Innlent

HSN kvartar yfir peningaleysi

Sveinn Arnarsson skrifar
Heilsugæslan á Akureyri er rekin af HSN.
Heilsugæslan á Akureyri er rekin af HSN. vísir/auðunn
Framkvæmdastjórn Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN) lýsir yfir vonbrigðum með nýútgefið fjárlagafrumvarp. Í þeim auknu fjárframlögum sem ætluð eru til að styrkja rekstur heilbrigðisþjónustu í landinu er sett 20 milljóna króna hagræðingarkrafa á stofnunina.

Heilbrigðisstofnunin sinnir öllu Norðurlandi og eru á fjórða tug þúsunda skjólstæðinga á þessu víðfeðma svæði. „Líkt og annars staðar eru íbúar að eldast og skjólstæðingar veikari þegar þeir útskrifast af sjúkrahúsum. Samkvæmt lýðheilsuvísum landlæknis 2016 og 2017 eru marktækt fleiri íbúar á Norðurlandi sem meta bæði líkamlega og andlega heilsu sína slæma eða lélega samanborið við landsmeðaltal,“ segir í tilkynningu HSN.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×