Sport

Íslenskt par heimsmeistarar í dansi

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Pétur Gunnarsson og Polina Oddr
Pétur Gunnarsson og Polina Oddr mynd/hauður helga stefánsdóttir
Ísland eignaðist Heimsmeistara um helgina þegar heimsmeistaramót áhugamanna í dansi var haldið í Disneyland í París.

Pétur Gunnarsson og Polina Oddr kepptu í Suður-Amerískum latindönsum í flokki undir 21 árs og hlutu gullverðlaun fyrir dansa sína.

Mótið stóð yfir í 10 tíma og voru um 100 pör sem hófu keppni. Úkraínskt par lenti í öðru sæti og rússneskt í því þriðja.

Pétur og Polina unnu þennan titil líka á síðasta ári og vörðu því titilinn í ár. Þau kepptu samtals í fimm dönsum og unnu þá alla.

Parið vann einnig International meistaramótið sem fram fór í október, en það er eitt þriggja stærstu móta heims. Þau æfa og keppa fyrir Dansfélag Reykjavíkur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×