Króatískur stríðsglæpamaður lést eftir að hafa innbyrt eitur í dómsal Daníel Freyr Birkisson skrifar 29. nóvember 2017 14:12 Slobodan Praljak drekkur hér eitrið sem varð honum að bana. vísir/epa Króatíski stríðsglæpamaðurinn Slobodan Praljak lést fyrr í dag eftir að hafa innbyrt eitur úr flösku. Atvikið átti sér stað eftir að alþjóðlegi stríðsglæpadómstóllinn í málefnum fyrrum Júgóslavíu í Haag staðfesti 20 ára dóm yfir honum vegna þjóðernishreinsana. Fréttaveita Sky greinir frá. Praljak tók þátt í þjóðernishreinsunum í Bosníu á tíunda áratug síðustu aldar í kjölfar falls Júgóslavíu. Í kjölfar dómsuppkvaðningarinnar bar Praljak upp lokaorð sín og gleypti eitrið. Síðustu orð hans voru: „Ég er ekki stríðsglæpamaður og andmæli þessum dómi.“Að neðan má sjá þegar dómur er kveðinn yfir Praljak og hann drekkur eitrið.Hreinsun á BosníumúslimumPraljak var dæmdur fyrir þátttöku sína í þjóðernishreinsunum í Bosníustríðinu sem fram fór árin 1992 til 1995. Samtals létust um 100 þúsund manns og voru 2,2 milljónir flæmd í burtu. Í kjölfar stríðsins settu Sameinuðu þjóðirnar á laggirnar stríðsglæpadómstól sem ákært hefur 161 þátttakanda í stríðinu. Af þeim voru 90 dæmdir. Dómur var kveðinn yfir Praljak í dag en Vísir greindi einnig frá því á dögunum að einn af hershöfðingjum Bosníu-Serba, Ratko Mladic, hefði verið dæmdur í lífstíðarfangelsi.Sjá einnig:Mladic dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir þjóðarmorð Tilskipun stríðsglæpadómstólsins (International Criminal Tribunal for the former Yugoslavia) sem settur var í kjölfar Bosníustríðsins rennur út um áramótin og er hann því í óða önn að taka fyrir mál þeirra sem þátt áttu í þjóðarmorðunum. Bosnía og Hersegóvína Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fleiri fréttir Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Sjá meira
Króatíski stríðsglæpamaðurinn Slobodan Praljak lést fyrr í dag eftir að hafa innbyrt eitur úr flösku. Atvikið átti sér stað eftir að alþjóðlegi stríðsglæpadómstóllinn í málefnum fyrrum Júgóslavíu í Haag staðfesti 20 ára dóm yfir honum vegna þjóðernishreinsana. Fréttaveita Sky greinir frá. Praljak tók þátt í þjóðernishreinsunum í Bosníu á tíunda áratug síðustu aldar í kjölfar falls Júgóslavíu. Í kjölfar dómsuppkvaðningarinnar bar Praljak upp lokaorð sín og gleypti eitrið. Síðustu orð hans voru: „Ég er ekki stríðsglæpamaður og andmæli þessum dómi.“Að neðan má sjá þegar dómur er kveðinn yfir Praljak og hann drekkur eitrið.Hreinsun á BosníumúslimumPraljak var dæmdur fyrir þátttöku sína í þjóðernishreinsunum í Bosníustríðinu sem fram fór árin 1992 til 1995. Samtals létust um 100 þúsund manns og voru 2,2 milljónir flæmd í burtu. Í kjölfar stríðsins settu Sameinuðu þjóðirnar á laggirnar stríðsglæpadómstól sem ákært hefur 161 þátttakanda í stríðinu. Af þeim voru 90 dæmdir. Dómur var kveðinn yfir Praljak í dag en Vísir greindi einnig frá því á dögunum að einn af hershöfðingjum Bosníu-Serba, Ratko Mladic, hefði verið dæmdur í lífstíðarfangelsi.Sjá einnig:Mladic dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir þjóðarmorð Tilskipun stríðsglæpadómstólsins (International Criminal Tribunal for the former Yugoslavia) sem settur var í kjölfar Bosníustríðsins rennur út um áramótin og er hann því í óða önn að taka fyrir mál þeirra sem þátt áttu í þjóðarmorðunum.
Bosnía og Hersegóvína Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fleiri fréttir Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Sjá meira