Erfiðustu tímarnir þeir bestu fyrir mig Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. desember 2017 06:00 Katrín Tanja. vísir/stefán Katrín Tanja Davíðsdóttir, tvöfaldur heimsmeistari í CrossFit, er komin til landsins og mun dvelja hér yfir jólin. Á morgun tekur Katrín þátt í Spartan Race, sólarhringslöngu hindrunarhlaupi þar sem verðlaunaféð er rúmlega 25.000 Bandaríkjadalir, eða um 2,7 milljónir króna. „Mér bauðst að fara í þetta. Mér fannst ótrúlega gaman að fá að taka þátt í þessu hérna heima. þetta er mikil og öðruvísi áskorun. Ég veit ekki við hverju ég á að búast og hef ekki gert þetta áður,“ sagði Katrín í samtali við Fréttablaðið í gær. Hún dvelur að mestu í Bandaríkjunum við æfingar en ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar hér á Íslandi. Katrín Tanja varð heimsmeistari í CrossFit 2015 og 2016 og fékk titilinn hraustasta kona heims. Á heimsleikunum í ár lenti hún hins vegar í 5. sæti og missti titilinn í hendur hinnar áströlsku Tiu-Clair Toomey. „Síðasta ár fór ekki alveg eins og ég vildi en maður lærir alltaf. Svona eru íþróttirnar. Það að ég hafi ekki unnið í ár gefur mér mikið hungur og eldmóð. Ég er ótrúlega spennt fyrir næsta ári,“ sagði Katrín Tanja og bætti við að hún hefði lært mikið af síðasta ári. „Þetta sýndi mér hversu mikið ég vildi vinna. Það er auðvelt að vera með gott hugarfar og berjast í gegnum allt þegar maður er að vinna og allt gengur vel. En það gekk ekki allt eins og ég vildi. Ég var kannski ekki „on fire“ eins og ég var hin árin.“ Katrín stefnir ótrauð á að endurheimta heimsmeistaratitilinn á næsta ári og vinna hann í þriðja sinn. „Algjörlega. Ég hugsa að stærstu mistökin og erfiðustu tímarnir hafi verið þeir bestu fyrir mig. Þegar ég komst ekki á heimsleikana 2014 var það það besta sem gat komið fyrir mig því það sýndi hversu mikið mig langaði á þá og hversu mikið ég var tilbúin að leggja á mig til þess,“ sagði Katrín Tanja. Hún er langt í frá eina íslenska afrekskonan í CrossFit. Annie Mist Þórisdóttir varð til að mynda heimsmeistari 2011 og 2012 og var brautryðjandi í íþróttinni hér á landi. Katrín Tanja segist líta mikið upp Annie sem er vinkona og æfingafélagi hennar en jafnframt andstæðingur á mótum. „Ég hef þekkt Annie frá því ég byrjaði í CrossFit. Hún ruddi brautina fyrir okkur og ég hef alltaf litið mikið upp til hennar. Hún sýndi mér að það var ekki fjarlægur draumur að vinna. Ef hún getur þetta get ég þetta líka,“ sagði Katrín Tanja. „Það er erfitt að vera vinkonur og keppinautar en samband mitt við Annie er mér ótrúlega mikilvægt. Við gerum það sama daginn út og daginn inn og við fundum vináttu og virðingu fyrir hvor annarri. Ég vil vinna en ég vil að hún verði í 2. sæti En ég veit að hún vill það sama. Ég veit það hjálpar okkur báðum,“ sagði hún brosandi. Katrín Tanja er ein af stærstu stjörnunum í CrossFit-heiminum og er með meira en milljón fylgjendur á Instagram. Það hefur því mikið vatn runnið til sjávar síðan hún mætti á sína fyrstu CrossFit-æfingu. „Ég hef alltaf verið með mikið keppnisskap og fór í CrossFit til þess að keppa. En það hvarflaði ekki að mér, fyrr en á leikunum sem ég vann, að ég myndi vinna. Töfrar fara að gerast um leið og maður leggur sig allan í eitthvað, ekki smá, heldur allt,“ sagði Katrín Tanja sem leggur líf og sál í íþróttina. „Ég geri ekkert annað. Ég tók mér frí frá skólanum og er ekki að þjálfa. Þetta er bara mín vinna og ég legg allt í þetta. Þá uppsker maður.“ Aðrar íþróttir Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Fleiri fréttir Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Fram flaug áfram í bikarnum Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Sjáðu bestu tilþrifin á öðru keppniskvöldi úrvalsdeildarinnar Sigurjón hættur með Gróttu Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Sjá meira
Katrín Tanja Davíðsdóttir, tvöfaldur heimsmeistari í CrossFit, er komin til landsins og mun dvelja hér yfir jólin. Á morgun tekur Katrín þátt í Spartan Race, sólarhringslöngu hindrunarhlaupi þar sem verðlaunaféð er rúmlega 25.000 Bandaríkjadalir, eða um 2,7 milljónir króna. „Mér bauðst að fara í þetta. Mér fannst ótrúlega gaman að fá að taka þátt í þessu hérna heima. þetta er mikil og öðruvísi áskorun. Ég veit ekki við hverju ég á að búast og hef ekki gert þetta áður,“ sagði Katrín í samtali við Fréttablaðið í gær. Hún dvelur að mestu í Bandaríkjunum við æfingar en ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar hér á Íslandi. Katrín Tanja varð heimsmeistari í CrossFit 2015 og 2016 og fékk titilinn hraustasta kona heims. Á heimsleikunum í ár lenti hún hins vegar í 5. sæti og missti titilinn í hendur hinnar áströlsku Tiu-Clair Toomey. „Síðasta ár fór ekki alveg eins og ég vildi en maður lærir alltaf. Svona eru íþróttirnar. Það að ég hafi ekki unnið í ár gefur mér mikið hungur og eldmóð. Ég er ótrúlega spennt fyrir næsta ári,“ sagði Katrín Tanja og bætti við að hún hefði lært mikið af síðasta ári. „Þetta sýndi mér hversu mikið ég vildi vinna. Það er auðvelt að vera með gott hugarfar og berjast í gegnum allt þegar maður er að vinna og allt gengur vel. En það gekk ekki allt eins og ég vildi. Ég var kannski ekki „on fire“ eins og ég var hin árin.“ Katrín stefnir ótrauð á að endurheimta heimsmeistaratitilinn á næsta ári og vinna hann í þriðja sinn. „Algjörlega. Ég hugsa að stærstu mistökin og erfiðustu tímarnir hafi verið þeir bestu fyrir mig. Þegar ég komst ekki á heimsleikana 2014 var það það besta sem gat komið fyrir mig því það sýndi hversu mikið mig langaði á þá og hversu mikið ég var tilbúin að leggja á mig til þess,“ sagði Katrín Tanja. Hún er langt í frá eina íslenska afrekskonan í CrossFit. Annie Mist Þórisdóttir varð til að mynda heimsmeistari 2011 og 2012 og var brautryðjandi í íþróttinni hér á landi. Katrín Tanja segist líta mikið upp Annie sem er vinkona og æfingafélagi hennar en jafnframt andstæðingur á mótum. „Ég hef þekkt Annie frá því ég byrjaði í CrossFit. Hún ruddi brautina fyrir okkur og ég hef alltaf litið mikið upp til hennar. Hún sýndi mér að það var ekki fjarlægur draumur að vinna. Ef hún getur þetta get ég þetta líka,“ sagði Katrín Tanja. „Það er erfitt að vera vinkonur og keppinautar en samband mitt við Annie er mér ótrúlega mikilvægt. Við gerum það sama daginn út og daginn inn og við fundum vináttu og virðingu fyrir hvor annarri. Ég vil vinna en ég vil að hún verði í 2. sæti En ég veit að hún vill það sama. Ég veit það hjálpar okkur báðum,“ sagði hún brosandi. Katrín Tanja er ein af stærstu stjörnunum í CrossFit-heiminum og er með meira en milljón fylgjendur á Instagram. Það hefur því mikið vatn runnið til sjávar síðan hún mætti á sína fyrstu CrossFit-æfingu. „Ég hef alltaf verið með mikið keppnisskap og fór í CrossFit til þess að keppa. En það hvarflaði ekki að mér, fyrr en á leikunum sem ég vann, að ég myndi vinna. Töfrar fara að gerast um leið og maður leggur sig allan í eitthvað, ekki smá, heldur allt,“ sagði Katrín Tanja sem leggur líf og sál í íþróttina. „Ég geri ekkert annað. Ég tók mér frí frá skólanum og er ekki að þjálfa. Þetta er bara mín vinna og ég legg allt í þetta. Þá uppsker maður.“
Aðrar íþróttir Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Fleiri fréttir Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Fram flaug áfram í bikarnum Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Sjáðu bestu tilþrifin á öðru keppniskvöldi úrvalsdeildarinnar Sigurjón hættur með Gróttu Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Sjá meira