Hinn tvítugi Lookman skein skært í fjarveru Gylfa og Rooney Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. desember 2017 19:45 Ademola Lookman fagnar marki í kvöld. Vísir/EPA Ademola Lookman nýtti tækifæri vel í kvöld þegar Everton heimssótti kýpverska liðið Apollon Limasol í lokaleik sínum í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í fótbolta. Hinn tvítugi Ademola Lookman hafði ekki skorað fyrir Everton á tímabilinu en skoraði tvö mörk í kvöld í 3-0 sigri. Þetta var jafnframt fyrsti sigur Everton í riðlakeppni Evrópudeildarinnar en liðið fjórfaldaði stigatölu sína með þessum sigri. Gylfi Þór Sigurðsson og Wayne Rooney voru báðir hvíldir í þessari ferð til Kýpur en framundan eru leikur á móti Liverpool í ensku úrvalsdeildinni um helgina.20 - Ademola Lookman goal tonight has ended a run of 20 competitive appearances for Everton without scoring, since netting on his debut for the club in January vs Man City. Wait. pic.twitter.com/cOi1nMqmDA — OptaJoe (@OptaJoe) December 7, 2017 Ademola Lookman skoraði fyrsta mark leiksins á 21. mínútu með laglegum skalla á fjærstöng eftir fyrirgjöf frá Nikola Vlasic. Hann var búinn að spila 20 leiki í röð án þess að skora eftir að skorað í fyrsta leik sínum fyrir félagið. Lookman skoraði annað markið sitt aðeins sjö mínútum síðar en nú með fallegu skoti fyrir utan teig. Seinna markið hans Ademola Lookman kom eftir frábæra sókn en Everton menn áttu þá 26 heppnaðar sendingar í röð áður en hann þrumaði boltanum í netið.26 - Ademola Lookman's second goal for Everton vs Apollon Limassol tonight ended a sequence of 26 passes. Confidence. pic.twitter.com/PVysXjwV8G — OptaJoe (@OptaJoe) December 7, 2017 Nikola Vlasic innsiglaði síðan sigurinn á 87. mínútu leiksins eftir að hafa fengið sendingu frá Nathan Broadhead. Ungu strákarnir fengu að njóta sín hjá Everton í kvöld og hinn sextán ára Anthony Gordon kom inná sem varamaður rétt fyrir leikslok. Evrópudeild UEFA
Ademola Lookman nýtti tækifæri vel í kvöld þegar Everton heimssótti kýpverska liðið Apollon Limasol í lokaleik sínum í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í fótbolta. Hinn tvítugi Ademola Lookman hafði ekki skorað fyrir Everton á tímabilinu en skoraði tvö mörk í kvöld í 3-0 sigri. Þetta var jafnframt fyrsti sigur Everton í riðlakeppni Evrópudeildarinnar en liðið fjórfaldaði stigatölu sína með þessum sigri. Gylfi Þór Sigurðsson og Wayne Rooney voru báðir hvíldir í þessari ferð til Kýpur en framundan eru leikur á móti Liverpool í ensku úrvalsdeildinni um helgina.20 - Ademola Lookman goal tonight has ended a run of 20 competitive appearances for Everton without scoring, since netting on his debut for the club in January vs Man City. Wait. pic.twitter.com/cOi1nMqmDA — OptaJoe (@OptaJoe) December 7, 2017 Ademola Lookman skoraði fyrsta mark leiksins á 21. mínútu með laglegum skalla á fjærstöng eftir fyrirgjöf frá Nikola Vlasic. Hann var búinn að spila 20 leiki í röð án þess að skora eftir að skorað í fyrsta leik sínum fyrir félagið. Lookman skoraði annað markið sitt aðeins sjö mínútum síðar en nú með fallegu skoti fyrir utan teig. Seinna markið hans Ademola Lookman kom eftir frábæra sókn en Everton menn áttu þá 26 heppnaðar sendingar í röð áður en hann þrumaði boltanum í netið.26 - Ademola Lookman's second goal for Everton vs Apollon Limassol tonight ended a sequence of 26 passes. Confidence. pic.twitter.com/PVysXjwV8G — OptaJoe (@OptaJoe) December 7, 2017 Nikola Vlasic innsiglaði síðan sigurinn á 87. mínútu leiksins eftir að hafa fengið sendingu frá Nathan Broadhead. Ungu strákarnir fengu að njóta sín hjá Everton í kvöld og hinn sextán ára Anthony Gordon kom inná sem varamaður rétt fyrir leikslok.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti