Auðsöfnun hinna ríku fjórfaldaðist á milli ára Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 28. desember 2017 06:00 Fimm hundruð ríkustu einstaklingar heims högnuðust fjórfalt meira á þessu ári en því síðasta. Um er að ræða 23 prósenta, eða einnar billjónar dala, aukningu samanborið við 237 milljarða á síðasta ári. Þetta samsvarar 2,7 milljarða dala gróða á hverjum degi, andvirði 284 milljarða króna. Heildarverðmæti eigna hinna 500 eru metnar á 5,3 billjónir bandaríkjadala sem samsvarar rúmlega hálfum billjarði króna. Bloomberg tók saman skýrslu um fjármál þeirra ríkustu, líkt og hvert ár, og birti í gær. Óumdeildur sigurvegari ársins þykir Amazon-stofnandinn Jeff Bezos. Sá bætti mestu í peningakassann á árinu, 34,2 milljörðum dala. Sú viðbót henti Bill Gates af stalli ríkasta manns heims en þeim titli hafði Microsoft-stofnandinn haldið frá því í maí 2013. Bezos fór meðal annars yfir hundrað milljarða dala þröskuldinn í nóvemberlok en eins og stendur eru eignir hans metnar á 99,6 milljarða dala samanborið við 91,3 milljarða dala Gates. Samkvæmt Bloomberg var árið þó einna best hjá kínverskum milljarðamæringum. Samtals bættu þessir 38 Kínverjar við sig 177 milljörðum dala og er um 65 prósenta gróða hjá Kínverjunum að ræða samanborið við um tuttugu prósenta vöxt velda evrópskra og bandarískra auðjöfra. Þá eru nú fleiri asískir milljarðamæringar en bandarískir í fyrsta sinn samkvæmt skýrslu PricewaterhouseCoopers. Tveir Kínverjar þóttu standa sig allra best á árinu. Annars vegar Hui Ka Yan, stofnandi China Evergrande Group, sem bætti við sig 25,9 milljörðum dala, um 350 prósenta hagnaði, og þar með næstflestum dölum á eftir Bezoz. Hins vegar óx ríkidæmi Ma Huateng, stofnanda tæknifyrirtækisins Tencent, einna mest. Hann varð næstríkasti maður Asíu þegar verðmæti eigna hans tvöfaldaðist á árinu. Sé litið til þess á hverju milljarðamæringarnir auðguðust var vöxturinn mestur hjá tæknijöfrum. Alls eru 57 í þeim flokki á lista Bloomberg og bættu þeir samtals við sig 262 milljörðum bandaríkjadala. Er því um að ræða 35 prósenta aukningu. 58 milljarðamæringar töpuðu hins vegar á árinu. Meðal annars sádiarabíski prinsinn Alwaleed Bin Talal, ríkasti maður Sádi-Arabíu, sem tapaði 1,9 milljörðum bandaríkjadala eftir að hann var hnepptur í varðhald vegna spillingarrannsóknar yfirvalda. Samanlagt tap þessara 58 milljarðamæringa var 46 milljarðar bandaríkjadala. Þá uppgötvaði Bloomberg 67 nýja milljarðamæringa á árinu. Ýmsir þeirra eru úr tæknigeiranum, meðal annars stofnendur Roku og Wayfair. Með gríðarlegri hækkun Bitcoin undir lok árs urðu einnig til nokkrir nýir milljarðamæringar. Til að mynda tvíburarnir Tyler og Cameron Winklevoss sem lesendur gætu þekkt úr kvikmyndinni The Social Network en þeir lögsóttu Facebook-manninn Mark Zuckerberg, sem hagnaðist um 22,6 milljarða á árinu, árið 2004 fyrir að hafa stolið hugmynd þeirra. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Fimm hundruð ríkustu einstaklingar heims högnuðust fjórfalt meira á þessu ári en því síðasta. Um er að ræða 23 prósenta, eða einnar billjónar dala, aukningu samanborið við 237 milljarða á síðasta ári. Þetta samsvarar 2,7 milljarða dala gróða á hverjum degi, andvirði 284 milljarða króna. Heildarverðmæti eigna hinna 500 eru metnar á 5,3 billjónir bandaríkjadala sem samsvarar rúmlega hálfum billjarði króna. Bloomberg tók saman skýrslu um fjármál þeirra ríkustu, líkt og hvert ár, og birti í gær. Óumdeildur sigurvegari ársins þykir Amazon-stofnandinn Jeff Bezos. Sá bætti mestu í peningakassann á árinu, 34,2 milljörðum dala. Sú viðbót henti Bill Gates af stalli ríkasta manns heims en þeim titli hafði Microsoft-stofnandinn haldið frá því í maí 2013. Bezos fór meðal annars yfir hundrað milljarða dala þröskuldinn í nóvemberlok en eins og stendur eru eignir hans metnar á 99,6 milljarða dala samanborið við 91,3 milljarða dala Gates. Samkvæmt Bloomberg var árið þó einna best hjá kínverskum milljarðamæringum. Samtals bættu þessir 38 Kínverjar við sig 177 milljörðum dala og er um 65 prósenta gróða hjá Kínverjunum að ræða samanborið við um tuttugu prósenta vöxt velda evrópskra og bandarískra auðjöfra. Þá eru nú fleiri asískir milljarðamæringar en bandarískir í fyrsta sinn samkvæmt skýrslu PricewaterhouseCoopers. Tveir Kínverjar þóttu standa sig allra best á árinu. Annars vegar Hui Ka Yan, stofnandi China Evergrande Group, sem bætti við sig 25,9 milljörðum dala, um 350 prósenta hagnaði, og þar með næstflestum dölum á eftir Bezoz. Hins vegar óx ríkidæmi Ma Huateng, stofnanda tæknifyrirtækisins Tencent, einna mest. Hann varð næstríkasti maður Asíu þegar verðmæti eigna hans tvöfaldaðist á árinu. Sé litið til þess á hverju milljarðamæringarnir auðguðust var vöxturinn mestur hjá tæknijöfrum. Alls eru 57 í þeim flokki á lista Bloomberg og bættu þeir samtals við sig 262 milljörðum bandaríkjadala. Er því um að ræða 35 prósenta aukningu. 58 milljarðamæringar töpuðu hins vegar á árinu. Meðal annars sádiarabíski prinsinn Alwaleed Bin Talal, ríkasti maður Sádi-Arabíu, sem tapaði 1,9 milljörðum bandaríkjadala eftir að hann var hnepptur í varðhald vegna spillingarrannsóknar yfirvalda. Samanlagt tap þessara 58 milljarðamæringa var 46 milljarðar bandaríkjadala. Þá uppgötvaði Bloomberg 67 nýja milljarðamæringa á árinu. Ýmsir þeirra eru úr tæknigeiranum, meðal annars stofnendur Roku og Wayfair. Með gríðarlegri hækkun Bitcoin undir lok árs urðu einnig til nokkrir nýir milljarðamæringar. Til að mynda tvíburarnir Tyler og Cameron Winklevoss sem lesendur gætu þekkt úr kvikmyndinni The Social Network en þeir lögsóttu Facebook-manninn Mark Zuckerberg, sem hagnaðist um 22,6 milljarða á árinu, árið 2004 fyrir að hafa stolið hugmynd þeirra.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira