Átta lík fundust um borð í bát sem rak á land í Japan Samúel Karl Ólason skrifar 28. nóvember 2017 10:30 Starfsmenn Landhelgisgæslu Japan fara um borð í bát sem rak á land í gær. Vísir/AFP Lík átta manna fundust um borð í bát sem rak á land í Japan í gær. Ekki hefur verið staðfest hvaðan báturinn er en talið er að hann sé frá Norður-Kóreu vegna hluta sem fundust þar um borð. Það hefur færst í aukana að bátar frá einræðisríkinu reki á land í Japan og hafa minnst fjórir slíkir rekið á land í þessum mánuði. Sömuleiðis ráku lík og brak á land í Japan um helgina. Bréf sem fannst á öðru líkinu gefur til kynna að þar sé um menn frá Norður-Kóreu að ræða. Japanskur prófessor, sem sérhæfir sig í málefnum Norður-Kóreu segir aukninguna eiga rætur að rekja til ársins 2013. Þá hafi Kim Jong Un ákveðið að auka umfang sjávarútvegs í Norður-Kóreu og þá sérstaklega til að auka tekjur hers landsins. „Þeir eru að nota gamla báta sem mannaðir eru af hernum, af mönnum sem vita ekkert um fiskveiðar. Þetta mun halda áfram,“ sagði Satoru Miyamoto við blaðamann CNN.Norður-Kóreumenn notast við gamla trébáta.Vísir/GettyLandhelgisgæsla Japan segir að 1.910 fiskveiðiskip frá Norður-Kóreu hafi fundist við ólöglega veiðar innan landhelgi Japan frá því í júlí. Skipin hafi verið á miðum þar sem japönsk skip veiða kolkrabba á haustinn. Þetta árið hafa japönsk skip hins vegar þurft að hverfa frá vegna fjölda skipa frá Norður-Kóreu. Auk bátsins sem rak á land í gær var þremur sjómönnum frá Norður-Kóreu bjargað af Landhelgisgæslu Japan þann 15. nóvember þar sem þeir voru á reki undan vesturströnd landsins. Þrjú lík fundust um borð degi seinna en öllum var skilað til Norður-Koreu. Þann 17. nóvember fundust fjögur lík um borð í báti sem rak á land í Japan. Þá var átta sjómönnum bjargað þann 23. nóvember þegar 23. nóvember far átta kolkrabbaveiðimönnum bjargað þegar þeir ráku á land í Yurihonjo á norðvesturströnd Japan.Sjá einnig: Norður-kóreska kolkrabbaveiðimenn rak á land í Japan Mennirnir eru ekki sagðir hafa reynt að flýja, þar sem þeir sem lifa af biðja iðulega um að vera sendir aftur til Norður-Kóreu. Það liggur þó ekki fyrir með bátinn sem fannst í gær. Einhver af líkunum um borð voru orðnar að beinagrindum svo ljóst þykir að hann hafi verið á reiki um langt skeið. Þá hefur ástand líkanna gert yfirvöldum erfitt að greina hvort að einhverjar konur séu meðal þeirra. Norður-Kórea Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Fleiri fréttir Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Sjá meira
Lík átta manna fundust um borð í bát sem rak á land í Japan í gær. Ekki hefur verið staðfest hvaðan báturinn er en talið er að hann sé frá Norður-Kóreu vegna hluta sem fundust þar um borð. Það hefur færst í aukana að bátar frá einræðisríkinu reki á land í Japan og hafa minnst fjórir slíkir rekið á land í þessum mánuði. Sömuleiðis ráku lík og brak á land í Japan um helgina. Bréf sem fannst á öðru líkinu gefur til kynna að þar sé um menn frá Norður-Kóreu að ræða. Japanskur prófessor, sem sérhæfir sig í málefnum Norður-Kóreu segir aukninguna eiga rætur að rekja til ársins 2013. Þá hafi Kim Jong Un ákveðið að auka umfang sjávarútvegs í Norður-Kóreu og þá sérstaklega til að auka tekjur hers landsins. „Þeir eru að nota gamla báta sem mannaðir eru af hernum, af mönnum sem vita ekkert um fiskveiðar. Þetta mun halda áfram,“ sagði Satoru Miyamoto við blaðamann CNN.Norður-Kóreumenn notast við gamla trébáta.Vísir/GettyLandhelgisgæsla Japan segir að 1.910 fiskveiðiskip frá Norður-Kóreu hafi fundist við ólöglega veiðar innan landhelgi Japan frá því í júlí. Skipin hafi verið á miðum þar sem japönsk skip veiða kolkrabba á haustinn. Þetta árið hafa japönsk skip hins vegar þurft að hverfa frá vegna fjölda skipa frá Norður-Kóreu. Auk bátsins sem rak á land í gær var þremur sjómönnum frá Norður-Kóreu bjargað af Landhelgisgæslu Japan þann 15. nóvember þar sem þeir voru á reki undan vesturströnd landsins. Þrjú lík fundust um borð degi seinna en öllum var skilað til Norður-Koreu. Þann 17. nóvember fundust fjögur lík um borð í báti sem rak á land í Japan. Þá var átta sjómönnum bjargað þann 23. nóvember þegar 23. nóvember far átta kolkrabbaveiðimönnum bjargað þegar þeir ráku á land í Yurihonjo á norðvesturströnd Japan.Sjá einnig: Norður-kóreska kolkrabbaveiðimenn rak á land í Japan Mennirnir eru ekki sagðir hafa reynt að flýja, þar sem þeir sem lifa af biðja iðulega um að vera sendir aftur til Norður-Kóreu. Það liggur þó ekki fyrir með bátinn sem fannst í gær. Einhver af líkunum um borð voru orðnar að beinagrindum svo ljóst þykir að hann hafi verið á reiki um langt skeið. Þá hefur ástand líkanna gert yfirvöldum erfitt að greina hvort að einhverjar konur séu meðal þeirra.
Norður-Kórea Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Fleiri fréttir Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Sjá meira