Skotinn af félögum sínum þegar hann hljóp yfir landamærin Samúel Karl Ólason skrifar 13. nóvember 2017 19:47 Þetta er í einungis þriðja sinn sem hermaður flýr frá Norður-Kóreu á þessum stað. Vísir/AFP Hermaður frá Norður-Kóreu var skotinn við það að flýja til Suður-Kóreu. Það gerði hann með því að hlaupa yfir sameiginlegt öryggissvæði á landamærunum þar sem hermenn beggja ríkjanna standa andspænis hvorum öðrum sitt hvoru megin við landamærin með einungis nokkra metra á milli þeirra. Þetta er í þriðja sinn sem einhver flýr yfir landamærin á þessum stað frá því að vopnahlé var gert í stríði ríkjanna árið 1953.Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar, stóð hermaðurinn vörð við landamærin áður en hann hljóp af stað. Hermenn Suður-Kóreu heyrðu skothvelli og fundu hermanninn, sunnan megin við landamærin, og hafði hann verið skotinn í öxlina og í aðra hendina. Hann var fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar.Embættismenn í Suður-Kóreu segja að hermenn þeirra hafi ekki skotið á hermenn Norður-Kóreu. Hermaðurinn var óvopnaður og klæddur í hermannabúning en ekki liggur fyrir hver hann er né af hverju hann flúði, samkvæmt Yonhap fréttaveitunni frá Suður-Kóreu. Einnig er ekki vitað hve alvarleg meiðsl hans eru.Tæknilega enn í stríðiRíkin tvö eru tæknilega enn í stríði þar sem samið var um vopnahlé en ekki frið árið 1953. Þá hafði Kóreustríðið staðið yfir í þrjú ár. Frá þeim tíma hafa um 30 þúsund manns frá Norður-Kóreu flúið til Suður-Kóreu en langflestir þeirra fara í gegnum Kína en ekki landamærin. Samkvæmt fjölmiðlum ytra er þetta einungis í þriðja sinn sem einhver flýr yfir sameiginlega öryggissvæðið í Panmunjom. Þeir hermenn sem valdir eru til að standa vörð við landamærin eru yfirleitt taldir vera verulega hliðhollir einræðisstjórn Norður-Kóreu. Panmunjom var eitt sinn lítið landbúnaðarþorp en það er nú inn á miðju landamærasvæði ríkjanna. Það svæði kallast yfirleitt á ensku Demilitarized Zone eða DMZ og er um fjögurra kílómetra breitt. Það er þakið jarðsprengjum, gaddavírum og varðstöðvum. Skrifað var undir vopnahléið þar árið 1953. Norður-Kórea Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Fleiri fréttir Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Sjá meira
Hermaður frá Norður-Kóreu var skotinn við það að flýja til Suður-Kóreu. Það gerði hann með því að hlaupa yfir sameiginlegt öryggissvæði á landamærunum þar sem hermenn beggja ríkjanna standa andspænis hvorum öðrum sitt hvoru megin við landamærin með einungis nokkra metra á milli þeirra. Þetta er í þriðja sinn sem einhver flýr yfir landamærin á þessum stað frá því að vopnahlé var gert í stríði ríkjanna árið 1953.Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar, stóð hermaðurinn vörð við landamærin áður en hann hljóp af stað. Hermenn Suður-Kóreu heyrðu skothvelli og fundu hermanninn, sunnan megin við landamærin, og hafði hann verið skotinn í öxlina og í aðra hendina. Hann var fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar.Embættismenn í Suður-Kóreu segja að hermenn þeirra hafi ekki skotið á hermenn Norður-Kóreu. Hermaðurinn var óvopnaður og klæddur í hermannabúning en ekki liggur fyrir hver hann er né af hverju hann flúði, samkvæmt Yonhap fréttaveitunni frá Suður-Kóreu. Einnig er ekki vitað hve alvarleg meiðsl hans eru.Tæknilega enn í stríðiRíkin tvö eru tæknilega enn í stríði þar sem samið var um vopnahlé en ekki frið árið 1953. Þá hafði Kóreustríðið staðið yfir í þrjú ár. Frá þeim tíma hafa um 30 þúsund manns frá Norður-Kóreu flúið til Suður-Kóreu en langflestir þeirra fara í gegnum Kína en ekki landamærin. Samkvæmt fjölmiðlum ytra er þetta einungis í þriðja sinn sem einhver flýr yfir sameiginlega öryggissvæðið í Panmunjom. Þeir hermenn sem valdir eru til að standa vörð við landamærin eru yfirleitt taldir vera verulega hliðhollir einræðisstjórn Norður-Kóreu. Panmunjom var eitt sinn lítið landbúnaðarþorp en það er nú inn á miðju landamærasvæði ríkjanna. Það svæði kallast yfirleitt á ensku Demilitarized Zone eða DMZ og er um fjögurra kílómetra breitt. Það er þakið jarðsprengjum, gaddavírum og varðstöðvum. Skrifað var undir vopnahléið þar árið 1953.
Norður-Kórea Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Fleiri fréttir Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Sjá meira