Hvorki Viðar Örn né restin af Maccabi-liðinu getur skorað í Evrópudeildinni Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. nóvember 2017 22:00 Viðar Örn Kjartansson er ekki búinn að skora mark í Meistaradeildinni. vísir/afp Viðar Örn Kjartansson og félagar hans í ísraelska liðinu Maccabi Tel Aviv töpuðu, 2-0, fyrir Slavia Prag á heimavelli í fimmtu umferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. Josef Husbauer skoraði bæði mörkin fyrir gestina frá Tékklandi í sitthvorum hálfleiknum og mætast því Slavia og Astana frá Kasakstan í úrslitaleik um sæti í 32 liða úrslitum í lokaumferðinni. Maccabi er nú búið að spila fimm leiki í riðlakeppninni án þess að skora en liðið er með eitt stig af fimmtán mögulegum og var úr leik fyrir leikinn í kvöld. Eðli málsins samkvæmt er íslenski landsliðsframherjinn Viðar Örn Kjartansson ekki kominn á blað frekar en restin af Maccabi-liðinu en hann hefur nú aðeins skorað eitt mark í tíu leikjum með Maccabi í Evrópudeildinni á undanförnum tveimur tímabilum. Viðar Örn er búinn að skora fjögur mörk í tíu leikjum í deildinni og þá skoraði hann fjögur mörk í sjö leikjum í undankeppni Evrópudeildarinnar en riðlakeppnin virðist ekki ætla að vera honum gjöful þetta árið frekar en í fyrra. Evrópudeild UEFA
Viðar Örn Kjartansson og félagar hans í ísraelska liðinu Maccabi Tel Aviv töpuðu, 2-0, fyrir Slavia Prag á heimavelli í fimmtu umferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. Josef Husbauer skoraði bæði mörkin fyrir gestina frá Tékklandi í sitthvorum hálfleiknum og mætast því Slavia og Astana frá Kasakstan í úrslitaleik um sæti í 32 liða úrslitum í lokaumferðinni. Maccabi er nú búið að spila fimm leiki í riðlakeppninni án þess að skora en liðið er með eitt stig af fimmtán mögulegum og var úr leik fyrir leikinn í kvöld. Eðli málsins samkvæmt er íslenski landsliðsframherjinn Viðar Örn Kjartansson ekki kominn á blað frekar en restin af Maccabi-liðinu en hann hefur nú aðeins skorað eitt mark í tíu leikjum með Maccabi í Evrópudeildinni á undanförnum tveimur tímabilum. Viðar Örn er búinn að skora fjögur mörk í tíu leikjum í deildinni og þá skoraði hann fjögur mörk í sjö leikjum í undankeppni Evrópudeildarinnar en riðlakeppnin virðist ekki ætla að vera honum gjöful þetta árið frekar en í fyrra.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti