Lífið

Landsliðsmaður selur slotið

Benedikt Bóas skrifar
Hallgrímur er búinn að vera í atvinnumennsku frá 2009.
Hallgrímur er búinn að vera í atvinnumennsku frá 2009.
Hallgrímur Jónasson, atvinnumaður í Danmörku, er að selja íbúðina sína á Akureyri.

Íbúðin er í Stekkjartúni og er samkvæmt lýsingu falleg 4ra herbergja endaíbúð á efri hæð í Naustahverfinu. Hún er 110 fermetrar að stærð.

Íbúðin skiptist í forstofu, gang, eldhús, stofu, þrjú svefnherbergi, baðherbergi, geymslu og þvottaherbergi. Einnig er sameiginleg um 9,5 fermetra geymsla á neðri hæð.

Innréttingar og hurðar eru hvítar háglans frá Kvikk. Hvíttað planka parket er á öllum gólfum fyrir utan votrými þar sem flísar njóta sín. Innfelld halogen lýsing er í eldhús, stofu, gang og forstofu.

Hægt er að skoða eignina nánar á fasteignavef Vísis.

Efstu fjögur lið síðustu leiktíðar; Valur, Stjarnan, FH og KR, vilja öll fá Hallgrím til sín, samkvæmt heimildum vísis, sem og KA en Hallgrímur er að norðan. Hann er ættaður frá Mývatnssveit en ólst upp á Húsavík.

Spurning hvort salan á húsinu tengist því að hann ætlar ekki að ganga í raðir KA.

Hallgrímur, sem verður 32 ára á næsta ári, er fastamaður í liði Lyngby en hefur verið meiddur undanfarnar vikur. Hann er þó að komast aftur af stað.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.