Fótbolti

Danirnir komust í 32 liða úrslit Evrópudeildarinnar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
FCK leikmennirnir Denis Vavro og Nicolai Boilese fagna sigri í kvöld.
FCK leikmennirnir Denis Vavro og Nicolai Boilese fagna sigri í kvöld. Vísir/Getty
Danska liðið FC Kaupmannahöfn tryggði sér í kvöld sæti í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar eftir 2-0 sigur á Sheriff Tiraspol frá Moldóvíu.

Danirnir byrjuðu daginn í þriðja sæti riðilsins en náðu öðru sætinu á eftir rússneska liðinu Lokomotiv frá Moskvu.

Hér fyrir neðan má sjá hvernig hlutirnir gengur fyrir sig í þeim sex riðlum sem voru spilaðir í fyrri helmingi kvöldsins í Evrópudeildinni.

A-riðill: Villarreal var búið að vinna riðilinn og því komið áfram en liðið tapaði 1-0 á móti Maccabi Tel-Aviv. Astana vann 1-0 sigur á Slavia Prag og tryggði sér annað sætið og sæti í 32 liða úrslitunum.

B-riðill: Dynamo Kiev tryggði sér sigur í riðlinum með 4-1 sigri á Partizan Belgrad. Partizan hélt öðru sætinu þrátt fyrir tapið. Ribeiro Moraes Junior skoraði þrennu fyrir úkraínska liðið.

C-riðill: Braga vinnur riðilinn þrátt fyrir 2-1 tap á móti Istanbul Basaksehir. Ludogorets gerði 1-1 jafntefli við Hoffenheim og tryggði sér annað sætið.

D-riðill: AC Milan tapaði 2-0 fyrir HNK Rijeka en það skipti ekki máli því ítalska liðið var þegar búið að vinna riðilinn. AEK Aþena náði öðru sætinu eftir markalaust jafntefli við Austria Vín.

E-riðill: Atalanta vann Lyon 1-0 og endar efst í riðlinum en bæði liðin voru komin áfram. Everton vann sinn fyrsta sigur í riðlakeppninni þegar liðið sótti þrjú stig til Kýpur. Everton endaði því ekki í neðsta sæti riðilsins.  

F-riðill: Sheriff Tiraspol byrjaði daginn í efsta sætinu en duttu nður í þriðja sætið eftir 2-0 tap á móti FC Kaupmannahöfn. Danirnir komust áfram og það gerðu einnig leikmenn Lokomotiv Moskvu eftir 2-0 sigur á Zlín.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×