Valtteri Bottas vann í Abú Dabí Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 26. nóvember 2017 14:38 Valtteri Bottas var lítið ógnað í forystunni í dag. Vísir/Getty Valtteri Bottas á Mercedes vann síðustu keppni tímabilsins í Formúlu 1. Lewis Hamilton, heimsmeistari ökumanna í ár, á Mercedes varð annar og Sebastian Vettel á Ferrari varð þriðji. Kimi Raikkonen varð fjórði í keppninni á Ferrari og lyfti sér þar með upp í fjórða sætið í heimsmeistarakeppni ökumanna. Finninn komst þá upp fyrir Daniel Ricciardo sem féll úr leik á Red Bull bílnum. Renault liðið bætti stöðu sína í keppni bílasmiða og endaði í sjötta sæti með sjötta sæti Nico Hulkenberg. Renault komst upp fyrir Toro Rosso sem ekki tókst að ná í stig í keppninni. Á þessum sætum munar tugum milljóna króna og því mikilvægt fyrir liðin að reyna að halda sínum sætum. Ræsingin var með rólegasta móti hjá fremstu mönnum. Engar hrókeringar urðu á milli topp ökumannanna. Kevin Magnussen á Haas missti stjórn á bílnum í kjölfar ræsingarinnar og var orðinn síðastur strax í upphafi keppninnar. Nico Hulkenberg á Renault fékk fimm sekúndna refsingu fyrir að stytta sér leið á fyrsta hring í baráttu við Sergio Perez á Force India. Baráttan á upphafshringjum keppninnar var hörðust á milli Lance Stroll á Williams og Romain Grosjean á Haas. Stroll fór svo inn á þjónustuhlé á 12. hring og fékk ofur-mjúk dekk undir. Fernando Alonso á McLaren og Felipe Massa á Williams voru duglegir að berjast á brautinni í Abú Dabí. Kempurnar hafa eflaust haft gaman af því að berjast á brautinni í síðasta sinn í Formúlu 1. Keppnin í dag var síðasta Formúlu 1 keppni Felipe Massa.Felipe Massa keppir í sinni síðustu keppni.Vísir/GEttyDaniel Ricciardo á Red Bull féll úr leik á 22. hring þegar glussakerfið missti þrýsting. Á sama tíma var Valtteri Bottas, sem leiddi keppnina inni á þjónustusvæðinu og fékk ofur-mjúk dekk undir. Hamilton tók við forystuhlutverkinu í keppninni eftir þjónustuhlé Bottas. Hamilton var ekkert á því að taka þjónustuhlé alveg strax. Hann kom in þremur hringjum á eftir Bottas. Þrátt fyrir að Hamilton hefði gefið allt í að reyna að komast fram úr Bottas þá hélt Finninn forystunni. Hamilton sótti á Bottas eftir að báðir höfðu tekið þjónustuhlé. Hamilton gerði svo mistök á leið inní eina beygjuna og missti aðeins takið á Bottas. Hann var nokkra hringi að vinna til baka tímann sem mistökin kostuðu hann. Carlos Sainz féll úr leik á 32. hring þegar hann var að koma út af þjónustusvæðinu. Vinstra framdekkið hafði ekki verið fest undir bílinn og því ómögulegt annað en að leggja honum við fyrsta tækifæri. Alonso fór að velta fyrir sér hvort hann gæti aðstoðað Stoffel Vandoorne, liðsfélaga sinn hjá McLaren við að komast upp í stigasæti. Alonso var þá sjálfur í níunda en Vandoorne var í 12. sæti. Tímabilið leið undir lok undir stöðugri forystu Bottas sem var þar með orðinn stigahæsti ökumaðurinn í síðustu þremur keppnum. Hamilton mistókst aftur að vinna keppni eftir að hann hefur tryggt sér heimsmeistaratitilinn. Formúla Tengdar fréttir Vettel og Hamilton fljótastir á föstudegi í Abú Dabí Sebastian Vettel á Ferrari var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir Abú Dabí kappaksturinn í Formúlu 1 sem fram fer um helgina. Lewis Hamilton á Mercedes, sem er orðinn heimsmeistari í ár var fljótastur á seinni æfingu dagsins. 24. nóvember 2017 19:00 Valtteri Bottas á ráspól í Abú Dabí Valtteri Bottas á Mercedes náði í síðasta ráspól tímabilsins í Formúlu 1 í Abú Dabí í dag. Lewis Hamilton á Mercedes varð annar og Sebastian Vettel á Ferrari varð þriðji. 25. nóvember 2017 13:44 Felipe Massa væntir tilfinningaríkrar keppni í Abú Dabí Felipe Massa, ökumaður Williams liðsins býst við að keppnin í Abú Dabí um komandi helgi verði tilfinningaþrungin. Keppnin verður bæði síðasta keppni tímabilsins og síðasta keppni brasilíska ökumannsins í Formúlu 1. 22. nóvember 2017 20:00 Bottas: Nú ætla ég að vinna á morgun Valtteri Bottas náði sínum öðrum ráspól í röð í dag. Hann var óstöðvandi á Mercedes bílnum. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 25. nóvember 2017 21:00 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira
Valtteri Bottas á Mercedes vann síðustu keppni tímabilsins í Formúlu 1. Lewis Hamilton, heimsmeistari ökumanna í ár, á Mercedes varð annar og Sebastian Vettel á Ferrari varð þriðji. Kimi Raikkonen varð fjórði í keppninni á Ferrari og lyfti sér þar með upp í fjórða sætið í heimsmeistarakeppni ökumanna. Finninn komst þá upp fyrir Daniel Ricciardo sem féll úr leik á Red Bull bílnum. Renault liðið bætti stöðu sína í keppni bílasmiða og endaði í sjötta sæti með sjötta sæti Nico Hulkenberg. Renault komst upp fyrir Toro Rosso sem ekki tókst að ná í stig í keppninni. Á þessum sætum munar tugum milljóna króna og því mikilvægt fyrir liðin að reyna að halda sínum sætum. Ræsingin var með rólegasta móti hjá fremstu mönnum. Engar hrókeringar urðu á milli topp ökumannanna. Kevin Magnussen á Haas missti stjórn á bílnum í kjölfar ræsingarinnar og var orðinn síðastur strax í upphafi keppninnar. Nico Hulkenberg á Renault fékk fimm sekúndna refsingu fyrir að stytta sér leið á fyrsta hring í baráttu við Sergio Perez á Force India. Baráttan á upphafshringjum keppninnar var hörðust á milli Lance Stroll á Williams og Romain Grosjean á Haas. Stroll fór svo inn á þjónustuhlé á 12. hring og fékk ofur-mjúk dekk undir. Fernando Alonso á McLaren og Felipe Massa á Williams voru duglegir að berjast á brautinni í Abú Dabí. Kempurnar hafa eflaust haft gaman af því að berjast á brautinni í síðasta sinn í Formúlu 1. Keppnin í dag var síðasta Formúlu 1 keppni Felipe Massa.Felipe Massa keppir í sinni síðustu keppni.Vísir/GEttyDaniel Ricciardo á Red Bull féll úr leik á 22. hring þegar glussakerfið missti þrýsting. Á sama tíma var Valtteri Bottas, sem leiddi keppnina inni á þjónustusvæðinu og fékk ofur-mjúk dekk undir. Hamilton tók við forystuhlutverkinu í keppninni eftir þjónustuhlé Bottas. Hamilton var ekkert á því að taka þjónustuhlé alveg strax. Hann kom in þremur hringjum á eftir Bottas. Þrátt fyrir að Hamilton hefði gefið allt í að reyna að komast fram úr Bottas þá hélt Finninn forystunni. Hamilton sótti á Bottas eftir að báðir höfðu tekið þjónustuhlé. Hamilton gerði svo mistök á leið inní eina beygjuna og missti aðeins takið á Bottas. Hann var nokkra hringi að vinna til baka tímann sem mistökin kostuðu hann. Carlos Sainz féll úr leik á 32. hring þegar hann var að koma út af þjónustusvæðinu. Vinstra framdekkið hafði ekki verið fest undir bílinn og því ómögulegt annað en að leggja honum við fyrsta tækifæri. Alonso fór að velta fyrir sér hvort hann gæti aðstoðað Stoffel Vandoorne, liðsfélaga sinn hjá McLaren við að komast upp í stigasæti. Alonso var þá sjálfur í níunda en Vandoorne var í 12. sæti. Tímabilið leið undir lok undir stöðugri forystu Bottas sem var þar með orðinn stigahæsti ökumaðurinn í síðustu þremur keppnum. Hamilton mistókst aftur að vinna keppni eftir að hann hefur tryggt sér heimsmeistaratitilinn.
Formúla Tengdar fréttir Vettel og Hamilton fljótastir á föstudegi í Abú Dabí Sebastian Vettel á Ferrari var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir Abú Dabí kappaksturinn í Formúlu 1 sem fram fer um helgina. Lewis Hamilton á Mercedes, sem er orðinn heimsmeistari í ár var fljótastur á seinni æfingu dagsins. 24. nóvember 2017 19:00 Valtteri Bottas á ráspól í Abú Dabí Valtteri Bottas á Mercedes náði í síðasta ráspól tímabilsins í Formúlu 1 í Abú Dabí í dag. Lewis Hamilton á Mercedes varð annar og Sebastian Vettel á Ferrari varð þriðji. 25. nóvember 2017 13:44 Felipe Massa væntir tilfinningaríkrar keppni í Abú Dabí Felipe Massa, ökumaður Williams liðsins býst við að keppnin í Abú Dabí um komandi helgi verði tilfinningaþrungin. Keppnin verður bæði síðasta keppni tímabilsins og síðasta keppni brasilíska ökumannsins í Formúlu 1. 22. nóvember 2017 20:00 Bottas: Nú ætla ég að vinna á morgun Valtteri Bottas náði sínum öðrum ráspól í röð í dag. Hann var óstöðvandi á Mercedes bílnum. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 25. nóvember 2017 21:00 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira
Vettel og Hamilton fljótastir á föstudegi í Abú Dabí Sebastian Vettel á Ferrari var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir Abú Dabí kappaksturinn í Formúlu 1 sem fram fer um helgina. Lewis Hamilton á Mercedes, sem er orðinn heimsmeistari í ár var fljótastur á seinni æfingu dagsins. 24. nóvember 2017 19:00
Valtteri Bottas á ráspól í Abú Dabí Valtteri Bottas á Mercedes náði í síðasta ráspól tímabilsins í Formúlu 1 í Abú Dabí í dag. Lewis Hamilton á Mercedes varð annar og Sebastian Vettel á Ferrari varð þriðji. 25. nóvember 2017 13:44
Felipe Massa væntir tilfinningaríkrar keppni í Abú Dabí Felipe Massa, ökumaður Williams liðsins býst við að keppnin í Abú Dabí um komandi helgi verði tilfinningaþrungin. Keppnin verður bæði síðasta keppni tímabilsins og síðasta keppni brasilíska ökumannsins í Formúlu 1. 22. nóvember 2017 20:00
Bottas: Nú ætla ég að vinna á morgun Valtteri Bottas náði sínum öðrum ráspól í röð í dag. Hann var óstöðvandi á Mercedes bílnum. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 25. nóvember 2017 21:00