Innlent

Gætu knúið varmadælu beint fyrir framan ráðhús bæjarins

Daníel Freyr Birkisson skrifar
Frá framkvæmdunum við ráðhúsið.
Frá framkvæmdunum við ráðhúsið. snæfellsbær
Nægilegur hiti fannst við vegg ráðhúss Snæfellsbæjar á Hellissandi til þess að knýja varmadælu. Bærinn hefur undanfarið, í samstarfi við Ræktunarsamband Flóa og Skeiða, borað tilraunaholu til þess að kanna jarðlögin sem eru nokkuð flókin blanda af klöpp og hrauni. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Snæfellsbæjar en Skessuhorn greinir einnig frá.

Í Skessuhorni er haft eftir Kristni Jónassyni, bæjarstjóra Snæfellsbæjar, að borun holunnar hafi tekist vel, en hún er um 150 metrar að dýpt. Þar er að finna töluverðan sjó og vatn og mælist hitinn í henni 6,5 gráður og botnhiti um 15 gráður.

Í tilkynningunni á Facebook-síðu bæjarins segir að ef vel tekst til muni holan nýtast til að kynda ráðhúsið með því að tengja svokallaða „vatn-í-vatn“ varmadælu við hana. Reynsla af slíkum dælum hefur sýnt fram á orkusparnað upp að lágmarki 50-60 prósent. Það hlutfall megi hækka með vel einangruðum húsum með gólfhita þar sem slík hús þurfa minni orku.

Sjá má tilkynningu bæjarins á Facebook hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×