7000 milljarða tilboði Breta vel tekið í Brussel Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. nóvember 2017 06:27 Það má ýmislegt gera við 6750 milljarða. Vísir/AFP Bresk stjórnvöld segjast reiðubúin að greiða Evrópusambandinu allt að 55 milljarða evra, eða 6750 milljarða íslenskra króna, í kjölfar útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Þó enginn samningur liggi fyrir um málið að svo stöddu segir stjórnmálaskýrandi breska ríkisútvarpsins að tilboðinu hafi verið nokkuð vel tekið af samninganefnd Evrópusambandsins. Breskir fjölmiðlar hafa greint frá tilboðinu nú í morgun og sagði til að mynda The Guardian að fallist hafi verið á breska tilboðið í Brussel. Svo virðist þó ekki vera og hafa stjórnvöld í Lundúnum borið þær fregnir til baka. Guardian hefur að sama skapi endurskrifað frétt sína. Greiðsla Breta til Evrópusambandsins eftir útgönguna hefur verið stórt þrætuepli í viðræðunum sem nú standa yfir. Bresk stjórnvöld viðurkenna að þau beri fjárhagslegar skyldur gagnvart sambandinu en samninganefndirnar hafa verið ósammála um hversu miklar þær eru. Theresa May, forsætisráðherra Breta, lýsti því yfir í september síðastliðnum að Bretland myndi ekki greiða meira en 20 milljarða evra, um 2500 milljarða króna, og krafðist Evrópusambandið hærri greiðslu. Greiðslunni er meðal annars ætlað að standa straum af kostnaði við hlutdeild Breta í eftirlaunagreiðslum starfsfólks Evrópusambandsins, einhver ár fram í tímann. Þá er greiðslunni jafnframt ætlað að tryggja framtíð stórra uppbyggingarverkefni sem fallist var á meðan Bretar voru enn í Evrópusambandinu en taka ekki að rísa fyrr en þeir hafa sagt sig úr því. Brexit Tengdar fréttir Búa sig undir að Brexit-viðræðurnar sigli í strand Helsti samningamaður Evrópusambandsins býr sig nú undir að viðræður við Breta um úrgöngu þeirra úr sambandinu kunni að fara í vaskinn. 13. nóvember 2017 06:33 Breska þingið fær að hafa áhrif á lokasamkomulagið um útgöngu Breskir þingmenn munu fá tækifæri til að gagnrýna, ræða og hafa áhrif á samkomulag Breta og ESB varðandi útgöngu þeirra fyrrnefndu úr sambandinu. Þingmenn Verkamannaflokksins telja þá niðurstöðu fela í sér að viðræðum miði ekki 14. nóvember 2017 06:00 Enn einn hnúturinn í Brexit-ferlinu Ekki verður hægt að ræða um landamæragæslu á landamærum Írlands og Norður-Írlands fyrr en fríverslunarsamningar hafa náðst á milli Breta og ESB. Írar hóta hins vegar að beita neitunarvaldi gegn slíkum samningi. 27. nóvember 2017 07:00 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira
Bresk stjórnvöld segjast reiðubúin að greiða Evrópusambandinu allt að 55 milljarða evra, eða 6750 milljarða íslenskra króna, í kjölfar útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Þó enginn samningur liggi fyrir um málið að svo stöddu segir stjórnmálaskýrandi breska ríkisútvarpsins að tilboðinu hafi verið nokkuð vel tekið af samninganefnd Evrópusambandsins. Breskir fjölmiðlar hafa greint frá tilboðinu nú í morgun og sagði til að mynda The Guardian að fallist hafi verið á breska tilboðið í Brussel. Svo virðist þó ekki vera og hafa stjórnvöld í Lundúnum borið þær fregnir til baka. Guardian hefur að sama skapi endurskrifað frétt sína. Greiðsla Breta til Evrópusambandsins eftir útgönguna hefur verið stórt þrætuepli í viðræðunum sem nú standa yfir. Bresk stjórnvöld viðurkenna að þau beri fjárhagslegar skyldur gagnvart sambandinu en samninganefndirnar hafa verið ósammála um hversu miklar þær eru. Theresa May, forsætisráðherra Breta, lýsti því yfir í september síðastliðnum að Bretland myndi ekki greiða meira en 20 milljarða evra, um 2500 milljarða króna, og krafðist Evrópusambandið hærri greiðslu. Greiðslunni er meðal annars ætlað að standa straum af kostnaði við hlutdeild Breta í eftirlaunagreiðslum starfsfólks Evrópusambandsins, einhver ár fram í tímann. Þá er greiðslunni jafnframt ætlað að tryggja framtíð stórra uppbyggingarverkefni sem fallist var á meðan Bretar voru enn í Evrópusambandinu en taka ekki að rísa fyrr en þeir hafa sagt sig úr því.
Brexit Tengdar fréttir Búa sig undir að Brexit-viðræðurnar sigli í strand Helsti samningamaður Evrópusambandsins býr sig nú undir að viðræður við Breta um úrgöngu þeirra úr sambandinu kunni að fara í vaskinn. 13. nóvember 2017 06:33 Breska þingið fær að hafa áhrif á lokasamkomulagið um útgöngu Breskir þingmenn munu fá tækifæri til að gagnrýna, ræða og hafa áhrif á samkomulag Breta og ESB varðandi útgöngu þeirra fyrrnefndu úr sambandinu. Þingmenn Verkamannaflokksins telja þá niðurstöðu fela í sér að viðræðum miði ekki 14. nóvember 2017 06:00 Enn einn hnúturinn í Brexit-ferlinu Ekki verður hægt að ræða um landamæragæslu á landamærum Írlands og Norður-Írlands fyrr en fríverslunarsamningar hafa náðst á milli Breta og ESB. Írar hóta hins vegar að beita neitunarvaldi gegn slíkum samningi. 27. nóvember 2017 07:00 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira
Búa sig undir að Brexit-viðræðurnar sigli í strand Helsti samningamaður Evrópusambandsins býr sig nú undir að viðræður við Breta um úrgöngu þeirra úr sambandinu kunni að fara í vaskinn. 13. nóvember 2017 06:33
Breska þingið fær að hafa áhrif á lokasamkomulagið um útgöngu Breskir þingmenn munu fá tækifæri til að gagnrýna, ræða og hafa áhrif á samkomulag Breta og ESB varðandi útgöngu þeirra fyrrnefndu úr sambandinu. Þingmenn Verkamannaflokksins telja þá niðurstöðu fela í sér að viðræðum miði ekki 14. nóvember 2017 06:00
Enn einn hnúturinn í Brexit-ferlinu Ekki verður hægt að ræða um landamæragæslu á landamærum Írlands og Norður-Írlands fyrr en fríverslunarsamningar hafa náðst á milli Breta og ESB. Írar hóta hins vegar að beita neitunarvaldi gegn slíkum samningi. 27. nóvember 2017 07:00