Mannréttindalögfræðingur gagnrýnir dóm í máli Áslaugar harðlega Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 11. nóvember 2017 13:23 Ragnar Aðalsteinsson, einn virtasti mannréttindalögfræðingur Íslands segir dóm Hæstaréttar í máli Áslaugar Ýrar skelfilegan. Vísir/GVA Einn reyndasti mannréttindalögfræðingur Íslands gagnrýnir harðlega dóm Hæstaréttar í máli Áslaugar Ýrar, daufblindrar konu sem ekki fær túlkaþjónustu greidda frá íslenska ríkinu. Áslaug Ýr Hjartardóttir tapaði máli sínu í Hæstarétti í vikunni þar sem hún sóttist eftir því að fá túlkaþjónustu í sumarbúðum fyrir daufblinda greidda af íslenska ríkinu. Í dóminum voru notuð þau rök að ekki væri til nægilegt fjármagn í túlkasjóði. Ragnar Aðalsteinsson, hæstaréttarlögmaður og einn virtasti mannréttindalögfræðingur Íslands, segir að ákvæði um félagsleg réttindi í 76. grein hafi verið sett í stjórnarskrá árið 1995 og lifað góðu lífi fram yfir aldarmótin. „Síðan hefur farið að halla undan fæti og það endar með þessum dómi sem er satt að segja skelfilegur vegan þess að Hæstiréttur segir í dóminum, með því að staðfesta héraðsdóminn að fjárveitingarvald Alþingis geti trompað mannréttindi stjórnarskrár.“ Í dóminum var sannarlega sagt að Áslaug nyti verndar ákvæðisins. En þrátt fyrir það væri ekki hægt að framfylgja þeim réttindum. Ragnar segir fordæmisgildi dómsins geta orðið að þetta gildi um öll önnur mannréttindi. „Ef að til að mynda maður yrði ranglega sviptur frelsi í þrjú ár þá gæti hann ekki átt bótarétt á hendur ríkinu sökum þess að það er ekki nein sérstök fjárveiting til þess að greiða bæturnar og svo framvegis,“ segir Ragnar. Ragnar segir að það fyrirfinnist enginn svona dómur í heiminum. Lögmenn á Íslandi hljóti að velta fyrir sér hvort þeir eigi að hætta að berjast fyrir mannréttindum borgara fyrir dómstólum. „Ég held að við munum ekki gera það, ég held að við munum líta svo á að þarna hafi orðið mistök og við munum reyna að loka augunum fyrir þessum dómi og láta eins og hann hafi aldrei gengið.“ Ragnar telur eðlilegt að málið fari fyrir mannréttindadómstól en það þurfi að ganga enn lengra. „Til dæmis það að við setjum okkur nýja stjórnarskrá til þess að tryggja mannréttindi borgaranna betur en gert hefur verið þannig að dómstólar geti ekki komist hjá því að virða mannréttindi með þessum hætti, þ.e.a.s. dómstólar hafa fyrst og fremst vanvirt hin félagslegu réttindi borgaranna en hafa haldið áfram að viðurkenna eignaréttindi,“ segir Ragnar Aðalsteinsson, hæstaréttarlögmaður. Tengdar fréttir Íhugar að fara með málið fyrir mannréttindadómstól Evrópu :„Ég eyddi gærkvöldinu í að horfa á heimskulegt bull og tárast yfir dómnum“ Áslaug Ýr segir að dómur hæstaréttar séu þetta skilaboð um að túlkaþjónustan væri bara lúxus og hún hefði engan kröfurétt á þessu. 10. nóvember 2017 22:00 Áslaug Ýr tapaði í Hæstarétti: Ekki talin eiga rétt á túlkaþjónustu Hæstiréttur staðfesti í dag dóm héraðsdóms í máli Áslaugu Ýrar Hjartardóttur. Hún haðfi krafist þess að viðurkennd yrði beiðni hennar um túlkaþjónustu í sumarbúðum í Svíþjóð. 9. nóvember 2017 18:00 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Einn reyndasti mannréttindalögfræðingur Íslands gagnrýnir harðlega dóm Hæstaréttar í máli Áslaugar Ýrar, daufblindrar konu sem ekki fær túlkaþjónustu greidda frá íslenska ríkinu. Áslaug Ýr Hjartardóttir tapaði máli sínu í Hæstarétti í vikunni þar sem hún sóttist eftir því að fá túlkaþjónustu í sumarbúðum fyrir daufblinda greidda af íslenska ríkinu. Í dóminum voru notuð þau rök að ekki væri til nægilegt fjármagn í túlkasjóði. Ragnar Aðalsteinsson, hæstaréttarlögmaður og einn virtasti mannréttindalögfræðingur Íslands, segir að ákvæði um félagsleg réttindi í 76. grein hafi verið sett í stjórnarskrá árið 1995 og lifað góðu lífi fram yfir aldarmótin. „Síðan hefur farið að halla undan fæti og það endar með þessum dómi sem er satt að segja skelfilegur vegan þess að Hæstiréttur segir í dóminum, með því að staðfesta héraðsdóminn að fjárveitingarvald Alþingis geti trompað mannréttindi stjórnarskrár.“ Í dóminum var sannarlega sagt að Áslaug nyti verndar ákvæðisins. En þrátt fyrir það væri ekki hægt að framfylgja þeim réttindum. Ragnar segir fordæmisgildi dómsins geta orðið að þetta gildi um öll önnur mannréttindi. „Ef að til að mynda maður yrði ranglega sviptur frelsi í þrjú ár þá gæti hann ekki átt bótarétt á hendur ríkinu sökum þess að það er ekki nein sérstök fjárveiting til þess að greiða bæturnar og svo framvegis,“ segir Ragnar. Ragnar segir að það fyrirfinnist enginn svona dómur í heiminum. Lögmenn á Íslandi hljóti að velta fyrir sér hvort þeir eigi að hætta að berjast fyrir mannréttindum borgara fyrir dómstólum. „Ég held að við munum ekki gera það, ég held að við munum líta svo á að þarna hafi orðið mistök og við munum reyna að loka augunum fyrir þessum dómi og láta eins og hann hafi aldrei gengið.“ Ragnar telur eðlilegt að málið fari fyrir mannréttindadómstól en það þurfi að ganga enn lengra. „Til dæmis það að við setjum okkur nýja stjórnarskrá til þess að tryggja mannréttindi borgaranna betur en gert hefur verið þannig að dómstólar geti ekki komist hjá því að virða mannréttindi með þessum hætti, þ.e.a.s. dómstólar hafa fyrst og fremst vanvirt hin félagslegu réttindi borgaranna en hafa haldið áfram að viðurkenna eignaréttindi,“ segir Ragnar Aðalsteinsson, hæstaréttarlögmaður.
Tengdar fréttir Íhugar að fara með málið fyrir mannréttindadómstól Evrópu :„Ég eyddi gærkvöldinu í að horfa á heimskulegt bull og tárast yfir dómnum“ Áslaug Ýr segir að dómur hæstaréttar séu þetta skilaboð um að túlkaþjónustan væri bara lúxus og hún hefði engan kröfurétt á þessu. 10. nóvember 2017 22:00 Áslaug Ýr tapaði í Hæstarétti: Ekki talin eiga rétt á túlkaþjónustu Hæstiréttur staðfesti í dag dóm héraðsdóms í máli Áslaugu Ýrar Hjartardóttur. Hún haðfi krafist þess að viðurkennd yrði beiðni hennar um túlkaþjónustu í sumarbúðum í Svíþjóð. 9. nóvember 2017 18:00 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Íhugar að fara með málið fyrir mannréttindadómstól Evrópu :„Ég eyddi gærkvöldinu í að horfa á heimskulegt bull og tárast yfir dómnum“ Áslaug Ýr segir að dómur hæstaréttar séu þetta skilaboð um að túlkaþjónustan væri bara lúxus og hún hefði engan kröfurétt á þessu. 10. nóvember 2017 22:00
Áslaug Ýr tapaði í Hæstarétti: Ekki talin eiga rétt á túlkaþjónustu Hæstiréttur staðfesti í dag dóm héraðsdóms í máli Áslaugu Ýrar Hjartardóttur. Hún haðfi krafist þess að viðurkennd yrði beiðni hennar um túlkaþjónustu í sumarbúðum í Svíþjóð. 9. nóvember 2017 18:00