Lögmaður Ólafs um vinnubrögð biskups: „Verið að skjóta mýflugur með fallbyssum“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 12. nóvember 2017 12:32 Séra Ólafur Jóhannsson, sóknarprestur í Grensáskirkju, er fyrrverandi formaður Prestafélags Íslands. Vísir/Eyþór Séra Ólafur Jóhannsson ber biskup Íslands, Agnesi Sigurðardóttur, þungum sökum í bréfi sem lögfræðingur hans sendi henni í gær. Er Agnes sökuð um að leggja Ólaf í einelti þegar hún setti hann í leyfi vegna ásakana um kynferðislega áreitni. Biskup Íslands tók þá ákvörðun að senda Ólaf Jóhannsson, sóknarprest í Grensáskirkju, í leyfi í sumar í kjölfar ásakana í hans garð um kynferðislega áreitni. Nú hefur lögmaður Ólafs sent biskup bréf þar sem gerðar eru alvarlegar athugasemdir við hvernig staðið var að ákvörðuninni og er hún ekki sögð standast lög. Meðal annars hafi verið brotið á andmælarétti Ólafs, en einnig hafi ákvörðun verið tekin án þess að málið væri rannsakað til hlítar.Flokkast ekki undir kynferðisbrot Einar Gautur Steingrímsson, lögmaður Ólafs, segir að bréf hafi verið sent þar sem biskup hafi „án laga og réttar“ sett umbjóðanda sinn í frí án nokkurrar málsmeðferðar og eðlilegs tilefnis. Í bréfinu er biskup þar að auki sakaður um að hafa lagt Ólaf í einelti og niðurlægt hann.Sjá einnig: Prestur sendur í leyfi vegna meintrar áreitni Einar segir ásakanirnar ekki hafa verið rannsakaðar af lögreglu. „Þegar ásakanirnar eru lesnar, bara eins og þær koma fram, þá eru þær ekki alvarlegar. Ef til dæmis eðlileg lögreglurannsókn fer fram á ásökunum þá er ekkert óeðlilegt að menn verði settir í frí á meðan,“ segir Einar Gautur. „En það er bara ekkert slíkt í gangi. Ég er búinn að vera með fjölda kynferðisbrota fyrir dómstólum og þegar ég les málsgögnin þá flokkast þetta ekki undir kynferðisbrot. Það er verið að skjóta mýflugur með fallbyssum.“En hvað vill séra Ólafur fá fram með bréfi sínu?„Að biskup aflétti ólögmætu ástandi og hann fái að sækja sína vinnu. Svo vill hann náttúrulega afsökunarbeiðni og rétta stjórnsýslu,“segir Einar Gautur Steingrímsson, lögmaður Ólafs Jóhannssonar, sóknarprests í Grensáskirkju. Tengdar fréttir Sakar biskup um einelti og að hafa farið gegn lögum Agnes M. Sigurðardóttir, biskup, Íslands, er borin þungum sökum í bréfi sem Einar Gautur Steingrímsson, lögfræðingur séra Ólafs Jóhannssonar, sendi henni og fleirum í gær. Tildrög bréfsins eru þau að biskup tók ákvörðun um að senda Ólaf í leyfi frá störfum sínum sem prestur í Grensáskirkju í sumar í kjölfar ásakana í hans garð um kynferðislega áreitni. 11. nóvember 2017 21:54 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Séra Ólafur Jóhannsson ber biskup Íslands, Agnesi Sigurðardóttur, þungum sökum í bréfi sem lögfræðingur hans sendi henni í gær. Er Agnes sökuð um að leggja Ólaf í einelti þegar hún setti hann í leyfi vegna ásakana um kynferðislega áreitni. Biskup Íslands tók þá ákvörðun að senda Ólaf Jóhannsson, sóknarprest í Grensáskirkju, í leyfi í sumar í kjölfar ásakana í hans garð um kynferðislega áreitni. Nú hefur lögmaður Ólafs sent biskup bréf þar sem gerðar eru alvarlegar athugasemdir við hvernig staðið var að ákvörðuninni og er hún ekki sögð standast lög. Meðal annars hafi verið brotið á andmælarétti Ólafs, en einnig hafi ákvörðun verið tekin án þess að málið væri rannsakað til hlítar.Flokkast ekki undir kynferðisbrot Einar Gautur Steingrímsson, lögmaður Ólafs, segir að bréf hafi verið sent þar sem biskup hafi „án laga og réttar“ sett umbjóðanda sinn í frí án nokkurrar málsmeðferðar og eðlilegs tilefnis. Í bréfinu er biskup þar að auki sakaður um að hafa lagt Ólaf í einelti og niðurlægt hann.Sjá einnig: Prestur sendur í leyfi vegna meintrar áreitni Einar segir ásakanirnar ekki hafa verið rannsakaðar af lögreglu. „Þegar ásakanirnar eru lesnar, bara eins og þær koma fram, þá eru þær ekki alvarlegar. Ef til dæmis eðlileg lögreglurannsókn fer fram á ásökunum þá er ekkert óeðlilegt að menn verði settir í frí á meðan,“ segir Einar Gautur. „En það er bara ekkert slíkt í gangi. Ég er búinn að vera með fjölda kynferðisbrota fyrir dómstólum og þegar ég les málsgögnin þá flokkast þetta ekki undir kynferðisbrot. Það er verið að skjóta mýflugur með fallbyssum.“En hvað vill séra Ólafur fá fram með bréfi sínu?„Að biskup aflétti ólögmætu ástandi og hann fái að sækja sína vinnu. Svo vill hann náttúrulega afsökunarbeiðni og rétta stjórnsýslu,“segir Einar Gautur Steingrímsson, lögmaður Ólafs Jóhannssonar, sóknarprests í Grensáskirkju.
Tengdar fréttir Sakar biskup um einelti og að hafa farið gegn lögum Agnes M. Sigurðardóttir, biskup, Íslands, er borin þungum sökum í bréfi sem Einar Gautur Steingrímsson, lögfræðingur séra Ólafs Jóhannssonar, sendi henni og fleirum í gær. Tildrög bréfsins eru þau að biskup tók ákvörðun um að senda Ólaf í leyfi frá störfum sínum sem prestur í Grensáskirkju í sumar í kjölfar ásakana í hans garð um kynferðislega áreitni. 11. nóvember 2017 21:54 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Sakar biskup um einelti og að hafa farið gegn lögum Agnes M. Sigurðardóttir, biskup, Íslands, er borin þungum sökum í bréfi sem Einar Gautur Steingrímsson, lögfræðingur séra Ólafs Jóhannssonar, sendi henni og fleirum í gær. Tildrög bréfsins eru þau að biskup tók ákvörðun um að senda Ólaf í leyfi frá störfum sínum sem prestur í Grensáskirkju í sumar í kjölfar ásakana í hans garð um kynferðislega áreitni. 11. nóvember 2017 21:54