Erfiðustu tímarnir þeir bestu fyrir mig Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. desember 2017 06:00 Katrín Tanja. vísir/stefán Katrín Tanja Davíðsdóttir, tvöfaldur heimsmeistari í CrossFit, er komin til landsins og mun dvelja hér yfir jólin. Á morgun tekur Katrín þátt í Spartan Race, sólarhringslöngu hindrunarhlaupi þar sem verðlaunaféð er rúmlega 25.000 Bandaríkjadalir, eða um 2,7 milljónir króna. „Mér bauðst að fara í þetta. Mér fannst ótrúlega gaman að fá að taka þátt í þessu hérna heima. þetta er mikil og öðruvísi áskorun. Ég veit ekki við hverju ég á að búast og hef ekki gert þetta áður,“ sagði Katrín í samtali við Fréttablaðið í gær. Hún dvelur að mestu í Bandaríkjunum við æfingar en ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar hér á Íslandi. Katrín Tanja varð heimsmeistari í CrossFit 2015 og 2016 og fékk titilinn hraustasta kona heims. Á heimsleikunum í ár lenti hún hins vegar í 5. sæti og missti titilinn í hendur hinnar áströlsku Tiu-Clair Toomey. „Síðasta ár fór ekki alveg eins og ég vildi en maður lærir alltaf. Svona eru íþróttirnar. Það að ég hafi ekki unnið í ár gefur mér mikið hungur og eldmóð. Ég er ótrúlega spennt fyrir næsta ári,“ sagði Katrín Tanja og bætti við að hún hefði lært mikið af síðasta ári. „Þetta sýndi mér hversu mikið ég vildi vinna. Það er auðvelt að vera með gott hugarfar og berjast í gegnum allt þegar maður er að vinna og allt gengur vel. En það gekk ekki allt eins og ég vildi. Ég var kannski ekki „on fire“ eins og ég var hin árin.“ Katrín stefnir ótrauð á að endurheimta heimsmeistaratitilinn á næsta ári og vinna hann í þriðja sinn. „Algjörlega. Ég hugsa að stærstu mistökin og erfiðustu tímarnir hafi verið þeir bestu fyrir mig. Þegar ég komst ekki á heimsleikana 2014 var það það besta sem gat komið fyrir mig því það sýndi hversu mikið mig langaði á þá og hversu mikið ég var tilbúin að leggja á mig til þess,“ sagði Katrín Tanja. Hún er langt í frá eina íslenska afrekskonan í CrossFit. Annie Mist Þórisdóttir varð til að mynda heimsmeistari 2011 og 2012 og var brautryðjandi í íþróttinni hér á landi. Katrín Tanja segist líta mikið upp Annie sem er vinkona og æfingafélagi hennar en jafnframt andstæðingur á mótum. „Ég hef þekkt Annie frá því ég byrjaði í CrossFit. Hún ruddi brautina fyrir okkur og ég hef alltaf litið mikið upp til hennar. Hún sýndi mér að það var ekki fjarlægur draumur að vinna. Ef hún getur þetta get ég þetta líka,“ sagði Katrín Tanja. „Það er erfitt að vera vinkonur og keppinautar en samband mitt við Annie er mér ótrúlega mikilvægt. Við gerum það sama daginn út og daginn inn og við fundum vináttu og virðingu fyrir hvor annarri. Ég vil vinna en ég vil að hún verði í 2. sæti En ég veit að hún vill það sama. Ég veit það hjálpar okkur báðum,“ sagði hún brosandi. Katrín Tanja er ein af stærstu stjörnunum í CrossFit-heiminum og er með meira en milljón fylgjendur á Instagram. Það hefur því mikið vatn runnið til sjávar síðan hún mætti á sína fyrstu CrossFit-æfingu. „Ég hef alltaf verið með mikið keppnisskap og fór í CrossFit til þess að keppa. En það hvarflaði ekki að mér, fyrr en á leikunum sem ég vann, að ég myndi vinna. Töfrar fara að gerast um leið og maður leggur sig allan í eitthvað, ekki smá, heldur allt,“ sagði Katrín Tanja sem leggur líf og sál í íþróttina. „Ég geri ekkert annað. Ég tók mér frí frá skólanum og er ekki að þjálfa. Þetta er bara mín vinna og ég legg allt í þetta. Þá uppsker maður.“ Aðrar íþróttir Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira
Katrín Tanja Davíðsdóttir, tvöfaldur heimsmeistari í CrossFit, er komin til landsins og mun dvelja hér yfir jólin. Á morgun tekur Katrín þátt í Spartan Race, sólarhringslöngu hindrunarhlaupi þar sem verðlaunaféð er rúmlega 25.000 Bandaríkjadalir, eða um 2,7 milljónir króna. „Mér bauðst að fara í þetta. Mér fannst ótrúlega gaman að fá að taka þátt í þessu hérna heima. þetta er mikil og öðruvísi áskorun. Ég veit ekki við hverju ég á að búast og hef ekki gert þetta áður,“ sagði Katrín í samtali við Fréttablaðið í gær. Hún dvelur að mestu í Bandaríkjunum við æfingar en ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar hér á Íslandi. Katrín Tanja varð heimsmeistari í CrossFit 2015 og 2016 og fékk titilinn hraustasta kona heims. Á heimsleikunum í ár lenti hún hins vegar í 5. sæti og missti titilinn í hendur hinnar áströlsku Tiu-Clair Toomey. „Síðasta ár fór ekki alveg eins og ég vildi en maður lærir alltaf. Svona eru íþróttirnar. Það að ég hafi ekki unnið í ár gefur mér mikið hungur og eldmóð. Ég er ótrúlega spennt fyrir næsta ári,“ sagði Katrín Tanja og bætti við að hún hefði lært mikið af síðasta ári. „Þetta sýndi mér hversu mikið ég vildi vinna. Það er auðvelt að vera með gott hugarfar og berjast í gegnum allt þegar maður er að vinna og allt gengur vel. En það gekk ekki allt eins og ég vildi. Ég var kannski ekki „on fire“ eins og ég var hin árin.“ Katrín stefnir ótrauð á að endurheimta heimsmeistaratitilinn á næsta ári og vinna hann í þriðja sinn. „Algjörlega. Ég hugsa að stærstu mistökin og erfiðustu tímarnir hafi verið þeir bestu fyrir mig. Þegar ég komst ekki á heimsleikana 2014 var það það besta sem gat komið fyrir mig því það sýndi hversu mikið mig langaði á þá og hversu mikið ég var tilbúin að leggja á mig til þess,“ sagði Katrín Tanja. Hún er langt í frá eina íslenska afrekskonan í CrossFit. Annie Mist Þórisdóttir varð til að mynda heimsmeistari 2011 og 2012 og var brautryðjandi í íþróttinni hér á landi. Katrín Tanja segist líta mikið upp Annie sem er vinkona og æfingafélagi hennar en jafnframt andstæðingur á mótum. „Ég hef þekkt Annie frá því ég byrjaði í CrossFit. Hún ruddi brautina fyrir okkur og ég hef alltaf litið mikið upp til hennar. Hún sýndi mér að það var ekki fjarlægur draumur að vinna. Ef hún getur þetta get ég þetta líka,“ sagði Katrín Tanja. „Það er erfitt að vera vinkonur og keppinautar en samband mitt við Annie er mér ótrúlega mikilvægt. Við gerum það sama daginn út og daginn inn og við fundum vináttu og virðingu fyrir hvor annarri. Ég vil vinna en ég vil að hún verði í 2. sæti En ég veit að hún vill það sama. Ég veit það hjálpar okkur báðum,“ sagði hún brosandi. Katrín Tanja er ein af stærstu stjörnunum í CrossFit-heiminum og er með meira en milljón fylgjendur á Instagram. Það hefur því mikið vatn runnið til sjávar síðan hún mætti á sína fyrstu CrossFit-æfingu. „Ég hef alltaf verið með mikið keppnisskap og fór í CrossFit til þess að keppa. En það hvarflaði ekki að mér, fyrr en á leikunum sem ég vann, að ég myndi vinna. Töfrar fara að gerast um leið og maður leggur sig allan í eitthvað, ekki smá, heldur allt,“ sagði Katrín Tanja sem leggur líf og sál í íþróttina. „Ég geri ekkert annað. Ég tók mér frí frá skólanum og er ekki að þjálfa. Þetta er bara mín vinna og ég legg allt í þetta. Þá uppsker maður.“
Aðrar íþróttir Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira