Bóndinn á Ósi býður gesti að taka í pensil Kristján Már Unnarsson skrifar 22. desember 2017 13:45 Þorbjörn Pétursson á Ósi í Mosdal var síðasti sauðfjárbóndinn til að bregða búi við norðanverðan Arnarfjörð. Rætt var við hann í þættinum „Um land allt“. Þegar við Stöðvar 2-menn vorum á ferðinni í hinum gamla Auðkúluhreppi í sumar kom það okkur á óvart að sjá hann uppi á þaki á eyðibýlinu að mála. Við vissum ekki betur en að hann hefði yfirgefið jörðina fyrir sjö árum og fargað fénu, brennt fjárhúsin, og keypt sér íbúð á Þingeyri. Við rifjum upp viðtal frá árinu 2010, sem sýnt var í Ísland í dag og sjá má hér að neðan.Þegar við heimsóttum Þorbjörn aftur í sumar, og brugðum okkur upp á þak, bauð hann okkur að taka í pensil. Gestinum var boðið að taka í pensil á þakinu á Ósi.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Bjössi á Ósi, eins og hann er kallaður fyrir vestan, vildi jafnframt að við skoðuðum grafreitinn og legsteinana. Þar liggja kindurnar sem honum þótti vænst um, Svarta gengið, sem taldi um áttatíu kindur: „Blessun og friður hvíli yfir þessum hól. Þessi hóll og nánast umhverfi skal vera ósnert um ókomna tíð,“ stendur á öðrum legsteininum. Legsteinarnir tveir við grafreitinn í Mosdal þar sem kindurnar liggja.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Hinn er fyrir Gamla féð. „Í þessum reit liggja Sóley, Fríðust, Fjóla, Björg, Sól og heimalningarnir.“ Við prílum aftur upp á þak og höfum orð á því að bóndi sem er að mála þakið sé nú alls ekki farinn.Þorbjörn á þakinu að spjalla við Stöðvar 2-menn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.En svo viljum við ræða um mál málanna hér fyrir vestan, jarðgöngin sem byrjað er að grafa milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar. Hér má sjá bútinn með Þorbirni úr þættinum „Um land allt“: Ísafjarðarbær Um land allt Tengdar fréttir Vill láta jarða sig við hliðina á kindunum Síðasti sauðfjárbóndinn við norðanverðan Arnarfjörð er að bregða búi. Hann vill láta jarða sig við hliðina á uppáhaldskindunum sínum í sérstökum grafreit, sem hann er búinn að láta gera í virðingarskyni við kindurnar. Þetta kemur fram í viðtali Kristjáns Más Unnarssonar fréttastjóra við Þorbjörn Pétursson, bónda á Ósi í Mosdal, sem sýnt verður í kvöld í þættinum Ísland í dag á Stöð 2. 21. september 2010 15:41 Eitt stærsta hrossabú landsins í vestfirskum afdal Á sama tíma og hefðbundin sveitabyggð er brostin við norðanverðan Arnarfjörð hefur í einum afskekktasta dal landsins, lengst vestur á Vestfjörðum, byggst upp eitt veglegasta hrossabú landsins, með reiðhöll, skeiðvelli og öðru sem tilheyrir. Eigandinn, sem er líka með einkasundlaug og hefur svín á beit útí haga, segist vera að fjárfesta í skemmtilegum stundum og minningum. 22. september 2010 18:46 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Þorbjörn Pétursson á Ósi í Mosdal var síðasti sauðfjárbóndinn til að bregða búi við norðanverðan Arnarfjörð. Rætt var við hann í þættinum „Um land allt“. Þegar við Stöðvar 2-menn vorum á ferðinni í hinum gamla Auðkúluhreppi í sumar kom það okkur á óvart að sjá hann uppi á þaki á eyðibýlinu að mála. Við vissum ekki betur en að hann hefði yfirgefið jörðina fyrir sjö árum og fargað fénu, brennt fjárhúsin, og keypt sér íbúð á Þingeyri. Við rifjum upp viðtal frá árinu 2010, sem sýnt var í Ísland í dag og sjá má hér að neðan.Þegar við heimsóttum Þorbjörn aftur í sumar, og brugðum okkur upp á þak, bauð hann okkur að taka í pensil. Gestinum var boðið að taka í pensil á þakinu á Ósi.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Bjössi á Ósi, eins og hann er kallaður fyrir vestan, vildi jafnframt að við skoðuðum grafreitinn og legsteinana. Þar liggja kindurnar sem honum þótti vænst um, Svarta gengið, sem taldi um áttatíu kindur: „Blessun og friður hvíli yfir þessum hól. Þessi hóll og nánast umhverfi skal vera ósnert um ókomna tíð,“ stendur á öðrum legsteininum. Legsteinarnir tveir við grafreitinn í Mosdal þar sem kindurnar liggja.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Hinn er fyrir Gamla féð. „Í þessum reit liggja Sóley, Fríðust, Fjóla, Björg, Sól og heimalningarnir.“ Við prílum aftur upp á þak og höfum orð á því að bóndi sem er að mála þakið sé nú alls ekki farinn.Þorbjörn á þakinu að spjalla við Stöðvar 2-menn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.En svo viljum við ræða um mál málanna hér fyrir vestan, jarðgöngin sem byrjað er að grafa milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar. Hér má sjá bútinn með Þorbirni úr þættinum „Um land allt“:
Ísafjarðarbær Um land allt Tengdar fréttir Vill láta jarða sig við hliðina á kindunum Síðasti sauðfjárbóndinn við norðanverðan Arnarfjörð er að bregða búi. Hann vill láta jarða sig við hliðina á uppáhaldskindunum sínum í sérstökum grafreit, sem hann er búinn að láta gera í virðingarskyni við kindurnar. Þetta kemur fram í viðtali Kristjáns Más Unnarssonar fréttastjóra við Þorbjörn Pétursson, bónda á Ósi í Mosdal, sem sýnt verður í kvöld í þættinum Ísland í dag á Stöð 2. 21. september 2010 15:41 Eitt stærsta hrossabú landsins í vestfirskum afdal Á sama tíma og hefðbundin sveitabyggð er brostin við norðanverðan Arnarfjörð hefur í einum afskekktasta dal landsins, lengst vestur á Vestfjörðum, byggst upp eitt veglegasta hrossabú landsins, með reiðhöll, skeiðvelli og öðru sem tilheyrir. Eigandinn, sem er líka með einkasundlaug og hefur svín á beit útí haga, segist vera að fjárfesta í skemmtilegum stundum og minningum. 22. september 2010 18:46 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Vill láta jarða sig við hliðina á kindunum Síðasti sauðfjárbóndinn við norðanverðan Arnarfjörð er að bregða búi. Hann vill láta jarða sig við hliðina á uppáhaldskindunum sínum í sérstökum grafreit, sem hann er búinn að láta gera í virðingarskyni við kindurnar. Þetta kemur fram í viðtali Kristjáns Más Unnarssonar fréttastjóra við Þorbjörn Pétursson, bónda á Ósi í Mosdal, sem sýnt verður í kvöld í þættinum Ísland í dag á Stöð 2. 21. september 2010 15:41
Eitt stærsta hrossabú landsins í vestfirskum afdal Á sama tíma og hefðbundin sveitabyggð er brostin við norðanverðan Arnarfjörð hefur í einum afskekktasta dal landsins, lengst vestur á Vestfjörðum, byggst upp eitt veglegasta hrossabú landsins, með reiðhöll, skeiðvelli og öðru sem tilheyrir. Eigandinn, sem er líka með einkasundlaug og hefur svín á beit útí haga, segist vera að fjárfesta í skemmtilegum stundum og minningum. 22. september 2010 18:46