Bílskúrinn: Bras á meistaranum í Brasilíu Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 14. nóvember 2017 07:00 Sebastian Vettel fagnar eftir góða keppni í Brasilíu. Vísir/Getty Lewis Hamilton, nýkrýndur heimsmeistari ökumanna var í basli í Brasilíu um helgina þegar næst síðasta Formúlu 1 keppni tímabilsins fór fram. Baslið á Hamilton, kveðjustund Felipe Massa, vonbrigði Valtteri Bottas, samskipti Renault og Red Bull og ökumaður keppninnar, verða til umræðu í Bílskúrnum, uppgjöri hvers kappaksturs hér á Vísi.Lewis Hamilton endaði eiginlega inn í varnarveggnum í tímatökunni á laugardag.Vísir/GettyBaslið á Hamilton Hamilton sem tryggði sér sinn fjórða heimsmeistaratitil í Mexíkó fyrir tveimur vikum byrjaði helgina vel í Brasilíu. Hann var fljótastur á föstudagsæfingunum og var skammt á eftir Bottas á þriðju æfingunni. Í tímatökunni fór Hamilton fyrstur af stað. Í fyrstu lotu, á fyrsta hring var Hamilton kominn á varnarvegg og búinn að skemma bílinn talsvert. Svo virtist sem botnplata bílsins rækist harkalega niður í brautina og við það misstu afturdekkin grip í miðri beygju, með fyrrgreindum afleiðingum. Hamilton kom svo heldur betur eins og óður maður inn í keppnina, harðákveðinn í að bæta fyrir laugardags klúðrið. Hann ræsti af þjónustusvæðinu með fullan vélarsal af nýjum hlutum og var því 20. þegar keppnin hófst. Hann náði að vinna sig upp í fjórða sæti og leiddi keppnina á tíambili. Magnaður akstur hjá meistaranum.Heiðursmaðurinn Felipe Massa kvaddi heimamenn og samlanda sína um helgina.Vísir/gettyFarvel Felipe Massa Felipe Massa, brasilískur ökumaður Williams liðsins átti hjartnæma kveðjustund þegar kappakstrinum var lokið. Hann ætlar að hætta keppni í Formúlu 1 þegar tímabilinu lýkur í Abú Dabí eftir tvær vikur. Hann fékk sitt augnablik á verðlaunapallinum eftir að hefðbundinni dagskrá þar lauk. Það verður söknuður til Massa þegar keppni hefst á nýju ári í Ástralíu. Hann hafði áformað að hætta keppni á sama tíma í fyrra líka en þá féll hann úr leik í keppninni og fékk ekki alveg þá kveðjustund sem hann vildi á heimavelli. Hann var svo beðinn um að koma aftur til keppni fyrir Williams til að veita nýliðanum Lance Stroll aðstoð við verkið eftir brotthvarf Bottas til Mercedes. Massa fékk fallega kveðju frá syni sínum í gegnum talstöðina eftir að hann kom yfir endamarkið sem kallaði fram tár hjá nánast öllum viðstöddum. Massa sagðist vera ánægður með keppnina og fannst gaman að glíma við Fernando Alonso, fyrrum liðsfélaga sinn. Þeir félagarnir voru í harðri baráttu næstum alla keppnina.Valtteri Bottas tapaði forystunni strax í fyrstu beygju.Vísir/GettyVonbrigði Valtteri Bottas Bottas nýtti sér í botn skyndilegt brotthvarf Hamilton úr tímatökunni og stal ráspól af Vettel undir lok tímatökunnar. Hans þriðji ráspóll á ferlinum. Hann sagði eftir tímatökuna að nú væri bara eitt markmið á morgun, það væri að vinna keppnina. Hann komst 350 metra, eða þar um bil áður en Vettel var búinn að stinga sér fram úr. Bottas gat ekkert gert til að ógna Vettel á brautinni. Hann gerði heiðarlega tilraun í gegnum þjónustuhlé og það mátti minnstu muna að Vettel tapaði forystunni þá en þegar Þjóðverinn kom út á brautina aftur þá hélt hann með naumindum í fyrsta sætið. Sem betur fer fyrir Vettel þá beið hann ekki lengur með að taka þjónustuhlé en svo að hann fór inn á næsta hring eftir að Bottas fór inn. Hefði hann látið annan hring líða hefði hann sennilegast tapað fyrsta sætinu. Það hefði sennilega verið það Ferrari-legasta sem hefði geta gerst. Ólukkan hefur elt Ferrari undanfarið og ekki þeirra eigin ákvarðanir undanfarin tvö ár eða svo hjálpað til við að færa liðið aftur til vinnandi vegar. Það er mörgum enn minnisstætt til að mynda þegar Ferrari valdi kolvitlausa dekkjagerð í Ástralíu 2015 sem kostaði Vettel allt að því unna keppni.Þessir menn rifust talsvert um helgina og otuðu fingrum í átt til hvers annars. Cyril Abiteboul er lengst til vinstri á myndinni, liðsstjóri Renault. Christian Horner, liðsstjóri Red Bull í forgrunni og svo Helmut Marko ráðgjafi Red Bull liðsins.Vísir/GettyRenault í nautaati Yfirlýsingar um hver sagði hvað og hver er að skemma fyrir hverjum gengu á víxl á milli Renault og Red Bull samsteypunnar um helgina. Renault sagði Toro Rosso vera að nota vélarnar frá Renault með þeim hætti að þær myndi klárlega bila oftar og meira. Afstaða vélarinnar í bílnum og gírkassans leiddi til þess að mati Renault að bilanir væru tíðari. Renault vildi meina að Toro Rosso léti með þessu háttalagi líta út fyrir að vélar franska framleiðandans væru óáreiðanlegri en þær væru í raun. Toro Rosso svaraði fyrir sig með yfirlýsingu um það að afstaða vélarinnar gæti með engu móti útskýrt þær bilanir sem væru að koma upp. Þar að auki væri erfitt að fá varahluti í vélarnar hjá Renault. Að auki benti Toro Rosso á að Renault liðið sjálft væri að lenda í sömu bilunum. Það væri því eitthvað annað að en afstaða vélarinnar. Alonso sem ekur fyrir McLaren-Honda liðið kvartaði sáran undan aflskorti í Honda mótornum eftir keppnia og óskaði Toro Rosso til hamingju með vélina sem þeir fá á næsta ári. Toro Rosso fær Honda vélar á næsta tímabili á meðan McLaren skiptir yfir í Renault vélar.Lewis Hamilton sýndi það í keppninni af hverju hann er heimsmeistari. Hvílíkur akstur.Vísir/GettyÖkumaður keppninnar Það er ekki nokkur leið að velja annan en Lewis Hamilton. Hann vann sig upp um 16 sæti með einum eða öðrum hætti. Vissulega féllu ökumenn úr leik fyrir framan hann en það er sama, hann hélt bílnum heilum og tók fram úr fjöldanum öllum af ökumönnum. Hann var þar að auki valinn ökumaður keppninnar í formlegri kosningu á Formula1.com. Meistarinn var magnaður á sunnudaginn eftir afleiddan laugardag. Formúla Tengdar fréttir Bottas: Markmiðið var að vinna svo ég er vonsvikinn Sebastian Vettel vann brasilíska kappaksturinn. Það er í fyrsta skipti síðan 2008 sem Ferrari vinnur í Brasilíu. Hver sagði hvað eftir keppnina? 12. nóvember 2017 20:30 Sebastian Vettel vann í Brasilíu Sebastian Vettel á Ferrari vann brasilíska kappasturinn í Formúlu 1. Valtteri Bottas á Mercedes varð annar og Kimi Raikkonen á Ferrari var þriðji. 12. nóvember 2017 17:36 Atvikahlaðinn Brasilíu-kappakstur | Sjáðu uppgjörsþáttinn Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson, sérfræðingar Stöðvar 2 Sport fara yfir öll helstu atvik brasilíska kappakstursins í Formúlu 1. 12. nóvember 2017 19:45 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Lewis Hamilton, nýkrýndur heimsmeistari ökumanna var í basli í Brasilíu um helgina þegar næst síðasta Formúlu 1 keppni tímabilsins fór fram. Baslið á Hamilton, kveðjustund Felipe Massa, vonbrigði Valtteri Bottas, samskipti Renault og Red Bull og ökumaður keppninnar, verða til umræðu í Bílskúrnum, uppgjöri hvers kappaksturs hér á Vísi.Lewis Hamilton endaði eiginlega inn í varnarveggnum í tímatökunni á laugardag.Vísir/GettyBaslið á Hamilton Hamilton sem tryggði sér sinn fjórða heimsmeistaratitil í Mexíkó fyrir tveimur vikum byrjaði helgina vel í Brasilíu. Hann var fljótastur á föstudagsæfingunum og var skammt á eftir Bottas á þriðju æfingunni. Í tímatökunni fór Hamilton fyrstur af stað. Í fyrstu lotu, á fyrsta hring var Hamilton kominn á varnarvegg og búinn að skemma bílinn talsvert. Svo virtist sem botnplata bílsins rækist harkalega niður í brautina og við það misstu afturdekkin grip í miðri beygju, með fyrrgreindum afleiðingum. Hamilton kom svo heldur betur eins og óður maður inn í keppnina, harðákveðinn í að bæta fyrir laugardags klúðrið. Hann ræsti af þjónustusvæðinu með fullan vélarsal af nýjum hlutum og var því 20. þegar keppnin hófst. Hann náði að vinna sig upp í fjórða sæti og leiddi keppnina á tíambili. Magnaður akstur hjá meistaranum.Heiðursmaðurinn Felipe Massa kvaddi heimamenn og samlanda sína um helgina.Vísir/gettyFarvel Felipe Massa Felipe Massa, brasilískur ökumaður Williams liðsins átti hjartnæma kveðjustund þegar kappakstrinum var lokið. Hann ætlar að hætta keppni í Formúlu 1 þegar tímabilinu lýkur í Abú Dabí eftir tvær vikur. Hann fékk sitt augnablik á verðlaunapallinum eftir að hefðbundinni dagskrá þar lauk. Það verður söknuður til Massa þegar keppni hefst á nýju ári í Ástralíu. Hann hafði áformað að hætta keppni á sama tíma í fyrra líka en þá féll hann úr leik í keppninni og fékk ekki alveg þá kveðjustund sem hann vildi á heimavelli. Hann var svo beðinn um að koma aftur til keppni fyrir Williams til að veita nýliðanum Lance Stroll aðstoð við verkið eftir brotthvarf Bottas til Mercedes. Massa fékk fallega kveðju frá syni sínum í gegnum talstöðina eftir að hann kom yfir endamarkið sem kallaði fram tár hjá nánast öllum viðstöddum. Massa sagðist vera ánægður með keppnina og fannst gaman að glíma við Fernando Alonso, fyrrum liðsfélaga sinn. Þeir félagarnir voru í harðri baráttu næstum alla keppnina.Valtteri Bottas tapaði forystunni strax í fyrstu beygju.Vísir/GettyVonbrigði Valtteri Bottas Bottas nýtti sér í botn skyndilegt brotthvarf Hamilton úr tímatökunni og stal ráspól af Vettel undir lok tímatökunnar. Hans þriðji ráspóll á ferlinum. Hann sagði eftir tímatökuna að nú væri bara eitt markmið á morgun, það væri að vinna keppnina. Hann komst 350 metra, eða þar um bil áður en Vettel var búinn að stinga sér fram úr. Bottas gat ekkert gert til að ógna Vettel á brautinni. Hann gerði heiðarlega tilraun í gegnum þjónustuhlé og það mátti minnstu muna að Vettel tapaði forystunni þá en þegar Þjóðverinn kom út á brautina aftur þá hélt hann með naumindum í fyrsta sætið. Sem betur fer fyrir Vettel þá beið hann ekki lengur með að taka þjónustuhlé en svo að hann fór inn á næsta hring eftir að Bottas fór inn. Hefði hann látið annan hring líða hefði hann sennilegast tapað fyrsta sætinu. Það hefði sennilega verið það Ferrari-legasta sem hefði geta gerst. Ólukkan hefur elt Ferrari undanfarið og ekki þeirra eigin ákvarðanir undanfarin tvö ár eða svo hjálpað til við að færa liðið aftur til vinnandi vegar. Það er mörgum enn minnisstætt til að mynda þegar Ferrari valdi kolvitlausa dekkjagerð í Ástralíu 2015 sem kostaði Vettel allt að því unna keppni.Þessir menn rifust talsvert um helgina og otuðu fingrum í átt til hvers annars. Cyril Abiteboul er lengst til vinstri á myndinni, liðsstjóri Renault. Christian Horner, liðsstjóri Red Bull í forgrunni og svo Helmut Marko ráðgjafi Red Bull liðsins.Vísir/GettyRenault í nautaati Yfirlýsingar um hver sagði hvað og hver er að skemma fyrir hverjum gengu á víxl á milli Renault og Red Bull samsteypunnar um helgina. Renault sagði Toro Rosso vera að nota vélarnar frá Renault með þeim hætti að þær myndi klárlega bila oftar og meira. Afstaða vélarinnar í bílnum og gírkassans leiddi til þess að mati Renault að bilanir væru tíðari. Renault vildi meina að Toro Rosso léti með þessu háttalagi líta út fyrir að vélar franska framleiðandans væru óáreiðanlegri en þær væru í raun. Toro Rosso svaraði fyrir sig með yfirlýsingu um það að afstaða vélarinnar gæti með engu móti útskýrt þær bilanir sem væru að koma upp. Þar að auki væri erfitt að fá varahluti í vélarnar hjá Renault. Að auki benti Toro Rosso á að Renault liðið sjálft væri að lenda í sömu bilunum. Það væri því eitthvað annað að en afstaða vélarinnar. Alonso sem ekur fyrir McLaren-Honda liðið kvartaði sáran undan aflskorti í Honda mótornum eftir keppnia og óskaði Toro Rosso til hamingju með vélina sem þeir fá á næsta ári. Toro Rosso fær Honda vélar á næsta tímabili á meðan McLaren skiptir yfir í Renault vélar.Lewis Hamilton sýndi það í keppninni af hverju hann er heimsmeistari. Hvílíkur akstur.Vísir/GettyÖkumaður keppninnar Það er ekki nokkur leið að velja annan en Lewis Hamilton. Hann vann sig upp um 16 sæti með einum eða öðrum hætti. Vissulega féllu ökumenn úr leik fyrir framan hann en það er sama, hann hélt bílnum heilum og tók fram úr fjöldanum öllum af ökumönnum. Hann var þar að auki valinn ökumaður keppninnar í formlegri kosningu á Formula1.com. Meistarinn var magnaður á sunnudaginn eftir afleiddan laugardag.
Formúla Tengdar fréttir Bottas: Markmiðið var að vinna svo ég er vonsvikinn Sebastian Vettel vann brasilíska kappaksturinn. Það er í fyrsta skipti síðan 2008 sem Ferrari vinnur í Brasilíu. Hver sagði hvað eftir keppnina? 12. nóvember 2017 20:30 Sebastian Vettel vann í Brasilíu Sebastian Vettel á Ferrari vann brasilíska kappasturinn í Formúlu 1. Valtteri Bottas á Mercedes varð annar og Kimi Raikkonen á Ferrari var þriðji. 12. nóvember 2017 17:36 Atvikahlaðinn Brasilíu-kappakstur | Sjáðu uppgjörsþáttinn Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson, sérfræðingar Stöðvar 2 Sport fara yfir öll helstu atvik brasilíska kappakstursins í Formúlu 1. 12. nóvember 2017 19:45 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Bottas: Markmiðið var að vinna svo ég er vonsvikinn Sebastian Vettel vann brasilíska kappaksturinn. Það er í fyrsta skipti síðan 2008 sem Ferrari vinnur í Brasilíu. Hver sagði hvað eftir keppnina? 12. nóvember 2017 20:30
Sebastian Vettel vann í Brasilíu Sebastian Vettel á Ferrari vann brasilíska kappasturinn í Formúlu 1. Valtteri Bottas á Mercedes varð annar og Kimi Raikkonen á Ferrari var þriðji. 12. nóvember 2017 17:36
Atvikahlaðinn Brasilíu-kappakstur | Sjáðu uppgjörsþáttinn Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson, sérfræðingar Stöðvar 2 Sport fara yfir öll helstu atvik brasilíska kappakstursins í Formúlu 1. 12. nóvember 2017 19:45