Viðvörunarskotum skotið þegar hermaður flúði frá Norður-Kóreu Samúel Karl Ólason skrifar 21. desember 2017 10:45 Norðurkóreskir hermenn standa vörð við landmærin. Vísir/AFP Norðurkóreskur hermaður flúði yfir mest víggirtu landamæri heimsins. Hann mun hafa birst við varðstöð á vestanverðum landamærunum seint í gærkvöldi með aðra hermenn á hælunum en mikil þoka var á svæðinu. Hermaðurinn sem flúði í nótt er talinn vera nítján ára gamall og var hann vopnaður. Yonhap fréttaveitan frá Suður-Kóreu hefur eftir hernaðarráði landsins að hermaðurinn hafi verið lágt settur í her Norður-Kóreu.Suðurkóreskir hermenn skutu um tuttugu viðvörunarskotum að andstæðingum sínum þegar þeir nálguðust landamærin. Um 40 mínútum seinna heyrðust skot norðan megin við landamærin en ekki er talið að þeim hafi verið skotið til suðurs. Þetta er fjórði hermaðurinn frá Norður-Kóreu sem flýr til Suður-Kóreu á árinu. Á þessu ári hafa alls fimmtán manns flúið beint til Suður-Kóreu. Þar af tveir í gær og einn í nótt. Allt árið 2016 var heildartalan fimm. Þá flúði einn hermaður og fjórir borgarar. Mun fleiri hafa þó flúið með því að ferðast til Kína, sem er mörgum íbúum Norður-Kóreu leyfilegt, og þaðan til Suður-Kóreu, Fáir reyna þó að flýja yfir landamæri ríkjanna sem eru víggirt og má þar finna mikinn eftirlitsbúnað, girðingar og jarðsprengjur. Hins vegar hafa allir hermennirnir sem flúðu á árinu gert það. Einn þeirra vakti mikla athygli þegar hann flúði yfir landamæri á sameiginlegu öryggissvæði ríkjanna.Sjá einnig: Birtu myndband af flótta hermannsins frá Norður-KóreuMikil spenna er nú á Kóreuskaga eftir eldflauga- og kjarnorkuvopnatilraunir Norður-Kóreu á árinu. Þá sagði Zeid Ra‘ad Al Hussein, mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna, frá því fyrr í mánuðinum að Sameinuðu þjóðirnar áætluðu að um 18 milljónir íbúa Norður-Kóreu, eða um sjötíu prósent þjóðarinnar, þjáist af næringarskorti. Umtalsverðum þvingunum hefur verið beitt gegn ríkinu til að reyna að draga úr getu þeirra til að þróa kjarnorkuvopn og langdrægar eldflaugar til að bera þau vopn. Norður-Kórea eyðir verulegum hluta af tekjum ríkisins í að halda her ríkisins uppi og er mikill skortur á matvælum þar. Norður-Kórea Tengdar fréttir Trump: Myndi aldri kalla Kim Jong-un „lágvaxinn og feitan“ Bandaríkjaforseti hefur sagt að stjórnvöld í Kóna hafi loks samþykkt að herða þvinganir gegn Norður-Kóreu. 12. nóvember 2017 07:35 Fyrsta eldflaugatilraun N-Kóreu í tvo mánuði Norður-kóreski herinn skaut í dag upp eldflaug í fyrsta sinn í rúmlega tvo mánuði, að því er suður-kóreski herinn greinir frá. 28. nóvember 2017 19:21 Fjórir Norður-Kóreumenn grunaðir um aðild að drápinu á Kim Jong-nam Lögregla í Malasíu hefur birt nöfn fjögurra manna sem grunaðir eru um aðild að morðinu á Kim Jong-nam, hálfbróður Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu. 6. nóvember 2017 13:51 Kenna Norður-Kóreumönnum um WannaCry Bandarísk stjórnvöld fullyrða að Norður-Kóreumenn hafi verið ábyrgir fyrir WannaCry veiruárárásinni sem gerði fólki lífið leitt í maí síðastliðinn. 19. desember 2017 08:16 Sérstakur erindreki Xi hyggst heimsækja Norður-Kóreu Háttsettur kínverskur embættismaður mun heimsækja Norður-Kóreu á föstudag sem sérstakur erindreki Xi Jinping forseta Kína. 15. nóvember 2017 08:10 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Norðurkóreskur hermaður flúði yfir mest víggirtu landamæri heimsins. Hann mun hafa birst við varðstöð á vestanverðum landamærunum seint í gærkvöldi með aðra hermenn á hælunum en mikil þoka var á svæðinu. Hermaðurinn sem flúði í nótt er talinn vera nítján ára gamall og var hann vopnaður. Yonhap fréttaveitan frá Suður-Kóreu hefur eftir hernaðarráði landsins að hermaðurinn hafi verið lágt settur í her Norður-Kóreu.Suðurkóreskir hermenn skutu um tuttugu viðvörunarskotum að andstæðingum sínum þegar þeir nálguðust landamærin. Um 40 mínútum seinna heyrðust skot norðan megin við landamærin en ekki er talið að þeim hafi verið skotið til suðurs. Þetta er fjórði hermaðurinn frá Norður-Kóreu sem flýr til Suður-Kóreu á árinu. Á þessu ári hafa alls fimmtán manns flúið beint til Suður-Kóreu. Þar af tveir í gær og einn í nótt. Allt árið 2016 var heildartalan fimm. Þá flúði einn hermaður og fjórir borgarar. Mun fleiri hafa þó flúið með því að ferðast til Kína, sem er mörgum íbúum Norður-Kóreu leyfilegt, og þaðan til Suður-Kóreu, Fáir reyna þó að flýja yfir landamæri ríkjanna sem eru víggirt og má þar finna mikinn eftirlitsbúnað, girðingar og jarðsprengjur. Hins vegar hafa allir hermennirnir sem flúðu á árinu gert það. Einn þeirra vakti mikla athygli þegar hann flúði yfir landamæri á sameiginlegu öryggissvæði ríkjanna.Sjá einnig: Birtu myndband af flótta hermannsins frá Norður-KóreuMikil spenna er nú á Kóreuskaga eftir eldflauga- og kjarnorkuvopnatilraunir Norður-Kóreu á árinu. Þá sagði Zeid Ra‘ad Al Hussein, mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna, frá því fyrr í mánuðinum að Sameinuðu þjóðirnar áætluðu að um 18 milljónir íbúa Norður-Kóreu, eða um sjötíu prósent þjóðarinnar, þjáist af næringarskorti. Umtalsverðum þvingunum hefur verið beitt gegn ríkinu til að reyna að draga úr getu þeirra til að þróa kjarnorkuvopn og langdrægar eldflaugar til að bera þau vopn. Norður-Kórea eyðir verulegum hluta af tekjum ríkisins í að halda her ríkisins uppi og er mikill skortur á matvælum þar.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Trump: Myndi aldri kalla Kim Jong-un „lágvaxinn og feitan“ Bandaríkjaforseti hefur sagt að stjórnvöld í Kóna hafi loks samþykkt að herða þvinganir gegn Norður-Kóreu. 12. nóvember 2017 07:35 Fyrsta eldflaugatilraun N-Kóreu í tvo mánuði Norður-kóreski herinn skaut í dag upp eldflaug í fyrsta sinn í rúmlega tvo mánuði, að því er suður-kóreski herinn greinir frá. 28. nóvember 2017 19:21 Fjórir Norður-Kóreumenn grunaðir um aðild að drápinu á Kim Jong-nam Lögregla í Malasíu hefur birt nöfn fjögurra manna sem grunaðir eru um aðild að morðinu á Kim Jong-nam, hálfbróður Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu. 6. nóvember 2017 13:51 Kenna Norður-Kóreumönnum um WannaCry Bandarísk stjórnvöld fullyrða að Norður-Kóreumenn hafi verið ábyrgir fyrir WannaCry veiruárárásinni sem gerði fólki lífið leitt í maí síðastliðinn. 19. desember 2017 08:16 Sérstakur erindreki Xi hyggst heimsækja Norður-Kóreu Háttsettur kínverskur embættismaður mun heimsækja Norður-Kóreu á föstudag sem sérstakur erindreki Xi Jinping forseta Kína. 15. nóvember 2017 08:10 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Trump: Myndi aldri kalla Kim Jong-un „lágvaxinn og feitan“ Bandaríkjaforseti hefur sagt að stjórnvöld í Kóna hafi loks samþykkt að herða þvinganir gegn Norður-Kóreu. 12. nóvember 2017 07:35
Fyrsta eldflaugatilraun N-Kóreu í tvo mánuði Norður-kóreski herinn skaut í dag upp eldflaug í fyrsta sinn í rúmlega tvo mánuði, að því er suður-kóreski herinn greinir frá. 28. nóvember 2017 19:21
Fjórir Norður-Kóreumenn grunaðir um aðild að drápinu á Kim Jong-nam Lögregla í Malasíu hefur birt nöfn fjögurra manna sem grunaðir eru um aðild að morðinu á Kim Jong-nam, hálfbróður Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu. 6. nóvember 2017 13:51
Kenna Norður-Kóreumönnum um WannaCry Bandarísk stjórnvöld fullyrða að Norður-Kóreumenn hafi verið ábyrgir fyrir WannaCry veiruárárásinni sem gerði fólki lífið leitt í maí síðastliðinn. 19. desember 2017 08:16
Sérstakur erindreki Xi hyggst heimsækja Norður-Kóreu Háttsettur kínverskur embættismaður mun heimsækja Norður-Kóreu á föstudag sem sérstakur erindreki Xi Jinping forseta Kína. 15. nóvember 2017 08:10