi fyrst frá málinu í opnu bréfi sem tímaritið New York Times birti árið 2014. Woody Allen hefur neitað þessum ásökunum en á vef Mashable er á það bent að dómari í forræðismáli milli hans og Miu Farrow á tíunda áratug síðustu aldar hefði komist að þeirri niðurstöðu að hegðun Woody Allen í garð dótturinnar hefði verið algerlega óviðunandi. Farrow segist styðja baráttuna sem á sér í stað í dag en skilur ekki hvers vegna stjörnur sem segjast styðja baráttuna starfi þó áfram með föður hennar. „Ég á erfitt með að skilja hvernig kona, sem trúir því að Woody Allen sé valdeflandi fyrir konur, geti tekið sér hlutverk baráttukonu fyrir konur sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi,“ segir Farrow um Lively í yfirlýsingu sem birt var á Buzzfeed. Kate Winslet og Justin Timberlake með Woody Allen við tökur á myndinni Wonder Wheel.Vísir/Getty Um Justin Timberlake hafði hún þetta að segja: „Ég á erfitt með það að jafn valdamikill maður og Justin Timberlake geti sagst vera heillaður af baráttu kvenna og styðja þær en í sömu andrá segir hann draum sinn hafa ræst þegar hann vann með Woody Allen.“ Rúmlega 300 konur rituðu nafn sitt við yfirlýsinguna Time´s up í desember síðastliðnum þar sem þær lýstu yfir stuðningi við baráttu sem miðast að því að uppræta kerfisbundið kynferðislegt ofbeldi í Hollywood, sem og öðrum starfsstéttum. Þar á meðal voru nokkrar leikkonur sem hafa unnið með Wood Allen. Leikkonurnar eru Blake Lively sem lék í Café Society, Emma Stone sem lék í Magic in the Moonlight og Irrational Man, Greta Gerwig sem lék í To Rome with Love, Cate Blanchet sem lék í Blue Jasmine og Scarlett Johansson sem lék í Scoop.
Mál Woody Allen Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Sáu svart á Golden Globes í ár Leikkonur í Hollywood sýndu samstöðu á Golden Globes hátíðinni í gær með því að mæta allar í svörtum kjólum, hver annarri glæsilegri. 8. janúar 2018 09:45 Seth Meyers skaut fast á Harvey Weinstein og Kevin Spacey Opnunarræðu Seth Meyers, gestgjafa Golden Globe-hátíðarinnar, var beðið með nokkurri eftirvæntingu í nótt. 8. janúar 2018 08:31 Oprah Winfrey stal senunni á Golden Globe með tilfinningaþrunginni ræðu Bandaríski þáttastjórnandinn og leikkonan Oprah Winfrey varð í nótt fyrsta svarta konan til að hljóta Cecil B. DeMille-verðlaunin á Golden Globe-hátíðinni en um er að ræða heiðursverðlaun hátíðarinnar. 8. janúar 2018 07:55 Táknrænn skartgripur á rauða dreglinum Golden Globes verðlaunahátíðin var haldin í gærkvöldi, og margar skörtuðu svipuðum skartgrip. 8. janúar 2018 19:30 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Sjá meira
Sáu svart á Golden Globes í ár Leikkonur í Hollywood sýndu samstöðu á Golden Globes hátíðinni í gær með því að mæta allar í svörtum kjólum, hver annarri glæsilegri. 8. janúar 2018 09:45
Seth Meyers skaut fast á Harvey Weinstein og Kevin Spacey Opnunarræðu Seth Meyers, gestgjafa Golden Globe-hátíðarinnar, var beðið með nokkurri eftirvæntingu í nótt. 8. janúar 2018 08:31
Oprah Winfrey stal senunni á Golden Globe með tilfinningaþrunginni ræðu Bandaríski þáttastjórnandinn og leikkonan Oprah Winfrey varð í nótt fyrsta svarta konan til að hljóta Cecil B. DeMille-verðlaunin á Golden Globe-hátíðinni en um er að ræða heiðursverðlaun hátíðarinnar. 8. janúar 2018 07:55
Táknrænn skartgripur á rauða dreglinum Golden Globes verðlaunahátíðin var haldin í gærkvöldi, og margar skörtuðu svipuðum skartgrip. 8. janúar 2018 19:30
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent