Veðrið mun versna eftir því sem líður á daginn Birgir Olgeirsson skrifar 24. nóvember 2017 12:27 Staðan á Akureyri nú um hádegi í dag. Vísir/Aðsend Norðanáhlaupið sem gengur yfir landið þessa stundina nær hámarki síðar í dag og gengur svo niður á morgun, að sögn veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Í dag er búist við norðan 13 til 18 metrum á sekúndu, annars 20 -2 28 metrum, hvassast austast á landinu. Snjókoma og skafrenningur norðan- og austanlands, annars yfirleitt úrkomulaust. Fremur hæg norðlæg átt og léttskýjað vestan til á morgun. Norðvestan 15-23 og él á austanverðu landinu, en dregur smám saman úr vindi og úrkomu síðdegis. Frost 0 til 5 stig, en kólnar meira seinnipartinn á morgun. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir í samtali við Vísi að björgunarsveitarfólk sé í viðbragðsstöðu og búið undir útköll þar sem þeim gæti fjölgað eftir því sem veður versnar þegar líður á daginn. Á vef Vegagerðarinnar er að finna upplýsingar um færð og aðstæður á vegum landsins. Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði eru lokaðar. - Holtavörðuheiði er enn lokuð. Lokað er um Siglufjarðarveg, Ólafsfjarðarmúla, Öxnadalsheiði, Víkurskarð og Hófaskarð. Mývatns og Möðrudalsöræfi eru einnig lokuð - sem og Fagridalur og Fjarðarheiði.Nokkur hálka er víða á Suðurlandi en sums staðar hvasst. Vegur er lokaður vestan Laugarvatns , allt vestur á Mosfellsheiði. Á Vesturlandi er víðast hálka eða snjóþekja en Holtavörðuheiði er enn lokuð. Næst verður staðan tekin þar núna um hádegið. Á Vestfjörðum er búið að stinga í gegn á Klettshálsi. Búið er að opna Súðavíkurhlíð og mokstur er hafinn í Djúpinu. Hálka eða snjóþekja er á aðalleiðum á Norðurlandi vestra en víða þyngri færð á sveitavegum. Siglufjarðarvegur er lokaður. Hríðarveður er á Norðurlandi eystra, vegir víða þungfærir eða ófærir. Lokað er á Öxnadalsheiði, í Ólafsfjarðarmúla og á Víkurskarði. Eins er lokað á Hófaskarði og síðan er lokað yfir Fjöllin frá Mývatni og austur um. Lokað er bæði á Fjarðarheiði Fagradal vegna veðurs. Víðast er fært á Héraði en Vatnsskarð eystra er ófært. Vegur er opinn með austur- og suðausturströndinni en víða er hvasst ekki síst í Hamarsfirði. Veður Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Sjá meira
Norðanáhlaupið sem gengur yfir landið þessa stundina nær hámarki síðar í dag og gengur svo niður á morgun, að sögn veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Í dag er búist við norðan 13 til 18 metrum á sekúndu, annars 20 -2 28 metrum, hvassast austast á landinu. Snjókoma og skafrenningur norðan- og austanlands, annars yfirleitt úrkomulaust. Fremur hæg norðlæg átt og léttskýjað vestan til á morgun. Norðvestan 15-23 og él á austanverðu landinu, en dregur smám saman úr vindi og úrkomu síðdegis. Frost 0 til 5 stig, en kólnar meira seinnipartinn á morgun. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir í samtali við Vísi að björgunarsveitarfólk sé í viðbragðsstöðu og búið undir útköll þar sem þeim gæti fjölgað eftir því sem veður versnar þegar líður á daginn. Á vef Vegagerðarinnar er að finna upplýsingar um færð og aðstæður á vegum landsins. Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði eru lokaðar. - Holtavörðuheiði er enn lokuð. Lokað er um Siglufjarðarveg, Ólafsfjarðarmúla, Öxnadalsheiði, Víkurskarð og Hófaskarð. Mývatns og Möðrudalsöræfi eru einnig lokuð - sem og Fagridalur og Fjarðarheiði.Nokkur hálka er víða á Suðurlandi en sums staðar hvasst. Vegur er lokaður vestan Laugarvatns , allt vestur á Mosfellsheiði. Á Vesturlandi er víðast hálka eða snjóþekja en Holtavörðuheiði er enn lokuð. Næst verður staðan tekin þar núna um hádegið. Á Vestfjörðum er búið að stinga í gegn á Klettshálsi. Búið er að opna Súðavíkurhlíð og mokstur er hafinn í Djúpinu. Hálka eða snjóþekja er á aðalleiðum á Norðurlandi vestra en víða þyngri færð á sveitavegum. Siglufjarðarvegur er lokaður. Hríðarveður er á Norðurlandi eystra, vegir víða þungfærir eða ófærir. Lokað er á Öxnadalsheiði, í Ólafsfjarðarmúla og á Víkurskarði. Eins er lokað á Hófaskarði og síðan er lokað yfir Fjöllin frá Mývatni og austur um. Lokað er bæði á Fjarðarheiði Fagradal vegna veðurs. Víðast er fært á Héraði en Vatnsskarð eystra er ófært. Vegur er opinn með austur- og suðausturströndinni en víða er hvasst ekki síst í Hamarsfirði.
Veður Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent