Vill að þingið álykti að rangt hafi verið að ákæra Geir Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. nóvember 2017 18:04 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, telur að niðurstaða Mannréttindadómstólsins breyti í engu þeirri meginniðurstöðu að Geir H. Haarde hafi unnið landsdómsmálið. vísir/ernir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hyggst leggja fram þingsályktunartillögu þegar Alþingi kemur saman á ný um að þingið álykti að það hafi verið rangt að ákæra Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, í landsdómsmálinu. Þetta kemur fram í pistli sem Sigmundur ritar á heimasíðu sína í dag og ber yfirskriftina „Niðurstaðan í landsdómsmálinu.“ Eins og greint var frá í dag kvað Mannréttindadómstóll Evrópu upp dóm sinn í máli Geirs gegn íslenska ríkinu. Geir höfðaði málið á þeim grundvelli hann hafi ekki fengið réttláta málsmeðferð í landsdómsmálinu. Hann byggði meðal annars á því að ákvörðun Alþingis um ákæru á hendur honum hafi verið tekin á pólitískum forsendum en ekki með hlutlausu mati. Þá hafi alvarlegir gallar verið á undirbúningi málsmeðferðarinnar og landsdómur hafi hvorki verið óvilhallur né sjálfstæður. Niðurstaða Mannréttindadómstólsins var sú að ekki hefði verið brotið á Geir við málsmeðferðina. Þá komst dómurinn einnig að því að ekki hafi skort á skýrleika refsiheimilda líkt og Geir hélt fram. Einn dómari af sex skilaði þó séráliti í þeim lið og var ósammála meirihluta.„Breytir í engu þeirri meginniðurstöðu að Geir vann landsdómsmálið“ Í yfirlýsingu sem Geir sendi frá sér kvaðst hann ætla að una dómnum. Þá sagðist hann líta svo á að hann hefði unnið málið efnislega. Sigmundur Davíð er sammála Geir hvað þetta varðar ef marka má upphafsorð pistilsins sem hann ritar í dag: „Niðurstaða Mannréttindadómstóls Evrópu í máli Geirs H. Haarde gegn íslenska ríkinu breytir í engu þeirri meginniðurstöðu að Geir vann landsdómsmálið og landsdómur staðfesti fáránleika þess að meirihluti Alþingis skyldi ákæra fyrrverandi ráðherra með það að markmiði að koma honum í fangelsi fyrir pólitísk störf,“ segir Sigmundur.Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, í landsdómi í mars 2012.VÍSIR/VILHELMÞá rekur hann að þrátt fyrir að hann hafi verið ósáttur við aðgerðir og stefnuleysi ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar í aðdraganda bankahrunsins þá hafi honum engu að síður þótt „það í senn fráleitt og óhugnanlegt þegar ákveðið var að gera tilraun til að fá ráðherra þeirrar ríkisstjórnarinnar dæmda í fangelsi fyrir það með hvaða hætti þeir hefðu nálgast þau stóru viðfangsefni sem við var að eiga. Niðurstaðan varð pólitísk réttarhöld yfir einum ráðherranna.“ Sigmundur segir það jafnfram fráleitt að halda því fram að með Mannréttindadómstólsins sem féll í dag sé á einhvern hátt verið að samþykkja málsmeðferð Alþingis. „Naumur meirihluti þingmanna samþykkti að ákæra fyrrverandi forsætisráðherra fyrir sex atriði. Tveimur vísaði landsdómur frá strax í upphafi og sýknaði í þremur þeirra sem eftir stóðu. Meirihluti dómara taldi þó rétt að dæma Geir fyrir léttvægustu og óljósustu sakargiftirnar, það að hafa ekki bókað í fundargerð ríkisstjórnarfunda umræðu um þær efnahagslegu hamfarir sem gengu yfir heiminn á sínum tíma og voru daglegt fréttaefni. Ekki taldi dómurinn þó brotið veigameira en svo að hann ákvað að refsingin yrði engin og ríkið skyldi auk þess greiða málskostnaðinn. Niðurstaðan sýndi að málatilbúnaður þingnefndarinnar átti engan rétt á sér. Það er því fráleitt að halda því fram að með dómi mannréttindadómstólsins, þess efnis að mannréttindi Geirs hafi ekki verið brotin með niðurstöðunni um dagskrá ríkisstjórnarfunda, sé á einhvern hátt verið að samþykkja málsmeðferð Alþingis í landsdómsmálinu,“ skrifar Sigmundur Davíð.Telur ekkert að því að endurskoða lög um landsdóm og lög um ráðherrábyrgð Í lok greinarinnar rekur hann svo þrjár megintilraunir sínar til þess að bregðast við „áformum þingmannanefndarinnar um að ákæra ráðherra ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar ef frá er talin atkvæðagreiðsla um málið sjálft á Alþingi. Áður en málið var tekið til atkvæðagreiðslu leitaði ég til pólitískra samherja og -andstæðinga til að reyna að mynda bandalag um tillögu þess efnis að málið yrði látið niður falla. Eftir að Alþingi ákvað að ákæra Geir H. Haarde vann ég að tillögu um afturköllun ákærunnar en þá varð niðurstaðan sú, eftir samskipti við forystumenn hins stjórnarandstöðuflokksins, að Bjarni Benediktsson myndi flytja tillöguna. Fyrr á þessu ári skrifaði ég svo þingsályktunartillögu, og fékk meðflutningsmenn, um að þingið ályktaði að rangt hefði verið að ákæra Geir H. Haarde. Ég féllst svo á beiðni hlutaðeigandi um að bíða með tillöguna þar til niðurstaða mannréttindadómstólsins lægi fyrir. Nú liggur niðurstaða dómstólsins fyrir og ég mun því leggja tillöguna fram á nýju þingi. Ekkert er að því að endurskoða lög um landsdóm og lög um ráðherraábyrgð. Það breytir þó engu um að þingmannanefnd lagði til að fjórir ráðherrar yrðu ákærðir vegna pólitískra starfa. Það er því mikilvægt að Alþingi fái tækifæri til að ákveða að slíkt sé rangt og að hin 1087 ára gamla stofnun árétti að pólitískar sakir skuli útkljáðar á Alþingi og í kosningum en ekki fyrir dómstólum.“ Landsdómur Tengdar fréttir Yfirlýsing frá Geir Haarde: Ég vann Landsdómsmálið efnislega Fyrrverandi forsætisráðherra segist ætla að una niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu. 23. nóvember 2017 12:18 Geir tapaði í Strassborg Mannréttindadómstóll Evrópu hafnaði í dag öllum kröfum Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, í máli hans gegn íslenska ríkinu. 23. nóvember 2017 09:00 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hyggst leggja fram þingsályktunartillögu þegar Alþingi kemur saman á ný um að þingið álykti að það hafi verið rangt að ákæra Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, í landsdómsmálinu. Þetta kemur fram í pistli sem Sigmundur ritar á heimasíðu sína í dag og ber yfirskriftina „Niðurstaðan í landsdómsmálinu.“ Eins og greint var frá í dag kvað Mannréttindadómstóll Evrópu upp dóm sinn í máli Geirs gegn íslenska ríkinu. Geir höfðaði málið á þeim grundvelli hann hafi ekki fengið réttláta málsmeðferð í landsdómsmálinu. Hann byggði meðal annars á því að ákvörðun Alþingis um ákæru á hendur honum hafi verið tekin á pólitískum forsendum en ekki með hlutlausu mati. Þá hafi alvarlegir gallar verið á undirbúningi málsmeðferðarinnar og landsdómur hafi hvorki verið óvilhallur né sjálfstæður. Niðurstaða Mannréttindadómstólsins var sú að ekki hefði verið brotið á Geir við málsmeðferðina. Þá komst dómurinn einnig að því að ekki hafi skort á skýrleika refsiheimilda líkt og Geir hélt fram. Einn dómari af sex skilaði þó séráliti í þeim lið og var ósammála meirihluta.„Breytir í engu þeirri meginniðurstöðu að Geir vann landsdómsmálið“ Í yfirlýsingu sem Geir sendi frá sér kvaðst hann ætla að una dómnum. Þá sagðist hann líta svo á að hann hefði unnið málið efnislega. Sigmundur Davíð er sammála Geir hvað þetta varðar ef marka má upphafsorð pistilsins sem hann ritar í dag: „Niðurstaða Mannréttindadómstóls Evrópu í máli Geirs H. Haarde gegn íslenska ríkinu breytir í engu þeirri meginniðurstöðu að Geir vann landsdómsmálið og landsdómur staðfesti fáránleika þess að meirihluti Alþingis skyldi ákæra fyrrverandi ráðherra með það að markmiði að koma honum í fangelsi fyrir pólitísk störf,“ segir Sigmundur.Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, í landsdómi í mars 2012.VÍSIR/VILHELMÞá rekur hann að þrátt fyrir að hann hafi verið ósáttur við aðgerðir og stefnuleysi ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar í aðdraganda bankahrunsins þá hafi honum engu að síður þótt „það í senn fráleitt og óhugnanlegt þegar ákveðið var að gera tilraun til að fá ráðherra þeirrar ríkisstjórnarinnar dæmda í fangelsi fyrir það með hvaða hætti þeir hefðu nálgast þau stóru viðfangsefni sem við var að eiga. Niðurstaðan varð pólitísk réttarhöld yfir einum ráðherranna.“ Sigmundur segir það jafnfram fráleitt að halda því fram að með Mannréttindadómstólsins sem féll í dag sé á einhvern hátt verið að samþykkja málsmeðferð Alþingis. „Naumur meirihluti þingmanna samþykkti að ákæra fyrrverandi forsætisráðherra fyrir sex atriði. Tveimur vísaði landsdómur frá strax í upphafi og sýknaði í þremur þeirra sem eftir stóðu. Meirihluti dómara taldi þó rétt að dæma Geir fyrir léttvægustu og óljósustu sakargiftirnar, það að hafa ekki bókað í fundargerð ríkisstjórnarfunda umræðu um þær efnahagslegu hamfarir sem gengu yfir heiminn á sínum tíma og voru daglegt fréttaefni. Ekki taldi dómurinn þó brotið veigameira en svo að hann ákvað að refsingin yrði engin og ríkið skyldi auk þess greiða málskostnaðinn. Niðurstaðan sýndi að málatilbúnaður þingnefndarinnar átti engan rétt á sér. Það er því fráleitt að halda því fram að með dómi mannréttindadómstólsins, þess efnis að mannréttindi Geirs hafi ekki verið brotin með niðurstöðunni um dagskrá ríkisstjórnarfunda, sé á einhvern hátt verið að samþykkja málsmeðferð Alþingis í landsdómsmálinu,“ skrifar Sigmundur Davíð.Telur ekkert að því að endurskoða lög um landsdóm og lög um ráðherrábyrgð Í lok greinarinnar rekur hann svo þrjár megintilraunir sínar til þess að bregðast við „áformum þingmannanefndarinnar um að ákæra ráðherra ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar ef frá er talin atkvæðagreiðsla um málið sjálft á Alþingi. Áður en málið var tekið til atkvæðagreiðslu leitaði ég til pólitískra samherja og -andstæðinga til að reyna að mynda bandalag um tillögu þess efnis að málið yrði látið niður falla. Eftir að Alþingi ákvað að ákæra Geir H. Haarde vann ég að tillögu um afturköllun ákærunnar en þá varð niðurstaðan sú, eftir samskipti við forystumenn hins stjórnarandstöðuflokksins, að Bjarni Benediktsson myndi flytja tillöguna. Fyrr á þessu ári skrifaði ég svo þingsályktunartillögu, og fékk meðflutningsmenn, um að þingið ályktaði að rangt hefði verið að ákæra Geir H. Haarde. Ég féllst svo á beiðni hlutaðeigandi um að bíða með tillöguna þar til niðurstaða mannréttindadómstólsins lægi fyrir. Nú liggur niðurstaða dómstólsins fyrir og ég mun því leggja tillöguna fram á nýju þingi. Ekkert er að því að endurskoða lög um landsdóm og lög um ráðherraábyrgð. Það breytir þó engu um að þingmannanefnd lagði til að fjórir ráðherrar yrðu ákærðir vegna pólitískra starfa. Það er því mikilvægt að Alþingi fái tækifæri til að ákveða að slíkt sé rangt og að hin 1087 ára gamla stofnun árétti að pólitískar sakir skuli útkljáðar á Alþingi og í kosningum en ekki fyrir dómstólum.“
Landsdómur Tengdar fréttir Yfirlýsing frá Geir Haarde: Ég vann Landsdómsmálið efnislega Fyrrverandi forsætisráðherra segist ætla að una niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu. 23. nóvember 2017 12:18 Geir tapaði í Strassborg Mannréttindadómstóll Evrópu hafnaði í dag öllum kröfum Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, í máli hans gegn íslenska ríkinu. 23. nóvember 2017 09:00 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Sjá meira
Yfirlýsing frá Geir Haarde: Ég vann Landsdómsmálið efnislega Fyrrverandi forsætisráðherra segist ætla að una niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu. 23. nóvember 2017 12:18
Geir tapaði í Strassborg Mannréttindadómstóll Evrópu hafnaði í dag öllum kröfum Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, í máli hans gegn íslenska ríkinu. 23. nóvember 2017 09:00
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent