Markaveisla hjá Arsenal á Emirates í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. desember 2017 21:45 Theo Walcott var flottur í kvöld. Vísir/Getty Arsenal vann 6-0 stórsigur á hvít-rússneska liðinu BATE Borisov í kvöld í lokaumferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Theo Walcott skoraði eitt mark í kvöld en átti líka þátt í fjórum öðrum mörkunum. Walcott var með fyrirliðabandið í leiknum og það kveikti heldur betur í honum. Arsenal var fyrir leikinn búið að vinna riðilinn og tryggja sér sæti í 32 liða úrslitunum. Sigurinn í kvöld þýðir að liðið náði í 13 stig af 18 mögulegum og endaði með markatöluna 14-4. Arsenal skoraði fyrsta markið eftir ellefu mínútur, var 3-0 yfir í hálfleik og komst í 4-0 í upphafi seinni hálfleiksins. Mathieu Debuchy minnti á sig með sínu fyrsta marki í þrjú ár þegar hann kom Arsenal í 1-0 með þrumuskoti af átján metrum. Theo Walcott átti þátt í undirbúningi fyrsta marksins og skoraði síðan annað markið sjálfur á 37. mínútu. Jack Wilshere skoraði þriðja markið sex mínútum síðar eftir stoðsendingu frá Theo Walcott sem var allt í öllu í fyrri hálfleiknum. Seinni hálfleikurinn byrjaði ekki vel fyrir BATE þegar Denis Polyakov sendi boltann í eigið mark á 51. mínútu eftir sendingu frá Theo Walcott. Danny Welbeck beið eftir boltanum en Polyakov sá um vinnuna fyrir hann. Theo Walcott var felldur í teignum á 64. mínútu og Olivier Giroud skoraði úr vítaspyrnunni en þurfti reyndar að taka hans tvisvar sinnum. Egyptinn Mohamed Elneny skoraði sjötta mark Arsenal á 74. mínútu eftir flottan undirbúning frá Jack Wilshere. Það var lokamark kvöldsins. Evrópudeild UEFA
Arsenal vann 6-0 stórsigur á hvít-rússneska liðinu BATE Borisov í kvöld í lokaumferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Theo Walcott skoraði eitt mark í kvöld en átti líka þátt í fjórum öðrum mörkunum. Walcott var með fyrirliðabandið í leiknum og það kveikti heldur betur í honum. Arsenal var fyrir leikinn búið að vinna riðilinn og tryggja sér sæti í 32 liða úrslitunum. Sigurinn í kvöld þýðir að liðið náði í 13 stig af 18 mögulegum og endaði með markatöluna 14-4. Arsenal skoraði fyrsta markið eftir ellefu mínútur, var 3-0 yfir í hálfleik og komst í 4-0 í upphafi seinni hálfleiksins. Mathieu Debuchy minnti á sig með sínu fyrsta marki í þrjú ár þegar hann kom Arsenal í 1-0 með þrumuskoti af átján metrum. Theo Walcott átti þátt í undirbúningi fyrsta marksins og skoraði síðan annað markið sjálfur á 37. mínútu. Jack Wilshere skoraði þriðja markið sex mínútum síðar eftir stoðsendingu frá Theo Walcott sem var allt í öllu í fyrri hálfleiknum. Seinni hálfleikurinn byrjaði ekki vel fyrir BATE þegar Denis Polyakov sendi boltann í eigið mark á 51. mínútu eftir sendingu frá Theo Walcott. Danny Welbeck beið eftir boltanum en Polyakov sá um vinnuna fyrir hann. Theo Walcott var felldur í teignum á 64. mínútu og Olivier Giroud skoraði úr vítaspyrnunni en þurfti reyndar að taka hans tvisvar sinnum. Egyptinn Mohamed Elneny skoraði sjötta mark Arsenal á 74. mínútu eftir flottan undirbúning frá Jack Wilshere. Það var lokamark kvöldsins.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti