54 metrar á sekúndu í hviðum í Hamarsfirði Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. nóvember 2017 20:38 Vindaspá Veðurstofu Íslands klukkan 21 í kvöld. veðurstofa íslands Mjög hvasst er nú á Austur-og Suðausturlandi og hefur vindhraði náð allt að 54 metrum á sekúndu í Hamarsfirði að sögn Daníels Þorlákssonar, vakthafandi veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Aðspurður hvort að veðurofsinn sé búinn að ná hámarki segir hann: „58,6 metrar á sekúndu er það mesta sem við höfum mælt í kvöld og það var líka í Hamarsfirði svo þetta nálgast óðfluga hámarkið ef það er ekki komið ennþá.“ Ófært er víða vegna veðurs, meðal annars í Hamarsfirði. Þá er Fjarðarheiði lokuð sem og vegurinn um Fagradal. Einnig eru vegir víða lokaðir á Norðurlandi, meðal annars Holtavörðuheiði, Siglufjarðarveg, Ólafsfjarðarmúla, Öxnadalsheiði, Víkurskarð og Hófaskarð. Ófært er einnig um Mývatns-og Möðrudalsöræfi. Daníel segir að það dragi úr vindi á landinu öllu í nótt og það lægi mikið á morgun. Veðrið ætti svo að vera gengið niður annað kvöld. En er það algengt að óveður vari í svo langan tíma eins og verið hefur nú, nánast alla þessa viku? „Nei, það er ekki algengt. Það sem er óvanalegt er að það snjói svona mikið úr sömu vindáttinni svona lengi.“Færð og aðstæður á vegum:Nokkur hálka eða hálkublettir er víða á Suðurlandi en sums staðar hvasst. Hálkublettir og skafrenningur er á Lyngdalsheiði.Á Vesturlandi er víðast hálka eða snjóþekja en Holtavörðuheiði er lokuð, en hægt er að fara Bröttubrekku og Laxárdalsheiði en þar er hálka og skafrenningur.Helstu langleiðir eru færar á Vestfjörðum en Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði eru ófærar og á Ströndum er að mestu ófært norðan Steingrímsfjarðar.Hálka eða snjóþekja er á aðalleiðum á Norðurlandi vestra en sums staðar þyngri færð á útvegum. Siglufjarðarvegur er lokaður.Hríðarveður er á Norðurlandi eystra, vegir víða þungfærir eða ófærir. Lokað er á Öxnadalsheiði, í Ólafsfjarðarmúla og á Víkurskarði. Eins er lokað á Hófaskarði og síðan er lokað yfir Fjöllin frá Mývatni og austur um.Lokað er bæði á Fjarðarheiði og Fagradal vegna veðurs. Þungfært er á milli Reyðafjarðar og Eskifjarðar. Víðast er fært á Héraði en Vatnsskarð eystra er ófært.Víða er hvasst með austur- og suðausturströndinni og ófært í Hamarsfirði vegna óveðurs.Veðurhorfur á landinu:Norðan 13-18 m/s vestanlands, annars 20-28, hvassast austast á landinu. Snjókoma og skafrenningur norðan- og austanlands, en úrkomulaust í öðrum landshlutum.Fremur hæg norðlæg átt og léttskýjað vestan til á morgun. Norðvestan 15-23 og él á austanverðu landinu, en dregur smám saman úr vindi og úrkomu síðdegis.Frost 0 til 5 stig, en kólnar meira seinnipartinn á morgun. Veður Tengdar fréttir Myndasyrpa frá vetrarríkinu Akureyri Margir lentu í talsverðum vandræðum í ófærðinni í dag. 24. nóvember 2017 16:20 Veðrið mun versna eftir því sem líður á daginn Nær hámarki síðdegis og gengur niður á morgun. 24. nóvember 2017 12:27 Björgunarsveitarmenn önnum kafnir í ófærðinni á Akureyri Þeir tóku daginn heldur snemma þegar þeir voru ræstir út um klukkan fjögur í nótt. 24. nóvember 2017 10:32 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fleiri fréttir Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Sjá meira
Mjög hvasst er nú á Austur-og Suðausturlandi og hefur vindhraði náð allt að 54 metrum á sekúndu í Hamarsfirði að sögn Daníels Þorlákssonar, vakthafandi veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Aðspurður hvort að veðurofsinn sé búinn að ná hámarki segir hann: „58,6 metrar á sekúndu er það mesta sem við höfum mælt í kvöld og það var líka í Hamarsfirði svo þetta nálgast óðfluga hámarkið ef það er ekki komið ennþá.“ Ófært er víða vegna veðurs, meðal annars í Hamarsfirði. Þá er Fjarðarheiði lokuð sem og vegurinn um Fagradal. Einnig eru vegir víða lokaðir á Norðurlandi, meðal annars Holtavörðuheiði, Siglufjarðarveg, Ólafsfjarðarmúla, Öxnadalsheiði, Víkurskarð og Hófaskarð. Ófært er einnig um Mývatns-og Möðrudalsöræfi. Daníel segir að það dragi úr vindi á landinu öllu í nótt og það lægi mikið á morgun. Veðrið ætti svo að vera gengið niður annað kvöld. En er það algengt að óveður vari í svo langan tíma eins og verið hefur nú, nánast alla þessa viku? „Nei, það er ekki algengt. Það sem er óvanalegt er að það snjói svona mikið úr sömu vindáttinni svona lengi.“Færð og aðstæður á vegum:Nokkur hálka eða hálkublettir er víða á Suðurlandi en sums staðar hvasst. Hálkublettir og skafrenningur er á Lyngdalsheiði.Á Vesturlandi er víðast hálka eða snjóþekja en Holtavörðuheiði er lokuð, en hægt er að fara Bröttubrekku og Laxárdalsheiði en þar er hálka og skafrenningur.Helstu langleiðir eru færar á Vestfjörðum en Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði eru ófærar og á Ströndum er að mestu ófært norðan Steingrímsfjarðar.Hálka eða snjóþekja er á aðalleiðum á Norðurlandi vestra en sums staðar þyngri færð á útvegum. Siglufjarðarvegur er lokaður.Hríðarveður er á Norðurlandi eystra, vegir víða þungfærir eða ófærir. Lokað er á Öxnadalsheiði, í Ólafsfjarðarmúla og á Víkurskarði. Eins er lokað á Hófaskarði og síðan er lokað yfir Fjöllin frá Mývatni og austur um.Lokað er bæði á Fjarðarheiði og Fagradal vegna veðurs. Þungfært er á milli Reyðafjarðar og Eskifjarðar. Víðast er fært á Héraði en Vatnsskarð eystra er ófært.Víða er hvasst með austur- og suðausturströndinni og ófært í Hamarsfirði vegna óveðurs.Veðurhorfur á landinu:Norðan 13-18 m/s vestanlands, annars 20-28, hvassast austast á landinu. Snjókoma og skafrenningur norðan- og austanlands, en úrkomulaust í öðrum landshlutum.Fremur hæg norðlæg átt og léttskýjað vestan til á morgun. Norðvestan 15-23 og él á austanverðu landinu, en dregur smám saman úr vindi og úrkomu síðdegis.Frost 0 til 5 stig, en kólnar meira seinnipartinn á morgun.
Veður Tengdar fréttir Myndasyrpa frá vetrarríkinu Akureyri Margir lentu í talsverðum vandræðum í ófærðinni í dag. 24. nóvember 2017 16:20 Veðrið mun versna eftir því sem líður á daginn Nær hámarki síðdegis og gengur niður á morgun. 24. nóvember 2017 12:27 Björgunarsveitarmenn önnum kafnir í ófærðinni á Akureyri Þeir tóku daginn heldur snemma þegar þeir voru ræstir út um klukkan fjögur í nótt. 24. nóvember 2017 10:32 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fleiri fréttir Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Sjá meira
Myndasyrpa frá vetrarríkinu Akureyri Margir lentu í talsverðum vandræðum í ófærðinni í dag. 24. nóvember 2017 16:20
Veðrið mun versna eftir því sem líður á daginn Nær hámarki síðdegis og gengur niður á morgun. 24. nóvember 2017 12:27
Björgunarsveitarmenn önnum kafnir í ófærðinni á Akureyri Þeir tóku daginn heldur snemma þegar þeir voru ræstir út um klukkan fjögur í nótt. 24. nóvember 2017 10:32