Algjört hrun í markaskorun hjá Cristiano Ronaldo í spænsku deildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. nóvember 2017 15:30 Cristiano Ronaldo. Vísir/Getty Cristiano Ronaldo hefur safnað að sér verðlaunum í haust og varð pabbi í fjórða sinn á dögunum. Lífið leikur við kappann eða alveg þangað til að kemur að því að koma boltanum í markið í spænsku deildinni. Cristiano Ronaldo náði ekki að skora í markalausu jafntefli Real Madrid og Atletico Madrid um helgina og það hlýtur að vera erfitt fyrir þennan metnaðarfulla leikmenn að horfa á tölfræði sína í spænsku deildinni það sem af er á þessu tímabili. Cristiano Ronaldo hefur nefnilega aðeins skorað eitt mark í átta deildarleikjum í byrjun tímabilsins og stoðsendingarnar eru „aðeins“ tvær.Cristiano Ronaldo in La Liga this season: Shots: 55 Goals: 1 Struggling pic.twitter.com/wskR6ccMIi — GeniusFootball (@GeniusFootball) November 19, 2017 Ronaldo hefur þegar reynt 55 skot í þessum átta leikjum og er því með aðeins tæplega tvö prósent skotnýtingu í spænsku deildinni. Þegar við skoðum tölfræði Cristiano Ronaldo frá síðustu tímabilum með Real Madrid þá er um að ræða algjört hrun í markaskorun hjá Cristiano Ronaldo í spænsku deildinni. Hann var kominn með sjö fleiri mörk á sama tíma á síðustu tveimur tímabilum á undan og tímabilið 2014-15 þá var hann búinn að skorað nítján fleiri mörk en í vetur.Los goles de Cristiano en las primeras 12 jornadas de La Liga por temporada: 2009-10: 2010-11: 2011-12: 2012-13: 2013-14: 2014-15: 2015-16: 2016-17: 2017-18: (ha jugado 720 minutos en esta Liga) — MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) November 18, 2017 Það sem meira er að þetta markaleysi Cristiano Ronaldo á sinn þátt í því að Real Madrid liðið er þegar komið tíu stigum á eftir toppliði Barcelona eftir þessar tólf umferðir. Real Madrid er meira að segja sex stigum frá öðru sætinu þar sem Valencia er. Það er kannski ekkert skrýtið þótt að hann sé efni í nokkrar fyndnar færslur á Twitter eins og þessa hér fyrir neðan.Cristiano Ronaldo has had more children (3) in the last 5 months, than goals scored in La Liga (1). pic.twitter.com/2epdQBAMjG — GeniusFootball (@GeniusFootball) November 19, 2017 Spænski boltinn Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Cristiano Ronaldo hefur safnað að sér verðlaunum í haust og varð pabbi í fjórða sinn á dögunum. Lífið leikur við kappann eða alveg þangað til að kemur að því að koma boltanum í markið í spænsku deildinni. Cristiano Ronaldo náði ekki að skora í markalausu jafntefli Real Madrid og Atletico Madrid um helgina og það hlýtur að vera erfitt fyrir þennan metnaðarfulla leikmenn að horfa á tölfræði sína í spænsku deildinni það sem af er á þessu tímabili. Cristiano Ronaldo hefur nefnilega aðeins skorað eitt mark í átta deildarleikjum í byrjun tímabilsins og stoðsendingarnar eru „aðeins“ tvær.Cristiano Ronaldo in La Liga this season: Shots: 55 Goals: 1 Struggling pic.twitter.com/wskR6ccMIi — GeniusFootball (@GeniusFootball) November 19, 2017 Ronaldo hefur þegar reynt 55 skot í þessum átta leikjum og er því með aðeins tæplega tvö prósent skotnýtingu í spænsku deildinni. Þegar við skoðum tölfræði Cristiano Ronaldo frá síðustu tímabilum með Real Madrid þá er um að ræða algjört hrun í markaskorun hjá Cristiano Ronaldo í spænsku deildinni. Hann var kominn með sjö fleiri mörk á sama tíma á síðustu tveimur tímabilum á undan og tímabilið 2014-15 þá var hann búinn að skorað nítján fleiri mörk en í vetur.Los goles de Cristiano en las primeras 12 jornadas de La Liga por temporada: 2009-10: 2010-11: 2011-12: 2012-13: 2013-14: 2014-15: 2015-16: 2016-17: 2017-18: (ha jugado 720 minutos en esta Liga) — MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) November 18, 2017 Það sem meira er að þetta markaleysi Cristiano Ronaldo á sinn þátt í því að Real Madrid liðið er þegar komið tíu stigum á eftir toppliði Barcelona eftir þessar tólf umferðir. Real Madrid er meira að segja sex stigum frá öðru sætinu þar sem Valencia er. Það er kannski ekkert skrýtið þótt að hann sé efni í nokkrar fyndnar færslur á Twitter eins og þessa hér fyrir neðan.Cristiano Ronaldo has had more children (3) in the last 5 months, than goals scored in La Liga (1). pic.twitter.com/2epdQBAMjG — GeniusFootball (@GeniusFootball) November 19, 2017
Spænski boltinn Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira