Innlent

Bein útsending: Fjárlagafrumvarpið rætt á Alþingi

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Bjarni Benediktsson mælir fyrir frumvarpinu.
Bjarni Benediktsson mælir fyrir frumvarpinu. Vísir/Hanna
Fyrsta umræða um frumvarp til fjárlaga ársins 2018 hefst á Alþingi í dag klukkan 10:30.

Alþingi var sett í gær en skömmu áður kynnti Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, frumvarpið í fjármálaráðuneytinu. Gert er ráð fyrir að heildarafkoma ríkissjóðs skili afgangi sem nemi 35 milljörðum króna.

Ljóst er að ekki er mikill tími til stefnu til að ræða frumvarpið en afgreiða þarf fjárlög fyrir 1. janúar.

Beina útsendingu frá umræðunni á Alþingi má sjá hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir

Útgjöld ríkissjóðs aukast um 66 milljarða á næsta ári

Útgjöld ríkissjóðs á næsta ári hækka um 66 milljarða króna miðað við fjárlög ársins í ár samkvæmt fyrsta fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur sem lagt verður fram á Alþingi í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×