Næringarfræðingur um Nocco-æði Íslendinga: "Koffín er slæm redding“ Erla Björg Gunnarsdóttir og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 17. desember 2017 21:00 Elísabet fær margar fyrirspurnir um börn og orkudrykkjanotkun þeirra Vísir/skjáskot Sykurlausi koffíndrykkurinn NOCCO hefur slegið í gegn á Íslandi og telur heildsali að Íslendingar eigi heimsmet í drykkjunni. Næringarfræðingur segir orkudrykkina sérlega slæma fyrir börn og unglinga og ráðleggur foreldrum að auka svefn og bæta næringu barna sinna. NOCCO eru sykur- og kolvetnislausir drykkir sem innihalda BCAA amínósýrur. Á Nútímanum kemur fram að yfir þrjár milljónir dósa hafi verið fluttar inn á þessu ári - en það eru um níu dósir á hvern Íslending. Heildsalinn sem flytur drykkinn inn segir Íslendinga klárlega eiga heimsmet í drykkju á Nocco ef miðað er við höfðatölu. Hægt er að fá drykkinn með mismunandi koffínmagni víða í heiminum. Koffínlausan, með 105 mg af koffíni og allt upp í 180 mg í hverri dós. Til samanburðar er 165 milligrömm af koffíni í sama magni af kaffi og 23 milligrömm í sama magni af kóladrykk. Ársæll Þór Bjarnason, eigandi heildverslunarinnar Core sem flytur inn drykkinn, bendir þó á í samtali við fréttastofu að Nocco með mesta koffínmagninu, 180 mg, fáist ekki á Íslandi. „Við seljum ekki 180 mg koffín Nocco hér,“ segir Ársæll í samtali við fréttastofu. „Það er ekki leyfilegt að selja nema 105.“ Hann segir að þetta hafi verið selt hér um tíma en það hafi verið fyrir mistök og hafi verið tekið úr sölu. Ekki sé hægt að kaupa 180 mg koffín Nocco á Íslandi eins og er. „Það er komin undanþága fyrir því en hún er ekki komin í sölu.“ Elísabet Reynisdóttir, næringarfræðingur, hefur áhyggjur af því að ávanabindandi orkudrykkir séu í tísku hjá börnum og unglingum. „Ég hef haldið fyrirliestra fyrir íþróttafélög og þetta er alltaf áhyggjuefnið, og er ég beðin um að leiðbeina krökkunum. Málið er að fólk heldur að það verði betra í íþróttum með því að drekka orkudrykki," segir hún. Samkvæmt upplýsingum frá Matvælastofnun ætti sjö ára barn sem er 24 kíló ekki að neyta meira en 60 milligramma af koffíni. Einn Nocco með 180 milligrömmum af koffíni er því þrefaldur dagskammtur. Elísabet segir að hlúa þurfi að grunnþörfunum enda sé ekki eðlilegt að fólk þurfi stöðugt að ná sér í aukaorku yfir daginn. „Það er eitthvað annað sem við þurfum að grípa inn í. Næra okkur rétt, sofa og sinna okkur andlega. Koffínið er slæm redding. Enda getur það haft slæm áhrif á hjarta- og æðakerfið og stresshormón. Þannig að þetta er ekki góð redding til lengdar og ekki í miklu magni. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Sykurlausi koffíndrykkurinn NOCCO hefur slegið í gegn á Íslandi og telur heildsali að Íslendingar eigi heimsmet í drykkjunni. Næringarfræðingur segir orkudrykkina sérlega slæma fyrir börn og unglinga og ráðleggur foreldrum að auka svefn og bæta næringu barna sinna. NOCCO eru sykur- og kolvetnislausir drykkir sem innihalda BCAA amínósýrur. Á Nútímanum kemur fram að yfir þrjár milljónir dósa hafi verið fluttar inn á þessu ári - en það eru um níu dósir á hvern Íslending. Heildsalinn sem flytur drykkinn inn segir Íslendinga klárlega eiga heimsmet í drykkju á Nocco ef miðað er við höfðatölu. Hægt er að fá drykkinn með mismunandi koffínmagni víða í heiminum. Koffínlausan, með 105 mg af koffíni og allt upp í 180 mg í hverri dós. Til samanburðar er 165 milligrömm af koffíni í sama magni af kaffi og 23 milligrömm í sama magni af kóladrykk. Ársæll Þór Bjarnason, eigandi heildverslunarinnar Core sem flytur inn drykkinn, bendir þó á í samtali við fréttastofu að Nocco með mesta koffínmagninu, 180 mg, fáist ekki á Íslandi. „Við seljum ekki 180 mg koffín Nocco hér,“ segir Ársæll í samtali við fréttastofu. „Það er ekki leyfilegt að selja nema 105.“ Hann segir að þetta hafi verið selt hér um tíma en það hafi verið fyrir mistök og hafi verið tekið úr sölu. Ekki sé hægt að kaupa 180 mg koffín Nocco á Íslandi eins og er. „Það er komin undanþága fyrir því en hún er ekki komin í sölu.“ Elísabet Reynisdóttir, næringarfræðingur, hefur áhyggjur af því að ávanabindandi orkudrykkir séu í tísku hjá börnum og unglingum. „Ég hef haldið fyrirliestra fyrir íþróttafélög og þetta er alltaf áhyggjuefnið, og er ég beðin um að leiðbeina krökkunum. Málið er að fólk heldur að það verði betra í íþróttum með því að drekka orkudrykki," segir hún. Samkvæmt upplýsingum frá Matvælastofnun ætti sjö ára barn sem er 24 kíló ekki að neyta meira en 60 milligramma af koffíni. Einn Nocco með 180 milligrömmum af koffíni er því þrefaldur dagskammtur. Elísabet segir að hlúa þurfi að grunnþörfunum enda sé ekki eðlilegt að fólk þurfi stöðugt að ná sér í aukaorku yfir daginn. „Það er eitthvað annað sem við þurfum að grípa inn í. Næra okkur rétt, sofa og sinna okkur andlega. Koffínið er slæm redding. Enda getur það haft slæm áhrif á hjarta- og æðakerfið og stresshormón. Þannig að þetta er ekki góð redding til lengdar og ekki í miklu magni.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira